Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 41

Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 41
verslum í heimabyggð Aðsendar greinar - 41 Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06.30 - 21.30 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06.30-08:00 og 15:00-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200 www.artpro.is Við sinnum öllum alhliða garðyrkjustörfum s.s jarðvegsvinnu, hellulögnum, steinhleðslum, timburverki, gróðursetningu, trjáklippingum. Garðmenn leggja áherslu á fagleg vinnu- brögð, vandvirkni og skjóta þjónustu. Sími 893 5788 Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­ www.bmarkan.is Í Úkraínu geisar stríð. Stríð sem fylgir eyðilegging, hörmungar, sorg, dauði og fólksflótti. Flóttafólk streymir inn í nágrannaríkin í Evrópu, aðallega konur og börn. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum koma að meðaltali 20 flóttamenn á dag hingað til lands frá stríðshrjáðri Úkraínu. Nú þegar eru komin vel á sjötta hundrað manns og þann 31. mars höfðu 520 sótt um vernd á Íslandi. Sam- kvæmt upplýsingum UNICEF, hafa 60% barna í Úkraínu flúið heimili sitt, 60 prósent! Tillagan Undirrituð lagði fram tillögu í bæjarráði Mos- fellsbæjar í byrjun marsmánaðar um að bærinn snéri sér til Flóttamannanefndar og byðist til að taka þátt í að taka á móti flóttamönnum frá Úkr- aínu enda hafði nefndin biðlað til sveitarfélaga í fjölmiðlum. Með þessari tillögu vildi ég gera mitt til að Mosfellsbær skipaði sér í fremstu röð sveit- arfélaga í landinu þegar kemur að varðstöðu um mannúð og mannréttindi. Að Mosfellsbær axlaði sína samfélagslegu ábyrgð þegar þjóðin stendur frammi fyrir stórum úrlausnarefnum á sviði mannúðar og mannréttinda. Afgreiðslan Afgreiðsla bæjarráðs fólst í að óska eftir minn- isblaði um málið. Svar meirihlutans við þessari tillögu var að fá minnisblað um að Mosfellsbær sé að móta sér stefnu í málaflokknum. Engin leið er að skilja þessa afgreiðslu öðru vísi en svo að flóttafólk, stríðshrjáð heimilislaust fólk, kon- ur og börn verði bara að bíða eftir að þeirri stefnumótun ljúki áður en Mos- fellsbær getur ákveðið hvort, hvernig eða hvenær hann tekur þátt. Það er verst að rússneska innrásar- liðið veit ekki af þessari stefnumótun- arvinnu svo það geti hægt á árásarað- gerðum sínum. Nágrannasveitarfélög Nokkur fjöldi íslenskra sveitarfélaga hafa lýst sig viljug til að taka við fólki, til lengri og skemmri tíma, og standa viðræður yfir milli þeirra og ríkisvaldsins og Rauða krossins um fyrirkomulag. Þegar þessi grein er skrifuð eru tvö sveitarfé- lög á höfuðborgarsvæðinu sem skera sig úr og eru ekki í þessum hópi sem er verið að semja við. Annað þeirra er heimabær okkar. Af hverju? Hvað veldur þessari afstöðu Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins? Tvær skýringar koma upp í hugann. Fyrri er sú að það sé hvaðan þessi tillaga kom sem valdi þessu sinnuleysi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Hin skýringin er að meirihlutinn telji sér bara ekki koma við hvað verður um konur og börn sem flúið hafa grimmdarlega innrás í heimaland sitt og leitað hingað til Íslands eftir skjóli. Ég held að það sé fyrri skýringin en mikið ósköp er hún fáfengileg. Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Lítur Mosfellsbær undan? Það eru forréttindi að búa í Mosfellsbæ, hér eru falleg græn svæði sem bæta lífs- gæði bæjarbúa. Það er VG ofarlega í huga að vernda og viðhalda bæjarbragnum og nátt- úrunni hér en það þarf jafnframt að horfa á grænu svæðin sem velferðar- og heilbrigðismál. Aðgengismál þurfa að vera í forgangi og tryggja þarf að allir bæjarbúar hafi aðgang að grænum svæðum, enda lýðheilsubætandi. Bæta þarf hjólastóla- aðgengi og sjá til þess að aðgengi ólíkra hópa sé í fyrirrúmi. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag, hér er gott að búa með börn. Á síðastliðnu kjörtímabili hafa miklar framfarir orðið í bænum, leikskóla- plássum var fjölgað, börn frá 12 mánaða aldri fá leikskólapláss ásamt því að leikskólagjöld hafa lækkað umtalsvert síðustu árin. Vinstri græn vilja styðja enn betur við foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi, við leggjum til að styrkur sem nemur brú milli dagforeldris og leikskóla geti farið beint til foreldra á meðan beðið er eftir plássi. Jafnframt viljum við halda áfram að lækka leikskólagjöld og að endingu verði leikskólar í Mosfellsbæ gjaldfrjálst skólastig. Við viljum stuðla að því að öll börn sitji efna- hagslega við sama borð, meðal annars með gjaldfrjálsum skólamáltíðum og hærri frístunda- styrk. VG vill bæta velferðarkerfi Mosfellsbæjar og setja velferð barna í forgang. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir, skipar 2. sæti V-listans í kosningunum 14. maí Setjum börnin í forgang Framboðslisti Vina Mosfellsbæjar var samþykktur á fundi félagsins þann 28. mars síðastliðinn. Kynslóðaskipti verða í forrystusveit Vina Mosfellsbæjar þar sem undirritað- ur oddviti listans síðustu fjögur ár færir sig lítið eitt aftar á framboðslistanum að eigin ósk. Reynsla mín í sveitarstjórnar- málum hverfur ekki á braut heldur mun ég veita nýjum Vinum Mosfellsbæjar stuðning og tryggja yfirfærslu þekkingar. Það er nauðsynlegt að þeir sem gegna forystu í pólitísku starfi þekki hvenær tími er kominn til endurnýjunar. Breytingar á forrystusveit Vina Mosfellsbæjar á þessum tímapunkti eru að mínu viti skynsamlegar og liður í því að Vinir Mos- fellsbæjar verði góður valkostur til framtíðar. Ólafur heitinn Jóhannesson fyrrum forsætirráðherra var inntur eftir því við myndun sinnar fyrstu ríkistjórnar hverju það sætti að innan borðs í ríkis- stjórninni væru nýir og ungir ráðherrar. Svar Ólafs var á þessa leið „Nýir vendir sópa best”. Það voru orð að sönnu og nýju ráðherrarnir stóðu sig með prýði. Vinir Mosfellsbæjar ganga nú til sveitarstjórnarkosninga með sterkan og endur- nýjaðan lista. Vinir Mosfellsbæjar munu kapp- kosta að reka kosningabaráttuna nú sem fyrr af heiðarleika þar sem farið verður í boltann en ekki manninn. Erum við ekki öll Vinir? Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi vina Mosfellsbæjar Nýir vendir sópa best

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.