Mosfellingur - 28.04.2022, Page 18

Mosfellingur - 28.04.2022, Page 18
 - Fréttir úr bæjarlífinu18 Þriðjudaginn 5. apríl voru tilkynnt úrslit í stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanem- endur sem haldin var í Borgarholtsskóla. Þátttakendur voru frá skólum í Breiðholti, Grafarholti, Grafarvogi, Árbæ, Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Lágafellsskóli átti samtals 12 nemendur í 10 efstu sætum hvers árgangs, þ.e. fjóra nemendur í 8. bekk, þrjá nemendur í 9. bekk og fimm nemendur í 10. bekk. Talið frá vinstri: Haukur Logi Arnarsson, Ægir Þór Þorvaldsson, Bergur Davíð Eiríks- son úr 9. bekk. Sara María Ingólfsdóttir, Embla Maren Gunnarsdóttir úr 8. bekk. Thelma Huld Víðisdóttir, Steinunn Erla Gunnarsdóttir, Ágúst Páll Óskarsson, Eberg Óttarr Elefsen og Steinar Freyr Kjartansson úr 10. bekk. Á myndina vantar Nótt Helgadóttur og Ólaf Hauk Sævarsson úr 8. bekk. Nemendur í Lágafellsskóla kepptu í stærðfræði Stóðu sig vel í stærðfræðikeppni með viðurkenningarskjöl Á dögunum opnaði í Kjarnanum fyrirtækið Be happy Iceland. Eigandanum Söndru Ragnarsson er margt til lista lagt en hún meðal annars hannar, saumar og málar. Sandra er frá Litháen en hefur búið á Íslandi í 23 ár. „Fyrirtækið var stofnað fyrir 13 árum, fyrst í Hafnarfirðinum en ég er sjálf nýflutt í Mosó og er ánægð að vera komin með stúdíóið á þennan skemmtilega stað,“ segir Sandra sem einnig er með heimasíðu þar sem allar hennar vörur eru aðgengilegar. Fatabreytingar og saumaviðgerðir „Ég tek að mér fatabreytingar og alls kyns saumaverkefni bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Svo er ég ýmislegt sem ég sauma eins og til dæmis töskur, húfur og hettupeysur. Allar upplýsingar eru á heimasíðunni. Þar eru einnig sokkar, kerti, skartgripir og fleira. Opnunartíminn er sveigjanlegur hjá mér og um að gera að hafa bara samband við mig annaðhvort í síma 862-3782 eða á netfangið verslun@byhappy.is,“ segir Sandra sem vonast til að Mosfellingar verði duglegir að nýta hennar þjónustu. Sandra tekur að sér fatabreytingar og önnur saumaverkefni Be Happy opnar í Kjarna sandra í saumastúdíóinu við hlið bókasafnsins Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, FaMos, gengst fyrir fundi með framboðum til bæjarstjórnar í Mosfellsbæ við kosningarnar sem fram fara 14. maí. Framboðunum hefur verið sendur spurn- ingalisti um málefni sem snerta þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ og óskað er eftir svörum við þeim á fundinum. Einnig gefst fundarmönnum kostur á að bera upp spurningar til framboðanna. Fundurinn verður haldinn í Hlégarði 5. maí kl. 20:00-22:00 Fundur með Fulltrúum Framboðanna Börnin á elstu deild (Bæjarfell) í Helgafellsskóla gengu upp á toppinn á Helgafelli í byrjun mánaðar. Þegar á toppinn var komið fóru börnin í páskaeggjaleit. Það var mikið fjör og allir stóðu sig frábærlega. Eru þau að æfa sig í fjallgöngu þar sem stefnan er sett á að ganga á Bæjarfell sem er deildarfjallið þeirra. Nemendur æfa sig í fjallgöngu á toppi helgafells

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.