Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 36
 - Íþróttir36 N a m o e h f . - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g a t a ) - 2 0 0 K ó p a v o g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Afturelding og Hvíti Riddarinn hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár og í vetur hefur samstarfið aukist ennþá meira. Undanfarin ár hafa leikmenn úr 2. flokki Aftureldingar fengið leikreynslu með Hvíta Riddaranum sem og fleiri ungir leikmenn. Patrekur Orri Guð- jónsson, Daníel Darri Gunnarsson og Gylfi Hólm Erlendsson, sem léku með Aftureldingu í Lengjudeildinni í fyrra, hafa allir gengið til liðs við Hvíta Riddarann á láni frá Aftureldingu undanfarnar vikur og þá eru nokkrir leikmenn úr 2. flokki einnig hluti af leikmannahópi Hvíta Riddarans í sumar. Í fyrra spiluðu tólf leikmenn með Aftureldingu í Lengjudeildinni sem eiga að baki leiki með Hvíta Riddar- anum og í leikmannahópi Hvíta í dag eru 14 leikmenn sem voru í 2. flokki Aftureldingar árið 2020. Samstarfið hefur því virkað vel fyrir bæði félög og stefnt er á að nýta það sem best áfram. Hvíti Riddarinn hefur verið á miklu skriði á undirbúnings- tímabilinu en liðið er komið í undan- úrslit í Lengjubikarnum og stefnir á stóra hluti í 4. deildinni í sumar. Fótboltinn byrjaður að rúlla af stað Fótboltasumarið er farið af stað á fleygiferð. Meistaraflokkur kvenna spilaði fyrsta leik í Bestu deildinni gegn Selfyssingum í gærkvöldi. Þær mæta Þrótti R. á útivelli þriðjudag- inn 3. maí áður en Þór/KA kemur í heimsókn að Varmá sunnudaginn 8. maí næstkomandi. Strákarnir hefja leik í Lengjudeildinni gegn Grindavík föstudagskvöldið 6. maí á heimavelli en í kjölfarið eru einnig heimaleikir gegn Vestra laugardag- inn 14. maí og gegn Selfyssingum föstudaginn 20. maí. Knattspyrnutíma­ ritið Elding kemur út Strákarnir í 3. flokki í knattspyrnu- deild bera knattspyrnutímaritið Eldingu inn á heimili í Mos- fellsbæ í vikunni. Blaðið fjallar um starfsemi knattspyrnudildar Aftureldingar í máli og myndum. Ásamt því að bera út blaðið selja strákarnir happ- drættismiða, við hvetjum bæjarbúa til að taka vel á móti þeim. Berist blaðið ekki af einhverjum orsökum er hægt að nálgast eintak í íþrótta- miðstöðinni að Varmá. bl a Ð k n at ts py r n u de il da r U M FA E L D � N G2 0 2 2 Liverpool­skólinn í Mosfellsbæ 4.­6. júní Tíundi Liverpool-skólinn á Íslandi hefur verið staðfestur og verður í Mosfellsbæ 4. – 6. júní og á Akureyri 7. – 9. júní. Skólinn hefur notið gríð- arlegra vinsælda frá því hann var fyrst haldinn á Íslandi, árið 2010, en uppselt hefur verið öll skiptin. Liverpool-skólinn er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 6 – 16 ára. Kennt er frá kl 9.30 – 15 alla dagana og fá iðkendur ávaxta tíma og heitan mat í hádeginu, einnig er bolti innifalinn í gjaldinu. Nánari upplýsingar á facebooksíðu skólans. Sigurbjörn Grétar Eggertsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar í stað Kristrúnar Kristjánsdóttur sem hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár. Grétar starfaði síðast hjá Motus ehf. sem ráðgjafi í rúm 20 ár. Hann er með BSc próf í viðskiptafræði á sviði stjórnunar frá Háskólanum á Akureyri og hefur að auki sótt sér ýmsa þekkingu til þess að styrkja sig. Grétar hefur ávallt verið virkur í félags- og íþróttastarfi og er fyrrum leikmaður og þjálfari í knattspyrnu og eins hefur hann æft og keppt í ýmsum öðrum íþrótta- greinum. Gegnir formennsku BLÍ Grétar þekkir mjög vel til hjá Aft- ureldingu en hann var í stjórn hjá Blakdeildinni bæði BUR og gjald- keri hjá meistaraflokksráði kvenna. Hann hefur gengt formennsku hjá BLÍ síðan 2019. Grétar býr með fjölskyldu sinni í Mosfellsbænum, eiginkona Grétars er Guðrún Elva Sveinsdóttir og eiga þau tvær dætur sem báðar spila blak með Aftureldingu. Nýr framkvæmdastjóri tekur formlega til starfa 1. maí. Ávallt verið virkur í félags- og íþróttastarfi • Mætir til starfa hjá Aftureldingu á mánudag Grétar nýr framkvæmdastjóri birna kristín formaður og grétar framkvæmdastjóri aftureldingar Öflugt samstarf Aftureldingar og Hvíta Riddarans í Mosó leikmenn hvíta riddarans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.