Mosfellingur - 28.04.2022, Qupperneq 40
- Aðsendar greinar40
Aðgerðir okkar í loftslagsmálum
gagnast veröldinni. Það sem önn-
ur ríki ná að gera í þeim efnum er
samtímis í okkar þágu.
Einföld sannindi rétt eins og þau
að jákvæðar aðgerðir, sem minnka
losun kolefnisgasa eða binda kol-
efni, eru ekki á fárra höndum. Þær
eru flókið langtíma samvinnuverk-
efni stjórnvalda, þ.e. ríkis, þings og sveitar-
stjórna, margvíslegra samtaka, fyrirtækja og
almennings. Enginn er eyland þegar kemur
að umhverfi samfélaga hvar sem þau eru.
Við erum þar með öll í sama bátnum hvað
sem fjarlægðum og ólíkri menningu ver-
aldar líður. Þetta á líka við um aðlögun að
loftslagsbreytingunum. Þar mun alþjóðleg
samvinna skipta meginmáli.
Orkuskipti eru meðal helstu verkefna. Til
þeirra þarf raforku. Full orkuskipti merkja
að vélknúin tæki á landi, sjó og í lofti nota
ekki olíu, bensín eða þotueldsneyti, held-
ur „grænt“ rafmagn og rafeldsneyti, byggt
á vetni framleiddu með slíkri orku, að því
marki sem samfélagið ákveður.
Markið er nú sett við 2040 og þá búið
að „fasa út“ yfir milljón tonna ársnotkun
af jarðefnaeldsneyti. Sjálfbær orkustefna
og raunhæf loftslagsstefna Íslands eiga að
taka mið af þessu næstu 18 árin. Samhliða
æ minni losun kolefnisgasa verður reynt að
binda sem mest kolefni í gróðri og jarðvegi
með ýmsum aðferðum.
Sveitarfélög hafa sem betur fer
sett sér umhverfis- og loftslags-
stefnu, sum jafnvel líka auðlinda-
stefnu. Mosfellsbær hefur, m.a.
með stuðningi VG, tekið þátt í
vinnu við nýja, sameiginlega lofts-
lagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæð-
ið: Grunnstefnu sem sveitarfélög
geta lagað að sér. Góðar vonir eru
bundnar við hana.
Kolefnisspor Íslands er stórt miðað við
fólksfjölda. Aðgerðir hér varða bæði ábyrgð
okkar og velferð milljarða manna, þegar
allt kemur til alls. Við erum þátttakendur
í örlagaríku verkefni jarðarbúa. Það munar
um Mosfellsbæ í þessu samhengi.
Sveitarfélagið getur og á að spara orku og
minnka kolefnislosun með orkuskiptum í
sínum ranni. Fyrirtæki og samtök geta það,
einnig heimilin, og við getum unnið saman
að því að binda kolefni með því bæta við
gróðri og endurheimta votlendi. Vernda
og ganga vel um umhverfið, m.a. minnka
notkun og sóun plasts sem mengar um-
hverfið víða í sveitarfélaginu.
VG er með framsýna stefnu í umhverf-
is- og loftslagsmálum og hefur sýnt ábyrgð í
málefnum sveitarfélagsins. Hún þarf áfram
að skila sér til samfélagsins í Mosó.
Ari Trausti Guðmundsson
skipar 14. sæti V-lista í kosningunum 14. maí.
Öll á sama báti
Nú þegar Hlégarður hefur verið
opnaður á ný getum við loksins
farið að nota aðstöðuna til að njóta
lista og menningar sem í boði er í
bænum.
Það er mikil söngmenning í bæn-
um okkar. Við erum rík af kórum
og ekki síður listafólki sem bæði er
búið að gera garðinn frægan eða er
að gera tónlist og skapa alls konar list
Hvernig væri að opna Hlégarð nokkra
daga í mánuði og gefa fólki færi á að nýta
húsið sem vettvang til að koma sér á fram-
færi? Það væri hægt að bjóða kórum upp
á að hafa opnar æfingar, halda sýningar
listafólks eða aðra sköpun.
Þessir viðburðir yrðu opnir fyrir Mosfell-
inga og aðra gesti. Nú nýverið var stofnað
lista- og menningarfélag Mos-
fellinga sem er ætlað að sameina
listamenn og gera meira úr menn-
ingu bæjarins. Aðgangseyrir að
viðburðum gæti verið hóflegur og
runnið til þessa nýja og mikilvæga
félags.
Ég get sagt út frá sjálfum mér
sem meðlim í Karlakór Kjalnes-
inga og Stormsveitinni að ég væri meira en
til í að fá að koma fram og syngja án gjalds
en styrkja gott málefni í staðinn, og ég held
ég tali fyrir munn margra því fyrir okkur er
það allra skemmtilegasta að koma fram
fyrir áheyrendur.
Kristján Erling Jónsson
skipar 7.sæti á lista Vina Mosfellsbæjar
Líf í bæinn
Það er gott og eftirsóknarvert að
búa í Mosfellsbæ eins og við öll
vitum. Samkvæmt könnunum eru
íbúar hér með þeim ánægðustu
á landinu sem er ekkert nýtt fyrir
okkur sem höfum búið hér lengi.
Það er nefnilega alvitað að það
er best að búa í Mosfellsbæ, þar
sem sveit og borg sameinast í
hina fullkomnu blöndu sveitar og
byggðar.
Í Mosó eru góðir skólar og mjög
flott íþrótta- og tómstundalíf og
frábært að alast hér upp. Mos-
fellsbær er gæðasamfélag sem við
í meirihlutanum höfum unnið í að
þróa og skapa undanfarin ár og við
viljum halda því áfram.
Við viljum líka halda áfram að vera snjöll
og framsýn og ætlum að opna FabLab
smiðju og viljum líka koma á fót Þróunar-
og nýsköpunarsetri sem gefur endalausa
möguleika fyrir ungt fólk til að taka þátt í
þróun og nýsköpun. Staður þar sem ungt
fólk kemur hugmyndum sínum á fram-
færi.
Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum áfram
að stuðla að því að boðið verði upp á
fjölbreytt húsnæði fyrir alla aldurshópa
í nýjum hverfum bæjarins. Mismunandi
stærðir og skipulag á íbúðum henta ólíkum
hópum af fólki. Með því að auka úrval og
framboð á fjölbreyttari íbúðum viljum við
passa að allir sem eru að leita að heimili í
Mosfellsbæ geti fundið eitthvað sem hentar
fyrir sig. Fyrir ungt fólk og ungar fjölskyldur
er það spennandi valkostur að geta eignast
sína fyrstu íbúð hér í Mosfellsbæ.
Áherslur Sjálfstæðisflokksins
eru að stuðla að því að boðið
verði áfram upp á fjölbreytta og
fjölskylduvæna byggð, fjölbreytta
möguleika á húsnæði fyrir alla og
allar fjölskyldustærðir allt frá ein-
staklingsíbúðum til stærri eigna
fyrir stórar fjölskyldur.
Við viljum byggja upp stóra og
fjölbreytta byggð á Blikastaðalandi.
Blikastaðalandið er tilvalið svæði
til að bjóða upp á fjölbreytt úrval
af húsnæði fyrir bæði núverandi og
verðandi Mosfellinga.
Ekki má gleyma þeim sem
byggðu upp þetta samfélag og er
Mosfellsbær með forystu Sjálf-
stæðisflokksins búinn að gera samning um
uppbyggingu á íbúðum í Bjarkarholti fyrir
eldri borgara í samstarfi við Eir. Þar munu
rísa öryggis- og þjónustuíbúðir sem munu
tengjast við núverandi byggingar auk þess
sem húsnæði fyrir félagsstarf mun aukast
mjög mikið. Þessar viðbætur tryggja það að
bærinn geti mætt þörfum þessa ört stækk-
andi hóps enn betur.
Íbúafjöldi Mosfellsbæjar hefur frá árinu
2004 til dagsins í dag tvöfaldast og frá 2011
hefur aukningin verið 50%. Það mætti
þá kannski segja að Mosfellingurinn og
fyrrverandi forsetafrú hafi haft rétt fyrir
sér þegar hún sagði að Mosfellsbær væri
stórasti bærinn eða eitthvað í þá áttina.
Ragnar Bjarni Zoëga og Þóra Björg frambjóð-
endur á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar 14. maí
Mosó, stórasti bærinn!
Á undanförnum árum hefur Mos-
fellsbær vaxið jafnt og þétt og í dag
eru 5 grunnskólar og 9 leikskólar
starfræktir í bæjarfélaginu.
Sem starfandi kennarar hér í bæ
höfum við fundið fyrir vaxandi þörf
á sértækum úrræðum af ýmsum
toga fyrir börn og ungmenni sem
kljást við félagslega einangrun,
einhverfu, ADHD taugaþroska-
röskun, tengslavanda, þroska-
skerðingu, sjálfsskaða, geðrask-
anir, áhættuhegðun, tölvufíkn og
hegðunarvanda. Auk þess sárvant-
ar móttökudeild fyrir nýbúa með
annað móðurmál en íslensku, en
þeim hefur farið fjölgandi í bæjar-
félaginu.
Hugmyndafræðin „skóli án aðgreining-
ar“ er flott á blaði en hefur ekki verið fylgt
inn í skólakerfið með því fjármagni og sér-
þekkingu sem þarf til. Allt of fá úrræði hafa
verið í boði fyrir börn með mikinn vanda og
biðin eftir því að komast að hjá sérfræðing-
um oft allt of löng. Við það skapast mikið
álag, bæði innan skólakerfisins og inn á
heimilunum. En hvað er til ráða?
Við í Framsókn teljum að með því að
koma upp miðlægðri þjónustumiðstöð sem
býður upp á margs konar úrræði, sniðnum
að þörfum hvers og eins, megi draga veru-
lega úr þessu álagi. Í slíkri þjónustumið-
stöð væru starfandi sérfræðingar
á sviðum sálfræði, talmeinafræði,
atferlistfræði, uppeldisfræði, ný-
búafræði og kennsluráðgjafar, svo
eitthvað sé nefnt. Þessir sérfæðing-
ar gætu nýst öllum börnum leik-og
grunnskólanna, líka yfir sumartím-
ann. Þessir sérfræðingar kæmu inn
í skólana eftir þörfum hverju sinni,
auk þess sem húsnæði þjónustu-
miðstöðvarinnar væri nýtt til
kennslu og námskeiðahalds. Þjón-
ustumiðstöðinni væri einnig ætlað
að veita foreldrum upplýsingar og
aðstoð hvað réttindi barna þeirra
varðar.
Hið sögufræga hús, Brúarland,
væri tilvalið fyrir slíka þjónustu-
miðstöð, en undanfarin ár hefur húsnæðið
verið nýtt til skólahalds og nemendum og
starfsfólki liðið afar vel þar.
Með því að byggja upp miðlæga þjón-
ustumiðstöð í Brúarlandi tryggjum við
skólakerfinu hér í bæ greiðan aðgang að
sérfræðingum og stuðlum að snemmtækri
íhlutun sem líta þarf á sem fjárfestingu
í framtíðinni, bæði fyrir einstaklinginn,
fjölskyldu hans og samfélagið.
Erla Edvardsdóttir og Þorbjörg Sólbjartsdóttir
Höfundar eru grunnskólakennarar og skipa 6.
og 8. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ.
Snemmtæk úrræði fyrir skóla-
samfélagið. Hvað er til ráða?
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum
má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins:
www.mos.is/storf
Laus störf í Mosfellsbæ