Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 14
 - Fréttir úr bæjarlífinu14 Nýr aðalvefur Mosfellsbæjar fór í loftið í síðustu viku en vinna við endurhönnun og forritun hefur staðið yfir síðastliðna níu mánuði. Verkefnið var unnið í samstarfi Mosfellsbæjar við Kolofon hönnunarstofu á grunni ítarlegrar þarfagrein- ingar og rýni á eldri vef, vinna sem hófst fyrir tveimur árum síðan. Markmið með nýjum vef er að bjóða upp á öflugan þjónustu- og upplýsingavef sem byggir á notendamiðaðri hönnun, heildstæðri notendaupplifun auk þess að styðjast við alþjóðlega staðla um aðgengis- mál. Einnig var eitt af markmiðunum með nýjum aðalvef að auka hraða og virkni vefsins sem og leitarvélar. Til samræmis við ný viðmið í vefhönnun hefur veftréð verið einfaldað og allur texti vefsins hefur verið yfirfarinn og uppfærður. Samhliða þessu var unnin mörkun á stafrænni ásýnd bæjarins með myndmáli sem meðal annars sækir í merki Mos- fellsbæjar sem hannað var af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1969 og leturgerð breytt til samræmis við nýjan hönnunarstaðal. Næsti áfangi þessa hluta stafrænnar vegferðar Mosfellsbæjar mun fela í sér að fella vefi stofnana að virkni og útliti aðal- vefsins. Aðalvefur Mosfellsbæjar endurhannaður • www.mos.is Nýr vefur í loftið Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Klörusjóður Nýsköpunar- og þróunarsjóður skóla- og frístundastarfs í Mosfellsbæ Markmið Klörusjóðs er að stuðla að framþróun á skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skóla eða í samstarfi á milli skóla. Heildarframlag til sjóðsins árið 2022 eru tvær milljónir og í ár er áherslan lögð á umhverfisfræðslu. umsóKnarfrestur er til 15. apríl og sótt er um á íbúagátt mosfellsbæjar. Samkvæmt reglum sjóðsins er úthlutað einu sinni á ári. Allar upplýsingar um reglur Klörusjóðs má finna á vef Mosfellsbæjar, mos.is/klorusjodur. Nafn sjóðsins er Klörusjóður, til heiðurs Klöru Klængsdóttur (1920-2011). Klara útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brúarlandsskóla. Hún starfaði alla sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.