Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 36
 - www.mosfellingur.is36 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Þegar spurt er hver eru sérkenni Mosfellsbæjar geta svörin orðið með ýmsu móti, til dæmis: Þjóðvegur nr. eitt og leiðin til Þingvalla liggja þvert í gegnum bæinn. Mosfellsbær er „úthverfi Reykjavíkur“. Mosfellsbær er svefnbær! Svörin geta líka verið allt önnur, í sam- ræmi við viðhorf og upplifun hvers og eins. En burtséð frá því er full þörf á því að við Mosfellingar spyrjum okkur hver ímynd og séreinkenni Mosfellsbæjar eigi að vera í bráð og lengd. Hvað er staðarvitund? Með sjö ára búsetu hér í bænum kynnist ég staðháttum sífellt betur og það styrkir jafnframt vitund mína um þá möguleika sem geta aukið lífsgæði okkar Mosfellinga. Sérhver staður hefur sín sérkenni – eitt- hvað sérstakt/einstakt fram yfir aðra, þetta má kalla staðaranda og staðarvitund og tengist til dæmis: • umhverfi – landslagi – (strönd – fell – dalir – stöðuvötn). • sögu – menningarminjum – listum – gömlum atvinnuháttum. Staðarandi/staðarsjálfsmynd geta aukið vellíðan íbúanna, þeir tengjast betur bæjar- félaginu og verða meðvitaðri um sérstöðu sinnar heimabyggðar. Sterkur staðarandi er einnig aðdráttarafl fyrir ferðamenn og fyrirtæki og eykur áhuga þeirra á sveitar- félaginu. Veikan staðaranda er hægt að styrkja með góðri og meðvitaðri hönnun og skipulagi þar sem sóknarfæri og aðstæður byggja meðal annars á sögu, menningu og umhverfi og geta orðið að ákveðinni sérstöðu. Mosfellsbær hefur sérstöðu innan höfuð- borgarsvæðisins með afar fjölbreytta nátt- úru, landslag og menningarminjar,innan sinna marka, til dæmis fellin, heiðarlands- lag, strandlengju í Leiruvogi og stöðuvötn upp til heiða. Í mínum huga eru ótal tækifæri til að byggja upp og efla enn frekar sterka stað- arvitund/staðaranda í Mosfellsbæ, tæki til þess eru til dæmis: • Orkuskipti síðustu aldar með nýtingu jarðhitans – það var framkvæmd á heims- vísu sem er jafnframt innlegg í loftslags- umræðu nútímans. Nýlega undirrituðu Mosfellsbær og Veitur viljayfirlýsingu um uppbyggingu jarðhitagarðs í Reykjahverfi til að halda þessari merku sögu á lofti. • Uppbygging ullariðnaðar á Álafossi með nýtingu vatnsorkunnar var mikið og sögulegt frumkvöðlastarf. • Margar merkar sögulegar stað- reyndir tengjast Mosfellsbæ og fjöldi menningarminja er hér að finna. Þar má nefna þjóðleiðir á Mosfells- heiði, Hafravatnsrétt, hersetuna, ylrækt, gamla búskaparhætti • Listsköpun af margvíslegum toga. • Náttúruminjar og friðlýst svæði. • Fjölbreytileiki landslagsins frá fjöru til fjalla og um leið fjölbreyttir útivistarmöguleikar. Hafravatnssvæðið Hafravatn og nágrenni þess í sunn- anverðum Mosfellsbæ er útvistarsvæði sem auðvelt er að tengja við staðarvitund og hina metnaðarfullu umhverfisstefnu Mosfellsbæjar. Útivistarmöguleikar á Haf- ravatnssvæðinu eru fjölmargir, hér verða nokkrir nefndir til sögunnar: • Gönguleiðir, hjóla- og reiðleiðir sem tengjast aðliggjandi svæðum, bæði fellum, Mosfellsheiði og þéttbýli bæjarins. • Vegur („útivistarvegur“) meðfram vatn- inu með 30–40 km hámarkshraða, einnig leið fyrir gangandi og hjólandi umferð, auk reiðleiðar. • Aukið aðgengi að vatninu. • Siglingar (kajak, kanó, seglbátar o.fl.). • Silungsveiði, sumar og vetur. • Svifdrekar. • Náttúruskoðun um fjölbreytt landslag: Skóglendi, votlendi og fjörur. • Menningarminjar, til dæmis Hafravatns- rétt og gullnáman í Þormóðsdal. • „Græni trefillinn“ er samheiti yfir útivist- ar- og skógræktarsvæði í útjaðri höfuðborg- arsvæðisins, þar á meðal Mosfellsbæjar. • Baðaðstaða við Hafravatn sem samþykkt var í íbúakosningunni „Okkar Mosó“. Mikilvægt er að fá skýra stefnu um nýtingu Hafravatnssvæðisins til að það geti orðið að „paradís“ útivistar á höfuð- borgarsvæðinu og um leið hluti af sterk- um staðaranda Mosfellsbæjar. Sú stefna myndi tengjast aðalskipulagi bæjarins og þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í samræmi við heilsueflandi samfélag, úti- vist, lýðheilsu og loftslagsmál. Ég legg til að tekið verði upp samtal milli ólíkra hagsmunaaðila við Hafravatn sem leiði til stefnumörkunar og verði grunn- ur að útivistardeiliskipulagi svæðisins. Í stefnuskrá V-listans fyrir komandi kosn- ingar er lögð áhersla á að styrkja enn frekar staðarvitund Mosfellsbæjar og efla útivist- armöguleika Hafravatnssvæðisins með tengingu við fjöll og dali þar í grenndinni. Auður Sveinsdóttir, skipar 8. sæti V-listans í kosningunum 14. maí Ímynd Mosfellsbæjar - Hver er sérstaðan? Orð eins og íbúalýðræði, þátttaka almennings og upplýsingaflæði eru mikið notuð og eru mjög jákvæð. En eru þetta bara orð sem notuð eru á tyllidögum? Sett í stefnuskrá og notuð af stjórnmálafólki sem sækist eftir atkvæðum? Oft er það þannig en núverandi meirihluti D- og V lista hafa lagt áherslu á þessa þætti í skipulagsmálum sveitarfélagsins undanfarin ár. Við viljum gera enn betur á komandi kjörtímabili. En hvernig getum við aukið áhuga almennings enn frekar á t.d. skipulagsmálum? Í nýlegri rannsókn sem gerð var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og fjallaði um samráð við almenning um skipulagsmál kemur margt áhugavert fram. Þar kemur fram að fólk eldra en fimmtugt er virkast og auðveldast að ná til þeirra en erfiðast er að ná til ungs barnafólks. Fagaðilar voru margir hverjir sammála um að ungt fólk væri sá hópur sem einna eftirsóknarverðast er að eiga í samtali við um skipulags- og framkvæmdamál, því yngri kynslóðin væri oft opnari en þeir sem eldri eru. Hún væri oftar tilbúnari til að hlusta á rök en fólk á öðrum aldursskeiðum. Þá hefði ungt fólk margt mikilvægt til málanna að leggja. (Guðný Gústafsdóttir, Stefán Þór Gunnarsson og Ásdís A. Arnalds (2021). Samráð við almenning um skipulagsmál. Reykjavík: Félagvísindastofnun Háskóla Íslands). Til að vekja áhuga almennings á m.a. skipulagsmálum þarf að setja efni fram á þann hátt að bæði sé auðvelt að sækja og skilja upplýsingar sem settar eru fram. Flestir hafa áhuga á því hvað framkvæmdir og skipulag hafa á sitt nærumhverfi. Við á lista Sjálfstæðisflokksins viljum bæta enn frekar upplýsingaflæðið, setja upplýsingar um skipulag, verklegar fram- kvæmdir o.þ.h. fram á nútímalegan hátt og á „mannamáli“ til að auka áhuga og athygli fólks á þessum málum. Það skilar sér von- andi í meiri þátttöku almennings sem leiðir til meiri sáttar um bæjarmálin. Hjörtur Örn Arnarson Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar Skipulagsmál á mannamáli Umræðan um skort á hjúkrunar- rýmum hefur verið fyrirferðarmikil á undanförnum misserum og árum og þá einkum í tengslum við frá- flæðisvanda Landspítalans. Það er dýrt úrræði að fólk sem lokið hefur sjúkrahússmeðferð dvelji á spítala og teppi háþróuð og dýr legurými. Bæði þessi úrræði, sjúkrahús og hjúkrunarheimili, eru á ábyrgð og í umsjón ríkisins. Það vekur furðu að ríkisstjórnin sem að minnsta kosti í orði kveðnu gefur sig út fyrir hagkvæmni í rekstri geri ekki það augljósa þ.e. að fjölga hjúkrunar- rýmum. Hlutverk sveitarfélaga Sveitarfélög geta líka komið að lausn þessa vanda og jafnvel seinkað því að fólk þurfi að flytja á hjúkrunarheimili. Þau geta boðið upp á valkosti í sinni þjónustu sem í raun flestir sem komnir eru á efri ár geta valið um. Einn möguleiki er að öldruðum sé gert kleift að búa og lifa á sínu heimili, eins lengi og kostur er, með þeim stuðningi sem þarf til og hentar hverjum og einum. Það er reyndar lögbundið hlutverk sveitar- félaga að annast þessa þjónustu og vissu- lega gera sveitarfélög það, en þó hvert með sínum hætti. Með því að bæta í og auka gæði stuðn- ingsþjónustu sveitarfélaga með fjölbreytt- um úrræðum og samfelldri þjónustu getum við seinkað verulega innlögnum á hjúkr- unarheimili og þar með dregið úr kostnaði samfélagsins. Fyrir utan lægri kostnað þá stuðlar bætt stuðningsþjónusta að því að aldraðir hafi val og geti búið lengur í því húsnæði sem þeir helst kjósa. Samþætt þjónusta Til að aldraðir hafi þetta val er mjög mikilvægt að þjónustan sem í boði er, og er grundvöllur þess að aldraðir geti nýtt sér valfrelsi, sé samþætt undir einni stjórn. Hér í Mosfellsbæ er þessi þjónusta, stuðningsþjónusta og heilbrigðis- þjónusta, á hendi þriggja aðila. Til að bæta þjónustu við aldraða Mos- fellinga í heimahúsum svo þeir hafi raunverulegt val um búsetu og til auka yfirsýn og skilvirkni er samþætting nauðsynleg. Þessu ætlum við jafnaðarmenn breyta og stuðla þar með að aukinni farsæld þeirra sem þjónustunnar njóta. Það þurfti jafnaðarmenn í ríkisstjórn á sínum tíma til þess að hjúkrunarheimili risi í Mosfellsbæ og það þarf jafnaðarmenn í meirihluta í bæjarstjórnar Mosfellsbæjar til þess að bæta þjónustu við eldri borgara í bænum. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Settu X við S á kjördag. Ólafur Ingi Óskarsson, skipar 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar Elín Árnadóttir, skipar 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar Þjónusta við aldraða

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.