Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 42

Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 42
Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar42 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Hlaupagleði Ég fór út að hlaupa í gær. Er farinn að hafa gaman af því að hlaupa (án bolta), nokkuð sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Ég man mjög vel eftir því að hlaupa Stífluhringinn fræga í Árbænum á undirbúnings- tímabilinu fyrir fótboltann. Það var aldrei gaman. Ég man líka eftir því að hlaupa hálfmaraþon í Reykjavík- urmaraþoninu. Það var hugsanlega eitt það leiðinlegasta sem ég hef nokkurn tíma gert á ævinni. Og ég hef aldrei gert það aftur. Leiðinlegast fannst mér þegar hópur eldri kvenna (ég var sjálfur um þrítugt) hljóp brosandi og hlæjandi fram úr mér – þær svifu hreinlega yfir malbikinu af hlaupaorku og lífsgleði. Ég hló ekki með þeim, var mjög langt frá því hamrandi grjóthart malbikið á Sæbrautinni með lúnum löppum. En svo lenti ég í því að melda mig í 21km þrautahlaup sem verður í júní og ákvað að undirbúa mig betur en fyrir hálfmaraþonið forðum. Ég hef verið í hlaupaprógrammi frá Polar sem er sniðið að mér og mínum markmiðum. Það hefur verið hressandi að fara út að hlaupa í vetrartíðinni og enn meira hressandi núna þegar það er að byrja að vora. Ég hljóp fyrst í snjónum – ekki annað í boði – en er núna byrjaður að þræða alla malarstígana okkar hér í nánasta umhverfi Mosfellsbæjar. Það er af mörgu að taka og gaman að prófa nýjar leiðir. Ígær fór ég til dæmis upp í Skammadal og þræddi hann áður en ég hljóp niður með Varmánni að Álafosskvosinni þar sem ég sneri við. Ég heyrði í fuglunum og ánni, sá rjúpur, lenti í allskonar undirlagsæv- intýrum á leiðinni – sökk sumstaðar vel yfir ökkla, fann lyktina af vorinu og upplifði mikla ánægju við það að vera hlaupandi úti í ferskri náttúrunni. Gott ef mér varð ekki hugsað til eldri kvennanna sem hlupu brosandi fram úr mér forðum. Áfram veginn! Við erum sjálfsagt öll orðin lang- þreytt á þeim umferðarteppum sem myndast á álagstímum til og frá Mosfellsbæ. Það er fátt leiðinlegra en að þurfa að bíða í endalausri bílaröð þegar hægt væri að nýta tímann í eitthvað annað. Samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið of litlar í langan tíma og afleiðingin er þessi. Við þurfum að hanga í bílum til þess að komast til vinnu og svo aftur heim. Það var fyrirséð að umferð myndi aukast með auknum fólksfjölda og tilraunir með að fá fólk til þess að nota almenningssamgöngur hafa verið veikburða og ekki skilað tilætl- uðum árangri. Nú er hins vegar farið að hylla undir breytingar. Verið er að hrinda í framkvæmd samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þar sem ríki og bæjarfélög sameinast um að leysa þennan vanda. Fjármagnið skiptist c.a. 50/50 á milli almenningssamgangna og umferðarmannvirkja annars vegar og göngu- og hjólastíga hins vegar. Við í Viðreisn leggjum áherslu á að jafnframt verði hafist handa við lagningu Sundabrautar sem allra fyrst. Það mun létta á umferð um Mosfellsbæ og minnka umferðartafir í Ártúnsbrekku, sem hefur bein áhrif á umferð úr Mosfellsbæ. En af hverju ekki að nota allt fé í að bæta samgöngur fyrir bíla? Svarið við þessu er að það einfaldlega ekki hægt. Því er spáð að umferð ökutækja, að öllu óbreyttu, muni aukast um 40% á næstu 15 árum. Það gefur því auga leið að það mun ekki vera hægt að anna þeirri aukningu með fjölgun vega eða akreina þannig að við verðum að beina hluta af umferð annað. Svo er það hreinlega krafa stórs hluta íbúa að boðið sé upp á valkost við einkabílinn. Bættar almenningssamgöngur og fjölg- un á göngu- og hjólreiðastígum mun leiða til þess að fólk hafi meira val um að velja sér ferðamáta. Viðreisn styður áform um fjölbreyttari ferðamáta á höfuðborgar- svæðinu. Valdimar Birgisson Fjölbreyttari ferðamáti er allra hagur Sem íbúar í bæjarfélagi þá höfum við öll skoðanir á einhverjum mál- efnum er varða bæinn okkar. Hvort sem það tengist skipulaginu á nýj- um stíg í hverfinu eða útdeilingu á leikskólaplássi fyrir barnið þitt. Ef þú sem íbúi hefur skoðun sem þú telur að geti komið að gagni þá skaltu láta í þér heyra. Eins frá sjónarhóli þess frábæra fólks sem starfa hjá sveitarfélaginu og sinna daglegri starfsemi í bænum okkar má gera ráð fyrir að þau hafi skoðanir á ýmsu sem hægt væri að gera betur. Það sama gildir um aðra hagsmuna- aðila sem sjá tækifæri til úrbóta. Látið rödd ykkar heyrast. Við viljum að á okkur sé hlustað og að við upplifum okkur sem mikilvæg. Við búum öll saman í bæjarfélaginu og viljum auðvitað að okkur og öðrum íbúum líði vel og allir þrífist eins og best verður á kosið. Við þurfum að eiga samskipti og stuðla að því að þau séu uppbyggileg og jákvæð og til þess fallin að gera bæinn okkar að enn betri stað til að búa á. Þegar kemur að góðri stjórnun, sam- starfi og samvinnu almennt eru markviss og uppbyggileg samskipti lykilatriði. Í sumum málum getur það beinlínis hamlað framþróun að hunsa eða leitast ekki eftir skoðunum hagsmunaaðila. Það getur oft á tíðum fært mál í verri farveg og jafnvel sett þau aftur á byrjunarreit. Það er til að mynda ekki skynsamleg ákvörðun að leggja hjólastíg og reiðstíg hlið við hlið, það er ekkert sjálfsagt mál að allir sjái vandamálið við það en þeir sem stunda hestamennsku væru fljótir að benda á það væri ekki ákjósanlegt. Bæjarfulltrúar starfa jú í umboði kjós- enda, sem eru íbúar bæjarins. Þeim ber því skylda til að vinna ætíð með hagsmuni íbúa að leiðarjósi. Til þess að það geti geng- ið sem best þurfum við að vera dugleg að taka samtalið. Sævar Birgisson 3. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ Tökum samtalið Ég heiti Katarzyna Krystyna Króli- kowska og skipa 3. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar. Ég er kölluð Kata og er af pólsk- um uppruna, flutti til Íslands og í Mosfellsbæ 2006 og fékk íslenskan ríkisborgararétt 2013. Ég er gift Piotr Kólikowski, sem er smiður, og við eigum við eitt barn og búum í Grundartanga. Ég er verkfræðingur að mennt og starfa sem þjónustustjóri hjá Sólar ehf. en var áður starfsmaður hjá íslenskum textíliðnaði, Ístex hf., í Mosfellsbæ í 13 ár. Áhugamálin eru að ganga á fjöll, og tek ég hundinn minn iðulega með í þær ferðir, og svo spila ég blak með Aftureldingu. Mín helstu áherslumál í sveit- arstjórnarmálum eru félags- og velferðar- mál. Saman getum við gert meira. Erum við ekki öll Vinir? Nazywam sie Katarzyna Krystyna Krolik- owska i jestem 3 na liscie w Przyjaciolach Mosfellsbær do samorzadu w Mosfellsbær. Moimi zamierzeniami sa kwestie socjalne spolecznosci obcego pochodzenia w naszym miescie. Razem mozemy zrobic duzo wiecej. Katarzyna Krystyna Królikowska Erum við ekki öll Vinir? Eitt af mest spennandi svæðum í Mosfellsbænum er Leiruvogur- inn. Í hann renna 4 ár: Leirvogsá, Kaldakvísl, Varmá og Úlfarsá. Þetta svæði býður upp á skemmtilega útivist við allra hæfi: göngu, skokk, hjólreiðar, golf og hestamennsku. Góðir stígar gera fólki með hreyfihömlum einnig kleift að njóta útiver- unnar. Áhugamenn um fuglalíf finna varla betri stað til skoðunar því þar eru fuglar allan ársins hring, bæði mismunandi stórir hópar og sjaldgæfar tegundir. Leirurnar eru mikilvæg fæðuuppspretta fyrir staðfugla, farfugla og umferðafugla sérlega vor og haust. Svona náttúruperlur ber að varðveita og vernda fyrir ágengi manna sem kann að valda raski og mengun. Núna liggja fyrir drög að friðlýs- ingu Leiruvogs sem nær bæði yfir landið í Mosfellsbæ og Reykjavík. Samstarfshópur um friðlýsingu Blikastaðakróar og Leiruvogs fundaði þann 1. mars. Vonandi er að koma skrið á þetta ferli og sátt um útfærslu þess. Í fundargerð Umhverfis- nefndar Mos. frá 24. mars 2022 má fræðast um þetta nánar. Og svo að fyrirhugaða friðlýsta svæði er að mestu leyti fjara og sjávarbotn þá ber einnig að gæta þess að mengun berst ekki í voginn utan frá. Sem dæmi ætla ég að nefna hrauka af efni sem féllu til við götusópun að vori til sem einu sinni voru sturtað niður mjög nálægt friðlandinu að Varmárósum. Hestaskítur á ekki að fara í grennd við fjöruna heldur frekar á landsvæði sem menn ætla að græða upp og nota til skógræktar. Og fjúkandi plasttætlur frá heyböggunum ættu að heyra sögunni til. Auðvitað á að vakta reglulega árnar sem renna í voginn. Ég vona að Mosfellsbær muni bera gæfu til þess að vinna með heilum hug í sam- starfi við Reykjavíkurborg að friðlýsingu Leiruvogsins. Úrsúla Jünemann Friðlýsing Leiruvogsins

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.