Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 44

Mosfellingur - 07.04.2022, Blaðsíða 44
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Í eldhúsinu gervi vor Það er nú spurning um hvaða ósköp maður ætti nú að skrifa um núna, það er að vanda af mörgu að taka. Það virðist nú svona á yfirborðinu að þessi Covid fjandi sé nú horfinn en það er nú aldeilis ekki, takmörkunum var bara aflétt (sem betur fer... en sitt sýnist hverjum) og Covidinu var nú bara sópað undir teppið af ráðamönnum svona af ramm íslenskum sið. Covid hættir þó ekki að greinast og enn er fólk að veikjast og jafnvel deyja þó svo að ráðamenn hafi strokað hann út úr fundargerðum og skjölum. En mikið er ég nú feginn að geta loksins knúsað og kysst ókunnugt fólk út í Bónus eða Krónunni svona einsog maður var vanur að gera áður en þessi fjandi lokaði öllu. Meira að segja var undirritaður bitinn hressilega í rassinn af Covid fjandanum og þurfti að dúsa heima í Hulduhlíðinni undir teppi í heila viku, en í góðum félagsskap... það skal tekið fram. En hann fór ekki alveg með mig og sit ég enn hér og tuða. Svona eftir á að hyggja hefði ég sloppið við fjandann ef ég hefði ekki tekið upp á því að kyssa og knúsa allt þetta ókunnuga fólk. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. En haldið ekki hvað , eftir snjóþungan vetur í sveitinni fögru þá vaknaði ég upp einn daginn og blessaður snjórinn og klakinn var horfinn, þá fer maður nú sjálfkrafa að detta í vorfíling sem kemur bara sjálfkrafa þegar klakinn hverfur og sólartímum fjölgar á daginn. Þið þekkið þetta flest, það er ein- hvernvegin allt betra þegar myrkrið minnkar eða hverfur. Meira að segja helvítis VISA reikn- ingurinn lýtur jafnvel ágætlega út þegar maður er með sól í hjarta og komin í vorfíling. Og þó kannski ekki. En alltaf er maður jafn vitlaus... á hverju ári. Ég var ekki fyrr búin að grafa úr skúrnum sólstólana og vindsængina þegar að hann lét sjá sig aftur. Jú maður gleymir alltaf blessaða Páskahretinu. Þetta var bara gervivor. Theódóra og Anton skora á Birnu og Einar að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Theódóra Kjartansdóttir og Anton Sigur- jónsson deila að þessu sinni uppskrift af humarrétti sem rífur í bragðlaukana. Þessi uppskrift passar vel fyrir sex í aðalrétt en einnig er hægt að stilla hana af sem forrétt. Gott að fara sparlega með Tabasco en þá bjóða uppá að hver bæti við fyrir sig við borðhald. Hráefni • 1,5kg skelflettur og hreinsaður humar, lítill eða stór, stærðin skiptir ekki máli • 1 stk stórt kínakálhöfuð • 10 ferskir tómatar • 2 rauðar paprikur • 2 msk karrý • 1 msk paprikuduft • hvítlaukssalt, svartur pipar og salt • 4 góðar skvettur af tabasco • 5dl rjómi • 3cl Koníak/brandí Aðferð Eldunartími er mjög skammur á réttinum sjálfum, 10-15 mínútur, svo hér er mjög mikilvægt að undirbúa allt hráefni fyrst. Saxa allt kínakálið, hvíta hlutan meira en græna. Paprika í bita og tómatar í báta. Hita stóra pönnu með loki vel með örlítið af olíu. Humarinn og kryddið sett á. Þegar allt er vel heitt er koníakinu bætt við og kveikt í því (humarinn flamberaður). Tómatar, hvíta hlutanum af kínakálinu og papriku bætt við ásamt tabasco og hrært létt saman, hér er rjómanum blandað við og suða kemur upp. Hitinn lækkaður svo það varla sjóði. Græni hlutinn af kínakálinu sett yfir og lokið sett á og leyft að malla rólega þannig í svona 5-8 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og smábrauði eða öðru góðu brauði.        Verðiykkuraðgóðu! högni snær Humarréttur hjá theódóru og ANtoNI Elimar Ágúst Birkisson fæddist á Lsh þann 10. desember 2021. Hann var tæpar 16 merkur og 51 cm. Foreldrar: Birkir Ágústsson og Ása Guðrún Guðmundsdóttir. Systkini eru Gabríel sem er á sjötta ári og Tanja Björk sem er á þriðja ári. - Heyrst hefur...44 Það er hann Stefán Rökkvi Magnús- son. Fæddur 19. janúar, 3560 g og 53 cm. Foreldrar: Magnús Hrafn Hafliðason Kjerulf og Aníta Björk Bóasdóttir en fjölskyldan flutti nýverið í Mosfellsbæ. heyrst hefur... ...að Íbúahreyfingin ætli ekki að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosning- unum í vor. ...að Tríóið Kókos haldi uppi stemning- unni á Barion á laugardagskvöldið. ...að mögulega verði nafni Fagverks- vallarins að Varmá brátt breytt í Malbikstöðin. ...að Stefán Ómar ætli ekki að leiða lista Vina Mosfellsbæjar heldur Dagný Kristinsdóttir, fyrrum formaður Aftureldingar. ...að vel yfir 150 manns séu skráðir í Vínklúbb Mosfellsbæjar á Blik en smökkun fer fram á miðvikudögum. ...að verslunin Vorverk sé að fara færa sig innan Kjarnans, í bilið þar sem Vínbúðin var áður. ...að Mosfellingurinn Magnús Þór hafi verið valinn hljómborðsleikari Músíktilrauna annað árið í röð. ...að það séu 37 dagar til kosninga. ...að Jökull í Kaleo sé búinn að kaupa sér hús í Leirvogstungu. ...að sex einstaklingar hafi sótt um starf framkvæmdastjóra Aftureld- ingar. ...að Steinar Ægisson verði þrítugur um helgina. ...að Eiður Ívars og Karen hafi verið að trúlofa sig. ...að mosfellski færeyingurinn Jógvan Hansen sé kominn á lista Vina Mosfellsbæjar. ...að Spánverjinn Esteve Pena verði í marki Aftureldingar í Lengjudeild- inni í sumar. ...að líklegast verði sjö framboð sem bjóði fram í sveitarstjórnarkosning- unum í vor en skilafrestur framboðs- lista er á föstudaginn. ...að Ragnhildur Hjartar og Jón Andri eigi von á barni í sumar. ...að kylfingurinn Sverrir Haraldsson sé að koma Mosfellsbæ á kortið vestanhafs. ...að Kammerkór Mosfellsbæjar sé að hætta og muni syngja sitt síðasta á lokatónleikum 28. apríl. ...að Liverpool-skólinn verði haldinn í Mosó 4.-6. júní. ...að GDRN feti nú í fótspor Kaleo og styrki Aftureldingu sem muni bera merki söngkonunnar á klæðnaði meistaraflokks kvenna í fótbolta. ...að Hlégarður sé kominn í gagnið eftir endurbætur og Mosfellingum sé boðið í opið hús á sunnudaginn kl. 13-16. ...að Mosfellingar hafi fengið tvær til- nefningar til Grammy-verðlaunanna, þau Dísella og Ólafur Arnalds. ...að páskabingó fullorðna fólksins fari fram á Barion kvöldið fyrir skírdag. ...að Sólveig á Pílus sé fimmtug í dag. ...að Blómasmiðjan sé með fría heimsendingu í Mosó í apríl. mosfellingur@mosfellingur.is Það viðraði oft vel á Tungubakkaflugvelli í vetur og gátu flugmenn skellt undir snjóskíðunum og nýtt snæviþakinn flugvöllinn til hins ýtrasta. Vetur kemur og Vetur fer

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.