Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 8
Íbúahreyfingin býður ekki fram í vor Íbúahreyfingin hefur ákveðið að bjóða ekki fram lista til sveitar- stjórnarkosninganna í vor. Íbúa hreyfingin var stofnuð árið 2010 og átti fulltrúa í bæjarstjórn Mosfells- bæjar 2010-2018. Fyrst var það Jón Jósef Bjarnason sem var þeirra fulltrúi í bæjarstjórn 2010-2014 og síðar Sigrún H. Pálsdóttir 2014- 2018. Í sveitarstjórnarkosningum 2018 bauð Íbúahreyfingin fram sameiginlegan lista með Pírötum undir listabókstafnum Í. Framboðið fékk 7,9% atkvæða og náði ekki inn manni. Jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari s. 898 3947 krist2910@gmail.com Þorsteinn Birgisson meðstjórnandi s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com Guðrún K. Hafsteinsdóttir 1. varamaður s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is Áshildur Þorsteinsdóttir 2. varamaður s. 896 7518 asath52@gmail.com StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is - Fréttir úr bæjarlífinu8 PÁSKa-BInGÓ Á BarIon Þriðjudaginn 12. apríl, kl. 13:30. Bing- ónefnd FaMos ætlar að halda bingó á BARION. 1 spjald, kaffi og meðlæti kostar 1000 kr og aukaspjald 300 krónur. Hilmar Gunnarson bingóstjóri Glæsilegir vinningar í boði. MEnnInGarKVÖld Loksins loksins opið hús Mánudaginn 25. apríl í Hlégarði klukkan 20:00. Stórsveit Íslands mun leika. Gestir með hljómsveitinni verða: Vigga Ásgeirsdóttir, Davíð Ólafsson og Ari Jónsson. Kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð að venju og barinn á sínum stað. Aðgangseyrir er kr. 1.000 (posi er ekki á staðnum) Mætum öll og kveðjum veturinn og covid og dönsum inn í vorið. Með kveðju Menningar- og skemmtinefnd FaMos. Gönguhópur Minnum á flotta gönguhópinn okkar alla miðvikudaga kl. 13:00. Farið er frá Fellinu/ Varmá. Allir velkomnir með í þennan frábæra félagsskap. Minnum á félagsvistina alla föstudaga kl. 13:00 í borð- sal Eirhamra. Allir velkomnir. GaMan SaMan 7. og 28. apríl kl. 13:30 í borðsal Eirhamra. Helgi R. Einarson gleðigjafi mætir og tekur lagið með okkur. Endilega komið og verið með okkur og syngjum saman. Kaffi selt í matsal eftir skemmtun á 500 krónur. Vor/ SUMarFJÖr Við ætlum að bjóða upp á 6 vikna vor/sumarfjör sem hefst 25. apríl og lýkur 3. júní. Við verðum 3 vikur inni og 3 vikur úti. Kennt verður mán., mið. og föstudaga í íþróttahúsinu að Varmá og Fellinu/Varmá og verða hópanir tveir. Sá fyrri byrjar kl. 9:30 og seinni kl. 10:30. Kennarar verða Halla Karen og Berta. Frábært námskeið sem hentar öllum sem vilja gleði, hreyfingu og samveru. Skáning á námskeiðið er hjá forstöðumanni félagstarfins Elvu í síma 698-0090. (Þeir sem eru á námskeiðinu nú þegar geta skráð sig hjá Höllu eða Bertu). Verð fyrir 6 vikur eru 6000 krónur og greiðist gjaldið inn á reikning félagstarfs aldraða kt 420113-0560 banki 0537-14-002298 skýring vor22 berist á netfangið elvab@mos.is. Hlökkum til að halda áfram að gleðjast og rækta sál og líkama saman inni og úti með ykkur kæru vinir. Kærleikskveðja Félagstarfið, Halla Karen og Berta Á síðustu árum hefur póstþjónusta á Ís- landi tekið stórfelldum breytingum. Frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Pósturinn leggur áherslu á að aðlagast hratt og örugglega og kappkostar að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Á næstu misserum hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu í Mosfellsbæ. Þar stendur til að loka pósthúsinu en leggja þess í stað meiri þunga á aðrar þjónustu- lausnir. lokanir alltaf erfiðar Kjartan Flosason, forstöðumaður póst- húsa hjá Póstinum, segir lokanir alltaf erf- iðar. Á sama tíma gera breyttir tímar kröfu um breytta þjónustu sem við verðum víst að laga okkur að.“ Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa á sama tíma og notkun annarra þjónustulausna fer sívaxandi. Viðskiptavinir gera aukn- ar kröfur um sveigjanleika og einfaldar sjálfsafgreiðslulausnir. Þessu ákalli hefur Pósturinn svarað með nýjungum á borð við Póstbox og Pakkaport. „Póstboxin okkar hafa alveg slegið í gegn, enda er þar bæði hægt að sækja og senda, hvenær sem viðskiptavinum hentar. Nú eru okkar ánægðustu viðskiptavinir einmitt þeir sem nota Póstbox. Um þessar mundir leitum við leiða til að fjölga Póstboxum á svæðinu,“ segir Kjartan. „Pakkaport hafa einnig notið vinsælda. Margir Mosfellingar nýta sér Pakkaportið í Orkunni á Vesturlandsvegi og notkun Pakkaports við Esjuskála er alltaf að auk- ast. Staðsetningin er hagstæð og þarna geta viðskiptavinir fengið persónulega þjónustu inni á stöð.“ Veita áfram framúrskarandi þjónustu Samspil fjölbreyttra þjónustulausna mun sjá neytendum fyrir póstþjónustu í takt við breyttar áherslur. „Pósturinn er ekki að fara neitt, enda ætlum við okkur að sjálfsögðu að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu. Auk Póstboxa og Pakkaporta munu bréf- berar halda áfram að sjá um dreifingu. Fyrir þá sem eru á ferðinni á milli Mos- fellsbæjar og Reykjavíkur, og vilja nýta sér afgreiðslu á pósthúsi, er svo stutt í pósthús- ið á Höfðabakka,“ segir Kjartan að lokum. Pósthúsinu í Mosfellsbæ verður lokað • Áhersla á aðrar lausnir • Lokanir alltaf erfiðar breytingar á póstþjónustu kjartan flosason forstöðumaður pósthúsa Í maí 2020 var aðgerðateymi gegn ofbeldi skipað af þáver- andi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari og þáverandi dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu. Í framhaldinu var ríkislögreglustjóra, í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu, falið það verkefni að þróa verklag um samvinnu og samstarf þeirra sem gegna lykilhlutverki í lífi barna í viðkvæmri stöðu. Þeir lykilaðilar eru til dæmis lög- regla, sýslumenn, félagsþjónusta, barnavernd, heilsugæsl- an og skólasamfélagið. Í lok síðasta árs fékk Mosfellsbær boð um að taka þátt í vinnustofu sem ætlað var að þróa slíkt verklag og fór sú vinnustofa fram miðvikudaginn 30. mars. Vel var mætt frá öllum lykilaðilum og sköpuðust miklar umræður um málefnið, enda farið yfir hvernig mætti finna leiðir til að láta mismunandi kerfi tala betur saman. Niðurstöður vinnustofunnar verða nýttar til að þróa svæðisbundið samráð í Mosfellsbæ og til gerðar á verk- lagsreglum ríkislögreglustjóra um stuðning við börn í við- kvæmri stöðu með það fyrir augum að bæta þjónustu við börn sem hafa búið við ofbeldi á heimili sínu. Mikilvægt er að grípa snemma inn í til að vernda þau og tryggja velferð þeirra til lengri tíma. fjölmenn vinnustofa haldin samráð í kletti

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.