Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 32
 - www.mosfellingur.is32 Það hefur heldur betur reynt á þrautseigju okkar og lausna- miðun síðustu tvö árin og nauð- synlegt að við umföðmum allt sem lífið og áskoranirnar hafa kennt okkur og nýtum vel þann lærdóm sem okkur áskotnaðist – verum góðar fyrirmyndir! Næsta skref er að hlaða okkur orku og jákvæðni fyrir vorið og sumarið og muna að vera þakklát fyrir það sem við höfum. Gulrótin 2022 Talandi um þakklæti þá eru margar flottar fyrirmyndir í samfélaginu okkar sem eiga þann heiður skilinn að hljóta Gulrótina 2022. Gulrótin er lýðheilsu- viðurkenning Mosfellsbæjar og er til- gangurinn að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir fyrirmyndar- starf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa Mosfellsbæjar. Heilsuvin og Mosfellsbær standa að viðurkenningunni og getur almenning- ur sent inn tilnefningar til miðnættis 28. apríl nk. í gegnum vefsíðuna www. heilsuvin.is undir Gulrótin 2022. Gulrót- in var afhent í fyrsta skipti árið 2017 og hafa þau Svava Ýr Baldvinsdóttir, Guð- jón Svansson, Vala Mörk, Kristín Ein- arsdóttir og Halla Karen Kristjánsdóttir hlotið þessa eftirsóttu viðurkenningu. Þú ert fyrirmynd Talandi um flottar fyrirmyndir þá er nauðsynlegt að við áttum okkur á því að við erum öll fyrirmyndir, bæði fyrir börnin okkar, vini, fjölskyldu, sam- starfsfélaga og í raun alla samferðamenn. Það sem við segjum og gerum og hvernig við segjum eða gerum hlutina hefur áhrif á líðan annarra í kringum okkur. Verum einlæg, heiðarleg og hreinskiptin í samskiptum, sýnum hluttekningu, samhygð og umhyggju. Verum trú og traust og komum fram við aðra af virðingu. Á þann hátt erum við góðar fyrirmyndir og gleymið því ekki að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Gleði fram undan Það er til margs að hlakka enda hjól þjóðfélagsins farin að snúast eðlilega á ný. Allskyns viðburðir og verkefni eru að vakna úr dvala, s.s. tónleikar, árshátíðir og almennir fagnaðir af öllu tagi. Pásk- arnir eru á næsta leiti, sumardagurinn fyrsti sömuleiðis, lóan er komin, grasið farið að grænka og svo mætti lengi telja. Þess utan styttist í Hjólað í vinnuna og Hreyfiviku UMFÍ svo dæmi séu tekin. Leyfum okkur að vera bjartsýn og hlakka til. Látum okkur málin varða og nýtum krafta okkar til góðs. Þökkum þeim sem vinna að fyrirmyndar heilsu- eflingarstarfi í þágu okkar bæjarbúa, t.d. með því að tilnefna viðkomandi til Gulrótarinnar 2022. Það er sama hvert litið er – þú hefur áhrif! Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsu- fræðingur og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heils vin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálss n, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jo @ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf heilsuvin í mosfellsbæ Bjart fram undan H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ e r h l u t a f é l a g í e i g u f y r i r t æ k j a o g e i n s t a k l i n g a í h e i l s u þ j ó n u s t u í M o s f e l l s b æ . S t a r f f r a m k v æ m d a s t j ó r a f e l u r í s é r a l m e n n t u t a n u m h a l d u m s t a r f k l a s a n s , k y n n i n g a r - o g m a r k a ð s s t a r f , ö f l u n n ý r r a h l u t h a f a f y r i r k l a s a n n , u m s j ó n m e ð u m s ó k n u m u m s t y r k i , b ó k h a l d o g f l e i r a . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m H e i l s u v i n e r a ð f i n n a á s l ó ð i n n i w w w . h e i l s u v i n . c o m . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m s t a r f i ð v e i t i r J ó n P á l s s o n , s t j ó r n a r f o r m a ð u r H e i l s u v i n j a r g e g n u m n e t f a n g i ð j o n @ a n s . i s . U m s ó k n i r s k u l u s e n d a r á n e t f a n g i ð h e i l s u v i n @ h e i l s u v i n . c o m f y r i r 3 . m a r s n æ s t k o m a n d i . H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ ó s k a r e f t i r a ð r á ð a f r a m - k v æ m d a s t j ó r a í a l l t a ð 5 0 % s t a r f heilsu hornið Sonur minn fékk greiningu á ein- hverfu hjá Ráðgjafa og greiningar- stöðinni í desember 2019. Þetta var um þriggja ára ferli sem svo sannarlega tók á, ekki síst fyrir son okkar. En við erum virki- lega þakklát fyrir það að skólinn hans, Krikaskóli, var ekki að bíða eftir greiningunni áður en hann gat brugðist við heldur tók á móti hans þörfum eins best og hægt var. En svo kom greiningin og hvað breytt- ist? Var einhver hjá Mosfellsbæ sem hafði samband við okkur foreldrana og upplýsti okkur um hvaða réttindi sonur okkar og við höfðum? Eða færi yfir hans mál og skoðaði hvort sonur okkar væri í einhverju tóm- stundastarfi? En félagsleg örvun er gríðar- lega mikilvæg fyrir einhverf börn. Það var því miður ekki svo, það hefur engin hjá Mosfellsbæ haft samband og farið yfir með okkur hvaða réttindi hann ætti rétt á og hvernig við getum snúið okkur í þeim málaflokki. Heldur höfum við þurft að hafa fyrir því sjálf og enn í dag vitum við ekki hvort að við séum að fullnýta okk- ur þau réttindi sem sonur okkar á rétt á því það er engin sem segir okkur það og aðgengi upplýsinga er mjög ábótavant a.m.k eru þau ekki sýnileg. Ég vil taka það fram að samskipti og þjónusta starfsfólks Mosfells- bæjar er til fyrirmyndar og það eru allir að gera sitt besta en það er augljóst að verk- ferlar í þessum málaflokki eru ekki skýrir. Þessu þarf að breyta og ég sé fyrir mér að það væri umboðsmaður fatlaðs fólks sem færi yfir þennan málaflokk og væri í nánu samstarfi við einstaklinginn og fjölskyldu hans svo farið væri yfir hans mál með það að markmiði að styðja við, efla og styrkja til sjálfstæðs lífs. Með þessu fyrirkomulagi væru verkferlar skilvirkari og skýrt hver réttindi barnsins eru. Olga Kristrún Ingólfsdóttir Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ Einhverfugreining og hvað svo? Mosfellsbær er ört stækkandi sveitarfélag og mun halda áfram að stækka. Í bæinn okkar flytja íbúar sem hafa aldrei búið hér áður, eða eru kannski að snúa til baka eftir að hafa alist hér upp bæði ungir sem aldnir, stórar fjölskyldur eða pör og einstaklingar sem eru að feta sín fyrstu skref á eigin fótum. Við sem hér búum viljum líka fá foreldra okkar til að vera nær okkur og flytja í Mosó. Eitt af því sem hefur verið rætt á fundum hjá okkur í Öldungaráði Mosfellsbæjar er það hvaða þjónusta er í boði fyrir eldri Mosfellinga, og hvort þeir sem þurfa á þjónustunni að halda séu meðvitaðir um það sem þeir eiga rétt á. Hvar finna þeir upplýsingarnar og við hvern á að tala? Það er ýmis þjónusta í boði fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ sem þarfnast stuðn- ings. Eldra fólk sem ekki getur séð hjálp- arlaust um heimilishald eða persónulega umhirðu getur sótt um stuðningsþjónustu hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar. Í stuðn- ingsþjónustu felst einstaklingsbundin aðstoð sem metin er hverju sinni af sér- menntuðu fagfólki á fjölskyldusviði og get- ur falið í sér t.d. heimaþjónustu, félagslegt innlit, heimsendan mat sem og ráðgjöf við einstaklingana sjálfa og aðstand- endur þeirra. Mikil áhersla hefur verið lögð á það hjá Mosfellsbæ að efla stuðn- ingsþjónustu við eldri borgara með það að markmiði að gera fólki kleift að búa sem lengst í heima- húsi. Reglubundið samráð og samstarf milli heimahjúkrunar og félags- legrar heimaþjónustu hefur verið komið á laggirnar til að tryggja að þörfum fólks fyrir stuðning verði mætt sem best sem og að tryggja öllum samfellu í þjónustu. Við viljum fyrst af öllu að allir Mosfellingar geti átt áhyggjulaust ævikvöld og notið þess með okkur hinum sem hér búa. Það hefur verið markmið okkar að bæta þjónustuna og það verður það áfram. Nú er komin í loftið ný og endurbætt heimasíða hjá Mosfellsbæ www.mos.is þar sem tilvonandi notendur og aðstandendur þeirra geta fundið allar upplýsingar sem og að hafa samband við þjónustuverið til að fá aðstoð. Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi, formaður fjölskyldunefndar, Öldungaráðs og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar 14. maí 2022 Öflug stuðningsþjónusta fyrir eldri Mosfellinga Um miðjan febrúar 2022 fór frjálsíþrótta- deild Aftureldingar af stað með 8 vikna hlaupanámskeið fyrir öll getustig. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum en hátt í 60 manns, allt frá byrjendum til þaulreyndra hlaupara, hafa notið þess að hlaupa og styrkja sig undir leiðsögn frá- bærra þjálfara, þeirra Birnu Varðardóttur og Arnaldar Birgis Konráðssonar (Coach Birgir). Ákveðið hefur verið að halda fjörinu áfram fram á haust þar sem byggt verður á samskonar námskeiðsfyrirkomulagi. Með því er markmiðið að vanir hlauparar geti æft og undirbúið sig markvisst með hópn- um fyrir hlaupaverkefni sumarsins um leið og ný andlit hafa reglulega tækifæri til að taka fyrstu skrefin í hlaupunum. Námskeiðin sameina hlaupaæfingar, markvissa og sérhæfða styrktarþjálfun fyrir hlaupara, fræðslu og ráðgjöf um næringu og aðra þætti sem skipta lykilmáli fyrir ár- angur og ánægju á hlaupunum. Á þriðju- dögum kl. 17:30 eru hlaupaæfingar undir stjórn þjálfara frá Fellinu/Varmá en aðrar æfingar eru samkvæmt plani og nákvæm- um leiðbeiningum á netinu. Á öllum æfingum er boðið upp á útfærsl- ur fyrir mismunandi getustig. Loks standa afsláttarkjör hjá völdum fyrirtækjum hlaup- urunum til boða. Næsta námskeið hefst 11. apríl en í sum- ar verður hægt að skrá sig á stakt/stök nám- skeið eða allt sumartímabilið (11. apríl-25. september). Skráning fer fram í gegnum Sportabler. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding. is/frjalsar. Hlaupanámskeið slær í gegn

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.