Mosfellingur - 13.01.2022, Blaðsíða 26
- Dreift frítt í hús í Mosfellsbæ26
N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
AftureldingAr
vörurnAr
fást hjá okkur sport íslandi
Afturelding heiðrar sitt fólk • Fjölmörg verðlaun veitt
Íþróttafólk
aftureldingar
Sunnudaginn 9. janúar voru verðlaun fyrir
íþróttamann og íþróttakonu Aftureldingar
afhent. Athöfnin var heldur fámenn
og látlaus annað árið í röð. Árið 2021
var ákaflega gott fyrir Aftureldingarfólk
og margt frambærilegt íþróttafólk var
tilnefnt.
Í ár hlutu þau Þórður Jökull Henrysson,
karate og Thelma Dögg Grétarsdóttir,
blak, titlana íþróttakarl og íþróttakona
Aftureldingar.
Önnur verðlaun voru einnig veitt
HÓPABIKAR UMSK
5. flokkur karla í knattspyrnu sem varð
N1 meistari á Akureyri í sumar. Frábær
liðsheild.
ÞJÁLFARI AFTURELDINGAR
Hilmar Smári, yfirþjálfari sunddeildar
Aftureldingar.
Frá því hann tók við deildinni hefur
sunddeild Aftureldingar algjörlega
sprungið út.
VINNUÞJARKUR AFTURELDINGAR
Haukur Sörli Sigurvinsson hefur í mörg
ár verið lykilmaður í meistaraflokksráði
Aftureldingar karla í handbolta og for-
maður þess síðan 2018. Sjálfur hefur hann
einnig verið leikmaður Aftureldingar,
þjálfari, sjálfboðaliði og foreldri.
STARFSBIKAR UMFÍ
Unglingaráð Taekwondo, sem stofnað
var fyrir nokkrum misserum og hefur eflt
deildina til muna.
HVATARVERÐLAUN AÐALSTJÓRNAR
Fjáröflunarnefnd Aftureldingar sem
vinnur öflugt starf með því að gefa
iðkendum og fjölskyldum þeirra færi á að
detta inn í fjáröflun þegar þeim hentar.
ÞAKKIR FRÁ AÐALSTJÓRN
Byggingafélagið Bakki fær sérstakar
þakkir fyrir að vera ómetanlegur bakhjarl
og ötull styrktaraðili í gegnum tíðina.
haukur sörli
vinnuþjarkur
örn kjærnested
frá byggingafélaginu bakka
thelma dögg og
þórður jökull
M
yn
di
r/
Ra
gg
iÓ
la