Mosfellingur - 13.01.2022, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 13.01.2022, Blaðsíða 6
 - Fréttir úr bæjarlífinu6 Mosfellsbær Þverholt 2, 270 Mosfellsbær í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um nýjan miðbæjargarð, upplifunar- og áningarstað í miðbæ Mosfellsbæjar. Tilgangurinn er að skapa spennandi svæði í miðbænum sem íbúar og gestir eiga greiðan aðgang að. Hugmyndafræði hans miðast út frá framtíðarsýn bæjarins sem fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi. Skilafrestur til og með 21. mars 2022 Samkeppnin er opin öllum, fagfólki, hönnuðum og arkitektum í samstarfi við aðra fræði- og faghópa og er sérstaklega hvatt til þverfaglegrar nálgunar. Nánari upplýsingar um samkeppnina má finna á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs:  www.honnunarmidstod.is Hugmynda- samkeppni um nýjan Miðbæjargarð í Mosfellsbæ Í september síðastliðnum tóku þeir Ólafur Guðmundsson og Einar Gústafsson við rekstrinum á veitingastaðnum Blik Bistro sem rekinn er í Kletti, íþróttamiðstöð Golf- klúbbs Mosfellsbæjar. „Við tókum við hér í lok golftímabilsins og líka veitingasölu í Bakkakoti í Mosfells- dal. Við höfum síðan þá reynt að vera hug- myndaríkir hvernig við getum gert hlutina sem best á þessum skrýtnu tímum. Við erum báðir í Golfklúbbi Mosfells- bæjar og sjáum mikla rekstrarmöguleika hér á þessum frábæra stað, held að það séu ekki margir veitingastaðir á höfuð- borgarsvæðinu sem bjóða upp á fallegri staðsetningu og útsýni,“ segir Ólafur en þeir félagar hafa mikla reynslu í þessum geira, Ólafur sem rekstrarstjóri og Einar sem matreiðslumaður. Pizzatilboð á fimmtudögum „Þetta hefur gengið vel og við lítum á staðinn sem veitingastað fyrir Mosfellinga, leggjum mikla áherslu á fjölbreyttan og vandaðan matseðil og framúrskarandi þjónustu. Við erum með alls kyns nýjungar, til dæmis byrjaðir með tilboð á pizzum á fimmtudögum. Allar pizzur eru þá á 1.990 kr. Við erum alltaf með með eina pizzu vik- unnar sem er þá ekki á matseðli til að auka fjölbreytnina og kanna viðtökur. Það er margt fram undan og ætlum við að stíla meira upp á beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum og vera þá með tilboð í samræmi við það,“ segir Einar. Þorrablót og aðrar uppákomur Boðið verður upp á fimm rétta matseðil á bóndadaginn og þann 22. janúar verður þorrablót á Blik. „Við ætlum að vera dugleg- ir að nýta þessa sérstöku daga og þar sem búið er að fresta Þorrablóti Aftureldingar ætlum við að bjóða upp á að litlir hópar geti komið hingað í staðinn og blótað þorra. Einnig ætlum við að vera með uppákom- ur á Valentínusardaginn og konudaginn. Þessir viðburðir verða sérstaklega stílaðir á Mosfellinga svo að bæjarbúar þurfi ekki að leita út fyrir bæinn til að gera sér glaðan dag.“ Vínklúbbur „Það er gaman að segja frá því að við erum að byrja með í samstarfi við birgjana okkar, vínklúbb. Það verður þannig að í hverri viku, líklega á miðvikudagskvöldum kemur einn af birgjunum og kynnir ákveðin vín og jafnvel pörun á víni og mat. Hug- myndin er svo að rétt áður en golftímabilið byrjar þá höldum við veglegt galakvöld fyrir meðlimi vínklúbbsins. Allar upplýsingar um vínklúbbinn og aðr- ar uppákomur er hægt að nálgast á heima- síðunni okkar og facebook. Það verður mikið um að vera hjá okkur og við hvetjum alla til að fylgjast með,“ segir Ólafur. Einstakur staður á einstökum stað „Okkur hefur verið tekið rosalega vel af klúbbmeðlimum og Mosfellingum öllum. Það er gaman upplifa þessa skemmtilegu bæjarstemningu, nálægðina við fólkið og náttúruna. Við erum með opið kl. 11-22 alla virka daga, við erum með rétt dagsins og bjóðum fyrirtækjum upp á klippikort á sérstökum kjörum. Við erum alla vega spenntir fyrir komandi tímum og hlökkum til að taka á móti sem flestum Mosfelling- um,“ segja þeir félagar að lokum. Fjölbreyttur matseðill og framúrskarandi þjónusta Nýir rekstraraðilar á Blik bjóða upp á ýmsar nýjungar ólafur og einar, vertar á blik bistro

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.