Mosfellingur - 13.01.2022, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 13.01.2022, Blaðsíða 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Í eldhúsinu MarkMið ársins Sæl verið þið og gleðilegt nýtt ár. Þið þekkið þetta flestöll, nýtt ár ... nýir tímar ... ný markmið og syndirnar gömlu verða strikaðar af verkefnalista ársins um leið og klukkan slær tólf á miðnætti á gamlársdag. Sumir kalla þetta að strengja áramótaheit en í dag þykir það flottara hjá Instagram-prinsunum og Instagram-drottningunum að segja „að setja sér markmið“. Ég er nú á því að það er mjög gott að setja sér markmið fyrir árið hvort sem við köllum það áramótaheit eða eitthvað allt annað. Markmiðin geta vissulega verið margvísleg en flest eru þau þó á þá leið að venja sig af slæmum ávönum hvort sem það er að minnka tóbakið, lyfta sjaldnar glösum eða hrista af sér spikið. Nú eða gera eitthvað geggjað og skemmtilegt á nýja árinu, verða betri manneskja og allt það. En það fer nú allt eftir því hvaða beinagrindur við felum í skápunum góðu. Sjálfur hefði ég nú gott af því því að taka skurk í þessu öllu saman, taka rækilega til í beinagrindaskápnum og venja mig af vondum siðum. Hætta að taka í vörina, lyfta sjaldnar glösum ... nema þá vatns- eða mjólkurglösum, hreyfa sig hressilega og hætta að vera svona skapstyggur og morgunfúll. Einn góður vinnufélagi minn hafði orð á því fyrir nokkrum árum að betra væri að sleppa því að tala við við mig milli klukkan 7 og 10 á morgnana vegna skapbresta sem gera vart við sig hjá mér fyrripart dags og æskilegra væri að vesenast í mér þegar nálgast hádegi. Ég sagði honum náttúrlega að grjóthalda kjafti og fara aftur að vinna og reyna að koma einhverju í verk enda klukkan ekki orðin tíu og það væri nóg að gera. En batnandi mönnum er best að lifa og vonandi verð ég valhoppandi um öll fjöll á nýja árinu í góðu skapi með bros á vör og ekki með í vörinni og bergvatn í brúsa ... En ég lofa þó engu með bjórinn, tökum þetta í litlum skrefum. Grétar og Eva Ósk skora á Kollu Höllu og Elvar að deila næstu uppskrift Eva Ósk Svendsen og Grétar Hauksson deila að þessu sinni með okkur lamba- lundauppskrift frá æskuheimili Evu sem var kallaður föstudagsmaturinn. Hráefni: • 500 gr - 1 kg lambalundir • 200-300 gr sveppir • Rauð paprika • 3 dl matreiðslurjómi • 2-3 msk soyasósa • 3-4 dl hveiti • 1 tsk paprikuduft • 1 teningur af lambakjötkrafti Aðferð: Hreinsa sinar og himnu af lundunum og skera í þunna bita (2 cm sirka). Hveiti og paprikudufti blandað saman í skál og kryddað með salti og pipar eftir smekk. Lundabitunum er velt upp úr hveitiblönd- unni og snöggsteiktir á pönnu þar til brúnir á öllum hliðum og svo settir í pott. Skerið sveppi niður í sneiðar og paprikuna í frekar smáa bita. Steikið grænmeti á pönnunni þar til það er orðið mjúkt og hellið síðan rjómanum yfir. Látið krauma þar þangað til rjóminn þykknar. Hellið síðan af pönnunni yfir í pottinn. Setjið 2 dl af vatni á pönnuna, látið suðuna koma upp og hrærið aðeins til að ná öllu af pönnunni. Hellið síðan í pottinn. Setjið pottinn á hita, hrærið í inni- haldinu og látið suðuna koma upp rólega. Bætið einum tening af lambakjötkrafti í pottinn sem og soyasósu. Látið krauma í 7 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.  Verðiykkuraðgóðu högni snær Lambalundir hjá evu og grétari Eysteinn Óli Aronsson fæddist 20. júní 2021 kl. 01.05 á land- pítalanum. Hann var 4.670 g og 55 cm. Foreldrar hans eru Írena Eva Guðmundsdóttir og Aron Eyrbekk Gylfason. heyrst hefur... ...að Simmi Vill sé farin út úr Hlölla- bátum og Barion Mosfellsbæ. ...að Íris Aristó-tútta hafi farið 200 ferðir á Úlfarsfell árið 2021. ...að ekkert hafi orðið úr flugeldasýn- ingu sem átti að vera á þrettándan- um þrátt fyrir samkomutakmarkanir. ...að búið sé að fresta þorrablóti Aftureldingar en gælt er við að halda eitthvað þegar samkomutakmörk- unum léttir. ...að sinueldar hafi víða komið upp í Mosfellsbæ um áramótin og oft mátti litlu muna að illa færi. …að söngkonan Helga Möller sé komin í framboð í Mosfellsbæ. ...að Bjarki Steinn hafi spilað sínar fyrstu mínútur í efstu deild á Ítalíu um helgina þegar lið hans Venezia mætti Zlatan og félögum í AC Milan. ...að knattspyrnumaðurinn Arnór Gauti sé að skoða aðstæður í Noregi fyrir næsta tímabil. ...að fresta þurfti fyrsta handboltaleik ársins hjá stelpunum vegna covid- smits í liðinu. ...að barn hafi fæðst í heimahúsi í Mosfellsbæ á jóladag. ...að Haukur Sörli hafi verið valinn vinnuþjarkur Aftureldingar á uppskeruhátíðinni. ...að söngkonan María Ólafs og Gunnar Leó eigi von á barni. ...að Hannes pípari verði fertugur um helgina. ...að verið sé að starta vínklúbbi á Blik sem starfræktur verður vikulega. ...að Hildur Ýr og Aron eigi von á barni í sumar. ...að búið sé að fresta árlegu herrakvöldi Lions til 18. mars. ...að handknattleiksmaðurinn Birkir Ben sé búinn að semja við Nice í Frakklandi og yfirgefi því Aftureld- ingu eftir tímabilið. ...að Mosfellingurinn Óli Valur og Fastefli hafi átti vinningstillöguna um 800 milljóna uppbyggingu á Sementsreitnum á Akranesi. ...að Ingólfur í Mosraf hafi orðið áttræður um helgina. ...að baráttan um oddvitasæti Sjálf- stæðisflokksins fari harðnandi en Ásgeir Sveins og Kolbrún Þorsteins berjast þar um efsta sætið. ...að eldri borgarar í Mosfellsbæ hafi skilað um 150 undirskriftum og skorað á bæjarblaðið að velja Elvu Björgu Mosfelling ársins. ...að Loftorka hafi átt lægsta tilboðið í áframhaldandi breikkun Vestur- landsvegar í gegnum Mosfellsbæ. ...að Afturelding og Elding deili nú um „litlu Eldingu“ að Varmá. ...að íbúar í Bónusblokkinni kvarti sáran yfir bílastæðum og þeim sem leggja fyrir bílastæðakjallarann. mosfellingur@mosfellingur.is - Heyrst hefur...36 Kristinn Pedersen lést úr Covid síðastliðið sumar. Nokkrir fastagestir og félagar á Ásláki létu mála af honum mynd sem afhjúpuð var á dögunum. Kiddi var meðlimur í Bæjarrónafélagi Mosfellsbæjar í meira en áratug og mætti oft að horfa á fótboltann á Ásláki. Hann bjó í Mosfellsbæ undanfarin 15 ár og var einnig fastagestur í Lágafellslaug og kom þar nær daglega. Þá starfaði hann sem lögreglu- maður í rúm 40 ár. Myndina málaði Eyjamaðurinn Gunnar Júlíusson. Kiddi Ped afhjúpaður Erla Viðarsdóttir, ekkja Kristins ásamt þremur af sex börnum hans, Helgu, Hafsteini og Evu.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.