Mosfellingur - 13.01.2022, Blaðsíða 33

Mosfellingur - 13.01.2022, Blaðsíða 33
verslum í heimabyggð Aðsendar greinar - 33 Þverholti 3 - Sími: 566-6612 FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200 www.artpro.is Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06.30 - 21.30 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06.30-08:00 og 15:00-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 GÓÐiR mENN EHF Rafverktakar GSM: 820-5900 • nýlagnir • viðgerðir • • hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir Löggiltur rafverktaki Vogatunga 51, 270 Mosfellsbæ, sími: 864 6600 Gólfefna lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Stundum fer ég út að hlaupa, ég hleyp hvorki hratt né langt. Oftast segi ég við sjálfan mig áður en ég fer út að hlaupa „taktu því bara rólega Kári minn“ og reyni ég að fylgja því eftir. Ég keypti mér hlaupaskó fyrir ekki svo löngu sem eru gerðir fyrir hlaup á malbiki. Þar sem ég bý í Mosfellsbæ, í gömlu, rótgrónu hverfi hefði ég betur átt að kaupa mér utanvegahlaupaskó þrátt fyrir að ætla að hlaupa hérna innanbæjar. Gangstéttir innan sumra hverfa Mosfellsbæj- ar eru í hræðilegu ásigkomulagi. Oftar en ekki er ég að hlaupa á gangstétt og reynir þá þyrnirunni að fella mig sem vex úr 15 ára gamalli sprungu á gangstéttinni. Guð hjálpi mér ef ég skyldi svo mæta annarri manneskju á þessum kindastígum. Ef svo færi þyrfti ég annaðhvort að fleygja mér inn í næsta garð eða hreinlega út á götu. Mosfellsbær er fallegur bær og eft- irsóttur staður til að búa á fyrir ungar fjölskyldur. Leikskólar í Mosfellsbæ eru í fremstu röð og komast flestir inn á ungbarnadeild í kringum eins árs aldur barns. Hinsvegar þarf að fara mjög varlega með þetta blessaða barn út að labba og helst að vera reiðubúinn að fleygja vagninum inn í næsta garð við fyrstu mannamót. Af hverju þarf þetta að vera svona? Kári Sigurðsson – Gefur kost á sér í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Hvort er Mosfellsbær að gleyma eða hunsa viðhald á gang- stéttum í rótgrónum hverfum? Það eru spennandi kosningar fram undan til bæjarstjórnar hér í Mosfells- bæ. Ég hef ákveðið að beita mér örlítið í baráttunni því ein öflugasta manneskja sem ég hef verið svo lánsöm að kynn- ast, hún Kolbrún G. Þorteinsdóttir, er að berjast um toppsætið í stærsta stjórnmálaaflinu í bæjarfélaginu, Sjálf- stæðisflokknum. Fyrir vinstri manneskju eins og mig hefur verið kvalafullt að fylgjast með pólitíkinni undanfarið. Máttlausri kosningabaráttu Sam- fylkingarinnar og ósigrum svo og stuðningi VG við persónulega viðskiptahagsmuni útgerðar- furstanna. Og þá vaknar spurningin um hvort atkvæði manns sé dæmt til að vera alltaf kastað á glæ. Í framhaldi af þessu hef ég velt fyrir mér hvernig ég geti haft áhrif á samfélag mitt. Því hef ég ákveðið að beita mér fyrir því að koma Kolbrúnu í fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í þeirri von að fá öfluga framsækna konu í bæj- arstjórastólinn. Hér er gott að búa og ala upp börnin sín og það hefur verið haldið vel utan um bæjarmálin hér með Sjálfstæðisflokkinn í meirihluta í bæjarstjórn. Nokkuð sem ég verð að viðurkenna hvar svo sem pólitískar línur mínar liggja. En hvað er ég að velja fyrir mig og bæinn minn þegar ég set Kolbrúnu í 1. sætið? Ég er að velja konu sem lýsir sjálfri sér sem „skólamanneskju“ fyrst og fremst. Ég er að velja framsækna manneskju sem vill tala við fólk til að komast að góðri niðurstöðu. Og ekki síst þá er ég að velja formann fræðslu- nefndar Mosfellsbæjar til frekari áhrifa. Sjálf er ég kennari og á 3 börn í tveimur skólum í Mosó og vinn í þeim þriðja. Ég þekki marga frábæra kennara og duglegt starfsfólk innan skólanna og ég vil manneskju til frekari áhrifa sem skilur og styður þetta mikilvægasta verkefni bæjarins. Sjáðu til lesandi góður. 60% af fé Mosfellsbæjar fer í að reka skólana og 80% af þeim sem eru á launaskrá hjá bænum eru að vinna í skólunum. Og Kolbrún er kennari sem brennur fyrir einmitt þessu langstærsta verkefni allra bæja; velferð barnanna, skólunum þar sem þau ala manninn flesta virka daga ársins og starfsfólki bæjarfélagsins sem heldur uppi þessu mikilvæga starfi. Þetta er það sem skiptir máli. Samfélög snúast fyrst og síðast um að ala upp börnin okkar. „It takes a village to raise a child“ eins og sagt er. Því er svo mikilvægt að fá manneskju í fyrsta sæti í stærsta stjórnmála- flokknum sem leggur áherslu á einmitt þetta risamál. Þau sem sækjast eftir 1. sætinu eru hvort úr sinni áttinni. Annars vegar er framsækinn og mælskur kennari og lýðheilsufræðingur sem vill slá skjaldborg um skólana í bænum. Hún þekkir þá út og inn sem formaður fræðslunefndar og hefur líka áratuga reynslu af bæjarpólitíkinni. Hún er skarpgreind og raunsæ með báða fætur á jörðinni en hefur aldrei gleymt að láta hjartað ráða för. Hins vegar er maður sem hefur ekki reynslu af skólamálum. Hvar sem þú ert á hinu pólitíska litrófi, getur þú haft áhrif. Það er mikilvægt að manneskjan sem leiðir lista stærsta stjórnmálaflokksins sé með puttann á púlsinum í málaflokknum sem er svo mikilvægur fyrir okkur öll. Skelltu þér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins og settu Kolbrúnu G. Þorsteinsdóttur í fyrsta sætið. Fyrir skólana og fjölskyldurnar. Gleðilegt ár og gleðilegar kosningar! Ólöf Guðmundsdóttir Mosfellingur og kennari í Varmárskóla Setjum Kolbrúnu kennara í fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum! www.fastmos.is 586 8080 Sími: Viltu selja? Hafðu samband Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.