Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 34

Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 34
 - www.mosfellingur.is34 Í ört vaxandi bæjarfélagi eins og Mosfellsbæ vegur mikilvægi góðra almenningssamgangna þyngra með hverju árinu. Mörg okkar hafa e.t.v. ekki mik- inn áhuga á þessum málum enda hefur einkabílinn þjónað okkur vel þar sem leiðarkerfi strætó hefur verið stopult og ekki fallið að okkar þörfum. Hvers vegna er þetta yfir höfuð eitthvað sem skiptir okkur máli? Hér verðum við hins vegar aðeins að staldra við og spyrja okkur hverjar eru og hverjar munu okkar þarfir verða á komandi árum. Sérstaklega þegar við vitum að þensla gatnakerfisins verður ekki endalaus, að þungi umferðar mun aukast með tilheyr- andi biðtíma, að boðaðar eru nýjar álögur á einkabílinn svo ekki sé talað um allan þann aukna kostnað og umhverfisáhrif sem af þessari þróun hefur hlotist. Almenningssamgöngur og skipulagsmál eru og ættu að vera samtengd mál þar sem gott skipulag getur auðveldað flæði á milli íbúðahverfa og samtímis gert tengingar greiðfærari og hagkvæmari. Við gerum okkur grein fyrir að margt er hægt að bæta í Mosfellsbæ, þetta er í raun þroskaferli. Ný hverfi hafa byggst upp stakstæð með lélegum tengingum inn í leiðakerfi strætó. Þetta þekkjum við frá fyrstu árum Leirvogstung- og Helgafellshverfis. Hins vegar hefði þetta ekki þurft að vera svona í upphafi því við skipulagningu nýrra íbúðahverfa skyldi ætíð horfa til þess hvernig samgöngur eru við önnur hverfi og hvernig almenningssamgöngur þróast næstu áratugina. Það er mun óhagstæðara að huga að þessum hlutum þegar þeir eru komnir í öngstræti og gera breytingar eftir á. En hvað þarf til? Innanbæjarstrætó Í fyrsta lagi þarf að tryggja tíðar sam- göngur frá Reykjavík og til Mosfellsbæjar þar sem endastöðin er samgöngu- miðstöð í miðbæ Mosfellsbæjar, kjarnastöð. Þessari kjarnastöð þarf að finna stað en hún er ekki nógu vel skilgreind í dag. Í öðru lagi þarf síðan að koma innanbæjarstrætó sem myndi ganga ákveðna inn- anbæjarleið frá kjarnastöðinni og tengja saman ólík íbúðahverfi innan bæjarins. Innanbæjarstrætó myndi t.d. stuðla að öruggari og auðveldari sam- göngum yngri kynslóðanna milli skóla og íþróttasvæða. Hann væri límið sem myndi tengja saman íbúðahverfi bæjarins og draga úr þörf fyrir hið eilífa foreldraskutl. Hringrásarskipulag Við verðum að byggja upp almennings- samgöngur þannig að þær séu hugsaðar sem hringrás innan bæjarins, eins konar hringrásarskipulag sem tengir ólík íbúða- hverfi, gerir flæðið milli þeirra auðveldara og samfélagið samheldnara, öruggara og umhverfisvænna. Við verðum líka að minna okkur á að Mosfellsbær er ekki úthverfi Reykjavíkur, þar sem almennings- samgöngur taki bara mið af því að komast til borgarinnar, heldur miklu fremur sjálf- stætt hverfi á höfuðborgarsvæðinu með okkar eigin forsendur, þarfir og óskir um þjónustu innan okkar hverfis. Við getum orðið mun sjálfbærari með tímanum ef við tökum ákvörðun um að verða það. Almenningssamgöngur innan bæjarins eru því mikilvægur stefnumót- andi skipulagsþáttur í sjálfbærni bæjarins, sérstaklega þegar vitað er að Mosfellsbær mun meira en tvöfaldast á næstu 20 árum og mörg ný skólahverfi líta dagsins ljós. Samfylkingin vill beita sér fyrir nýrri nálgun í skipulagi, framsýnni og sjálfbærri fyrir framtíðina. Ómar Ingþórsson, skipar 3ja sæti framboðslista Samfylkingarinnar Almenningssamgöngur og skipulagsmál Fyrir 4 árum gaf ég í fyrsta skipti kost á mér í sveitarstjórnarkosn- ingum í Mosfellsbæ. Það má svo sannarlega segja að á kjörtímabil- inu sé margt sem hefur komið mér á óvart. Þrátt fyrir að vera löglærð og telja mig vita nokkurn veginn hvernig skipulagi sveitarstjórnamála væri háttað, þá hvarflaði ekki að mér að það væri jafnmikill lýðræðishalli í bænum okkar og raun ber vitni. Heilmikill kostnaður Lögum samkvæmt ber öllum sveitarfé- lögum að vera með nefndir sem eiga að bera ábyrgð á sínum málaflokkum. Skóla- og leikskólamál eru hjá fræðslunefnd, velferðarmál hjá fjölskyldunefnd og svo framvegis. Skipting nefndarsetu á milli framboða fer eftir sömu reglu og úthlutun sæta í bæjarstjórn í kosningunum. Þannig er tryggt að í nefndunum sitji bæði fólk frá þeim flokkum sem mynda meirihluta og þeim sem eru í minnihluta. Þetta á að tryggja að lýðræðisleg umræða fari fram inni í nefndunum sem eiga að taka ákvarð- anir um málefni bæjarins. Allt nefndarfólk fær svo greidd laun, formaðurinn að lágmarki tvöfalt meira en aðrir nefndarmenn. Kostnaðurinn við nefndirnar er fastur, hvort sem nefndirnar funda eða ekki, þannig að nefndarfólk fær föst laun auk greiðslu fyrir hvern fund. Í lýðræðis- og mannréttindanefnd var ekki haldinn fundur frá því í september 2019 þangað til í maí 2020 en nefndarmenn fengu engu að síður föstu launin greidd. Auðvitað er það eðlilegt að fólk fái greiðslur fyrir störf sín en það er þá líka eðlileg krafa íbúa Mosfellsbæjar sem borga fyrir þessa vinnu að nefndirnar virki eins og þær eiga að gera. Reykfylltu bakherbergin En hvað er það þá sem ekki virkar. Dag- skrá nefndanna er ákvörðuð af formönnum í samstarfi við starfsfólk bæjarins. Áður en rætt er um málefnin í nefndunum þá er búið að halda svokallaða meirihlutafundi. Það er á þessum fundum sem ákvarðanir eru teknar. Á þessum fundum, þar sem fulltrúar meirihlutans hittast og kryfja málin, stundum með aðstoð starfsmanna, er niðurstaðan ákveðin. Þetta þýðir að þegar formlegir nefndarfundir eru haldnir, þá er hluti nefndarfólks þegar búið að ræða málin og jafnvel fá meiri upplýs- ingar en aðrir. Í þessu felst lýðræðishall- inn. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni Auðvitað er það eðlilegt að meirihlutinn taki ákvarðanir en jafnræðisreglan er sú að allir fulltrúar eiga rétt á sömu upplýs- ingum. Þegar staðan er hins vegar sú að fulltrúar minnihluta geta ekki treyst því að hafa allar upplýsingar og þurfa að hafa frumkvæði að því að biðja um upplýsingar, jafnvel að giska á hvaða upplýsingum á að óska eftir, ólíkt fulltrúum meirihluta sem fá allar upplýsingar bornar á borð fyrir sig þá verður til lýðræðishalli. Þetta fyrirkomulag býður upp á vantraust og að sérhagsmunir séu teknir fram yfir almannahagsmuni. Ef að það er ekki vilji til þess að virða leikreglur lýðræðisins betur en þetta þá er það í raun mun heiðarlegra að hreinlega spara bæjarbúum kostnaðinn við nefndir bæjarins. Við í Viðreisn teljum það mjög mikil- vægt að lýðræðið sé virt. Það þýðir jafna þátttöku allra fulltrúa, bæði frá meirihluta og minnihluta. Það þýðir jafnan aðgang að upplýsingum og starfsmönnum. Það þýðir gagnsæi í allri ákvarðanatöku. Þannig viljum við í Viðreisn vinna. Lovísa Jónsdóttir Hver ákvað þetta eiginlega! Undir forystu Framsóknar hef- ur Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, staðið að einu mesta átaki sem lagt hefur verið í varðandi velferð barna og ungmenna á Íslandi. Slagorðið „fjárfestum í fólki” var eitt af megin stefum Framsóknar í síðustu Alþingiskosningum. Fram- sókn í Mosfellsbæ hefur sett það á stefnuskrá sína að halda þeirri stefnu á lofti að fjárfesta í ungu fólki þar sem að öll fjárfesting í fólki skilar sér margfalt til baka í framtíðinni. Hvað felst í því að fjárfesta í ungu fólki? Fjárfestingar eru fjármunir sem ráðstafað er til lengri eða skemmri tíma og þurfa að skila því að kostnaður verði ekki meiri en fjárfest var fyrir og helst að skila arði. Fjár- festing í ungu fólki þýðir það að halda þarf úti þjónustu og verkefnum sem stuðla að þroska, byggja upp reynslu, draga úr áhættu og auðvelda inngrip þegar á þarf að halda. Kostnaður við að halda úti slíkri þjónustu er þá sú fjárfesting sem mun til lengri tíma litið leiða til þess að unga fólkið í dag verði kraftmiklir, hugmyndaríkir og heilbrigðir fullorðnir einstaklingar sem skapa verð- mæti fyrir samfélag framtíðarinnar og verða þá jafnframt síður líkleg til að lenda út af sporinu síðar á lífsleiðinni. Með öðrum orðum, fjárfestingin skilar sér til framtíðar í auknum lífsgæðum einstaklinga, auknum tekjum fyrir samfélagið og lægri kostnaði. Það eru fjölmörg verkefni sem sveitarfé- lög sinna sem snúa að ungu fólki. Í leik- skóla og upp allan grunnskóla er börnum skapað umhverfi sem stuðlar að auknum þroska, námi og félagsfærni. Í félagsmiðstöðvum er skipulagt starf, í umsjá fagfólks, sem hefur mikið forvarnargildi. Þar fá ung- menni að spreyta sig á verkefnum í öruggu umhverfi. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, enda er ungt fólk margbreytilegt með mismunandi áhugasvið, mis- munandi forsendur og mismun- andi getu. Félagsmiðstöðvar sem reknar eru á faglegum forsendum með reyndu starfsfólki eru kjörinn vettvangur til að koma til móts við þær fjölbreyttu þarfir og áskoranir ungs fólks. Félagsmiðstöðin Bólið er rekin á þremur starfsstöðvum, Lágafellsskóla, Kvíslaskóla/Varmárskóla og Helgafells- skóla. Opnunartími félagsmiðstöðva í Mosfellsbæ miðast við skólaárið. Það hefst um miðjan ágúst og lýkur í enda maí. Það að tryggja samfellu í starfi félagsmið- stöðva allt árið hefði í för með sér að hægt væri að sinna því mikilvæga forvarnarstarfi, sem unnið er í félagsmiðstöðvum, einnig yfir sumartímann. Þá er ekki síður mikil- vægt fyrir faglegt starf að geta boðið upp á fleiri heilsársstörf fyrir starfsfólk félagsmið- stöðva í Mosfellsbæ. Framsókn í Mosfellsbæ vill að félagsmið- stöðin Bólið verði starfandi yfir sumartím- ann til að tryggja áframhaldandi velferð og utanumhald um unga fólkið okkar. Framsókn vill fjárfesta í ungu fólki. Hrafnhildur Gísladóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, 7. sæti á lista Framsóknar Leifur Ingi Eysteinsson nemi í tómstunda og félagsmálafræði, 5. sæti á lista Framsóknar Fjárfestum í ungu fólki Mosfellsbær er Heilsueflandi samfélag og hefur verið leiðandi í þróun verkefnisins sem hefur verið innleitt víða um land. Framsókn í Mosfellsbæ vill leggja áherslu á áframhaldandi forystu, innleiðingu og rekstur verkefn- isins og þannig setja lýðheilsu í forgrunn við alla ákvarðanatöku á vegum bæjarins. Við viljum ekki láta staðar numið við fallegt plagg heldur þarf að fylgja því eftir með fjármagni og aðgerðum. Íþrótta- og tómstundastarf hefur verið og verður mál málanna næstu árin. Af hverju ? Jú það eru allir orðnir sammála um hversu mikið gildi heilbrigt íþróttastarf og tóm- stundir eru. Í samfélagi þar sem er mikill hraði og áreiti verður sífellt mikilvægara að leita leiða til að spyrna gegn streitu, kvíða og vanlíðan með öflugu framboði af leiðum til hreyfingar og samveru. Framsókn í Mosfellsbæ vill hugsa stórt. Við viljum búa til sameiginlega framtíðar- sýn og vinna markvisst að því að hún verði að veruleika. Við höfum allt til þess að vera fyrirmynd- ar Heilsubærinn Mosfellsbær og það á að vera eftirsóknarvert að vera hér bæði fyrir íbúa og gesti. Bærinn okkar á að vera í fremstu röð þegar kemur að heilsueflingu fyrir alla. Mosfellsbær nýtur gríðarlegra forrétt- inda. Hér er ósnortin náttúra í bakgarðin- um, fjöll, dalir, lækir og vötn. Ein af perlum okkar er Varmársvæðið sem er allsherjar íþrótta og útivistaparadís. En það er ekki nóg að vera með íþróttaaðstöðu, það þarf að hlúa að henni og sinna viðhaldi. Þegar kemur að framkvæmdum þarf að hugsa stórt og uppbygging íþróttamannvirkja á að vera metnaðarfull og þannig úr garði gerð að hún svari þörfum starfseminnar sem þar fer fram til framtíðar. Þannig verður hagur allra bæjarbúa hafður í fyrirrúmi. Hvað er það sem nærir þig? Jú svörin eru væntanlega eins misjöfn og þau eru mörg. Því það sem nærir þig, nærir ekkert endilega aðra. Það er eins með börnin okkar og okkur sjálf það hafa ekki allir áhuga á sömu íþrótta- greininni eða bara að æfa íþróttir yfir höfuð. Sumir finna hjartað slá hjá Aftureldingu, aðrir brenna fyrir jaðaríþróttum enn aðrir velja að fara í tómstundir eins og t.d. skáta, vera í tónlistaskólanum eða í kórstarfi. Framsókn í Mosfellsbæ vill að stofnað verði til samráðsvettvangs allra þeirra sem koma að hreyfingu og tómstundum hjá bæjarfélaginu. Vegna þess að það er mik- ilvægt að auka samtalið og samvinnuna. Þannig aukum við líkurnar á því að for- svarsmenn félaga verði frekar meðvitaðir um hvað er helst á dagskrá í bænum og geti hjálpast að við að efla kynningu á því góða starfi sem fer fram hér í bæjarfélaginu okkar. Því öll erum við að vinna að sama markmiðinu sem er að efla einstaklinginn andlega, líkamlega og félagslega. Öflug sókn í íþrótta og tómstundastarfi er besta forvörn sem við getum veitt börnun- um okkar. Við foreldrarnir sem og afar og ömmur megum samt ekki gleyma hlutverki okkar. Við erum fyrirmyndir. Eins og máls- hátturinn segir: „Það sem þú gerir hljómar svo hátt að það sem þú segir heyrist ekki.“ Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari og oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ Hálfa leið eða alla leið?

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.