Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ4 Fermingar verða 9. apríl, pálmasunnu- dag 10. apríl, skírdag 14. apríl og sum- ardaginn fyrsta 21. apríl í kirkjunum okkar. Pálmasunnudagur 10. apríl Sameiginlegur sunnudagaskóli kl. 13 í Brautarholtskirkju, Kjalarnesi. Þema: Sólgleraugna sunnudagaskóli í sam- starfi við Reynivallasókn. Mosfellingar, Kjalnesingar, Kjósverjar og öll hvött til að mæta! Föstudagurinn langi 15. apríl Guðsþjónusta kl. 17 í Mosfellskirkju. Píslargöngu og krossfestingar Jesú Krists minnst í tónum og lestri biblíu- texta. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir stundina. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar organista. Sellóleikari: Kristín Lárusdóttir. Páskadagur 17. apríl Hátíðarguðsþjónusta á páskadags- morgni kl. 8 í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn. Kirkjukórinn syngur. Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Fiðluleikari: Sigrún Harðardóttir. Páskakaffi í skrúðhúsinu að athöfn lokinni. sunnudagur 24. apríl Guðsþjónusta kl. 11 í Mosfellskirkju. Sr. Arndís Linn þjónar. vorhátið barnastarfsins 8. maí Lokastund barnastarfsins í Lágafells- kirkju kl. 13. Söngur, saga, leikrit o.fl. Dísella vann Grammy- verðlaun í Las Vegas Mosfellingurinn Dísella Lárusdóttir hlaut Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptökuna, en Dísella lék burðarmikið hlutverk í óperu Philips Glass: Akhnaten, undir hljómsveit- arstjórn Karenar Kamensek. Dísella sem er sópransöngkona er alin upp í Mosfellsbæ, en hún er dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og leikkonunnar Sigríðar Þorvalds- dóttur. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Las Vegas, Dísella klæddist glæsilegum bleikum kjól eftir klæðskerann G. Elsu. „Þetta er ótrúlega þýðingarmikið, svakalegur heiður og efst í huga er endalaust þakklæti. Ég er eiginlega orðlaus bara,“ sagði Dísella við tækifærið. Hreinsunarátak í Mosfellsbæ hefst Dagana 13. apríl – 4. maí fer fram hreinsunarátak í Mosfellsbæ enda vorið á næsta leiti. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og nánasta umhverfi. Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir á þessu tímabili í hverfum bæjarins. Þá fer einnig fram þvottur og sópun gangstétta og gatna bæjarins. Í fyrstu verða stofngötur og stígar ásamt stofnana- plönum sópuð og í framhaldi verður farið inn í hverfi bæjarins og verða merkingar settar á áberandi staði áður en sú vinna hefst. Helgina 22. – 24. apríl verður ráðist í hreinsun- arátak á opnum svæðum bæjarins og meðfram nýbyggingarsvæð- um. Afturelding og skátafélagið Mosverjar munu að venju aðstoða við hreinsunina og taka vel til hendinni. Allir íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að taka þátt. Lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskól- anna í Mosfellsbæ var haldin í Helgafells- skóla fimmtudaginn 24. mars. Þar kepptu til úrslita 12 nemendur úr 7. bekk í þremur grunnskólum Mosfellsbæjar, Helgafellsskóla, Lágafellsskóla og Kvíslar- skóla. Úrslit urðu þau að Victoria Líf Pedro úr Kvíslarskóla varð í fyrsta sæti, Elín Adriana Biraghi úr Kvíslarskóla varð í öðru sæti og Halldór Ingi Kristjánsson úr Lágafellsskóla í því þriðja. Keppendur lásu brot úr sögunni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason og ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir. Nemendur í Listaskóla Mosfellsbæjar sáu um tónlistarflutning og nemendur frá Kvíslarskóla og Lágafellsskóla lásu ljóð á swahili og pólsku. Upplestrarkeppni grunnskólanna í Mosfellsbæ • 7. bekkingar keppa úr þremur skólum Victoria líf sigraði upplestrar- keppni grunnskólanna Halldór ingi, Victoria líf og elín adriana lentu í efstu þremur sætum keppninnar Vinna við heildstæða endurgerð fyrstu hæðar Hlégarðs lauk á dögunum og verður húsið opið fyrir bæjarbúa sunnudaginn 10. apríl frá kl. 13 til 16.. Í fyrsta áfanga var fyrsta hæð endurgerð, skipt var um öll gólfefni, lagnir endurnýj- aðar, salerni endurnýjuð og hæðin öll inn- réttuð á ný með ljósri eik til samræmis við upphaflegt útlit hússins. Hlégarður er teiknaður af Gísla Halldórs- syni arkitekt og var þess sérstaklega gætt að halda heildaryfirbragði hússins í samhengi við höfundareinkenni byggingarinnar og sögu þess. Samhliða var það að markmiði að breytingarnar yrðu til þess að auka nota- gildi hússins. nýttu myndir frá fyrr tíð „Hlégarður er okkur Mosfellingum mjög mikilvægt hús og það hefur verið gaman að fylgjast með þeirri umbreytingu á að- stöðu til viðburðarhalds sem endurgerður Hlégarður felur í sér. Við fórum þá leið að skoða hönnun og sögu hússins, nýttum myndir frá fyrri tíð sem geymdar eru á Héraðsskjalasafninu,“ segir Haraldur Sverr- isson bæjarstjóri. „Þannig verður héðan í frá unnt að halda tvo til þrjá viðburði á sama tíma með bættri lokun milli rýma. Hin hliðin á þeim þætti er síðan að unnt verður að opna betur á milli rýma þegar aðstæður kalla á það.“ Opið hús fyrir bæjarbúa „Í upphafi stóð til að fara eingöngu í fyrsta áfanga endurgerðar Hlégarðs en ákveðið var að flýta nokkrum verkþáttum sem tengjast öðrum áfanga sem er end- urgerð annarrar hæðar og við því komin á rekspöl í öðrum áfanga. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að hvetja íbúa til að mæta í opið hús næsta sunnudag milli kl. 13 og 16,“ segir Harald- ur. Fyrsta áfanga endurgerðar á Hlégarði • Opið hús á sunnudaginn kl. 13-16 endurgerð á Hlégarði lokið miklar endurbætur Hafa átt sér stað

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.