Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 36
- Íþróttir36
N a m o e h f . - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g a t a ) - 2 0 0 K ó p a v o g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
AftureldingAr
vörurnAr
fást hjá okkur sport íslandi
Afturelding og Hvíti Riddarinn hafa
átt í góðu samstarfi undanfarin ár og
í vetur hefur samstarfið aukist ennþá
meira.
Undanfarin ár hafa leikmenn úr 2.
flokki Aftureldingar fengið leikreynslu
með Hvíta Riddaranum sem og fleiri
ungir leikmenn. Patrekur Orri Guð-
jónsson, Daníel Darri Gunnarsson
og Gylfi Hólm Erlendsson, sem léku
með Aftureldingu í Lengjudeildinni í
fyrra, hafa allir gengið til liðs við Hvíta
Riddarann á láni frá Aftureldingu
undanfarnar vikur og þá eru nokkrir
leikmenn úr 2. flokki einnig hluti af
leikmannahópi Hvíta Riddarans í
sumar.
Í fyrra spiluðu tólf leikmenn með
Aftureldingu í Lengjudeildinni sem
eiga að baki leiki með Hvíta Riddar-
anum og í leikmannahópi Hvíta í dag
eru 14 leikmenn sem voru í 2. flokki
Aftureldingar árið 2020.
Samstarfið hefur því virkað vel fyrir
bæði félög og stefnt er á að nýta það
sem best áfram. Hvíti Riddarinn hefur
verið á miklu skriði á undirbúnings-
tímabilinu en liðið er komið í undan-
úrslit í Lengjubikarnum og stefnir á
stóra hluti í 4. deildinni í sumar.
Fótboltinn byrjaður
að rúlla af stað
Fótboltasumarið er farið af stað á
fleygiferð. Meistaraflokkur kvenna
spilaði fyrsta leik í Bestu deildinni
gegn Selfyssingum í gærkvöldi. Þær
mæta Þrótti R. á útivelli þriðjudag-
inn 3. maí áður en Þór/KA kemur í
heimsókn að Varmá sunnudaginn
8. maí næstkomandi. Strákarnir
hefja leik í Lengjudeildinni gegn
Grindavík föstudagskvöldið 6. maí á
heimavelli en í kjölfarið eru einnig
heimaleikir gegn Vestra laugardag-
inn 14. maí og gegn Selfyssingum
föstudaginn 20. maí.
Knattspyrnutíma
ritið Elding kemur út
Strákarnir í 3. flokki í knattspyrnu-
deild bera knattspyrnutímaritið
Eldingu inn á
heimili í Mos-
fellsbæ í vikunni.
Blaðið fjallar
um starfsemi
knattspyrnudildar
Aftureldingar í
máli og myndum.
Ásamt því að bera
út blaðið selja strákarnir happ-
drættismiða, við hvetjum bæjarbúa
til að taka vel á móti þeim. Berist
blaðið ekki af einhverjum orsökum
er hægt að nálgast eintak í íþrótta-
miðstöðinni að Varmá.
bl
a
Ð
k
n
at
ts
py
r
n
u
de
il
da
r
U
M
FA
E L D � N G2
0
2
2
Liverpoolskólinn í
Mosfellsbæ 4.6. júní
Tíundi Liverpool-skólinn á Íslandi
hefur verið staðfestur og verður í
Mosfellsbæ 4. – 6. júní og á Akureyri
7. – 9. júní. Skólinn hefur notið gríð-
arlegra vinsælda frá því hann var
fyrst haldinn á Íslandi, árið 2010,
en uppselt hefur verið öll skiptin.
Liverpool-skólinn er fyrir stráka og
stelpur á aldrinum 6 – 16 ára.
Kennt er frá kl 9.30 – 15 alla dagana
og fá iðkendur ávaxta tíma og
heitan mat í hádeginu, einnig er
bolti innifalinn í gjaldinu. Nánari
upplýsingar á facebooksíðu skólans.
Sigurbjörn Grétar Eggertsson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Ungmennafélagsins Aftureldingar
í stað Kristrúnar Kristjánsdóttur
sem hefur sinnt starfinu síðastliðin
tvö ár.
Grétar starfaði síðast hjá Motus
ehf. sem ráðgjafi í rúm 20 ár. Hann
er með BSc próf í viðskiptafræði á
sviði stjórnunar frá Háskólanum
á Akureyri og hefur að auki sótt
sér ýmsa þekkingu til þess að
styrkja sig. Grétar hefur ávallt verið
virkur í félags- og íþróttastarfi og
er fyrrum leikmaður og þjálfari í
knattspyrnu og eins hefur hann æft
og keppt í ýmsum öðrum íþrótta-
greinum.
Gegnir formennsku BLÍ
Grétar þekkir mjög vel til hjá Aft-
ureldingu en hann var í stjórn hjá
Blakdeildinni bæði BUR og gjald-
keri hjá meistaraflokksráði kvenna.
Hann hefur gengt formennsku hjá
BLÍ síðan 2019. Grétar býr með
fjölskyldu sinni í Mosfellsbænum,
eiginkona Grétars er Guðrún Elva
Sveinsdóttir og eiga þau tvær
dætur sem báðar spila blak með
Aftureldingu.
Nýr framkvæmdastjóri tekur
formlega til starfa 1. maí.
Ávallt verið virkur í félags- og íþróttastarfi • Mætir til starfa hjá Aftureldingu á mánudag
Grétar nýr framkvæmdastjóri
birna kristín formaður og grétar
framkvæmdastjóri aftureldingar
Öflugt samstarf Aftureldingar
og Hvíta Riddarans í Mosó
leikmenn hvíta riddarans