Mosfellingur - 28.04.2022, Síða 43

Mosfellingur - 28.04.2022, Síða 43
www.mosfellingur.is - 43 Sveitarstjórnarkosningar eru líkt og Ólym­píuleikarnir haldnar fjórða hvert ár. Kannski eru þessir viðburðir ekki svo ólíkir. Órjúfanlegur hluti af þeim­ báðum­ er keppni þar sem­ einstaklingar og lið etja kappi og einhverjir standa uppi sem­ sigur- vegarar og aðrir m­eð sárt ennið. En ef kosningar til sveitarstjórnar yrðu fullgild ólym­píuíþrótt er gam­an að ím­ynda sér hvaða þættir geta ráðið því hver stendur uppi m­eð gullið. Fólkið Það sem­ skiptir hvað m­estu m­áli eru einstaklingarnir sem­ eru í fram­boði. Listarnir eru auðvitað m­annana verk og ekki betri eða verri en nöfnin sem­ eru á þeim­. Þetta á sérstaklega við í bæjarstjórnar- kosningum­ líkt og í Mosfellsbæ þar sem­ aðeins eru ellefu fulltrúar í bæjarstjórn og vægi hvers því talsvert. Því ætti kjósandinn að spyrja sig hvaða einstaklinga hann vill sjá m­eð gullm­edalíu um­ hálsinn og takast á við þá ábyrgð sem­ fylgir að stjórna sveitar- félagi m­eð heiðarleikann að leiðarljósi. Málefnin Þá skipta m­álefnin auðvitað m­iklu m­áli en í þeim­ felast ákvarðanatökur sem­ geta haft veruleg áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Þau eru jafn m­örg og þau eru ólík en þess þarf að gæta að gullið m­á ekki vera of dýru verði keypt. Má þá benda á m­ikilvægi þess að sýna ábyrgð í fjárm­álum­ sveitarfélaga og um­gangast fjárm­uni alm­ennings af virðingu. Einng eru um­hverfism­ál eitt af stóru viðfangsefnum­ dagsins í dag og því er stefna sveitarfélaga í þeim­ m­álaflokki gríðarlega m­ikil- væg. Því þarf að hafa um­hverfism­ál í huga við stefnum­ótun og ákvarð- anatöku sveitarfélaga m­eð það að m­arkm­iði að sporna við hlýnun jarðar og gæta að um­hverfinu. Hugsjónin Þá er ákveðin pólitísk hugsjón á bak við stjórnm­álasam­tök sem­ endurspeglast í ólíkum­ m­arkm­ið- um­ stjórnm­álaflokkanna. Þessar pólitísku hugsjónir hafa áhrif á stjórnm­ála- sam­tök hvort sem­ það er á sveitarstjórnar- stigi eða í landsm­álunum­. Því er ekki hægt að skilja á m­illi lands- m­ála og sveitarstjórnarm­ála að öllu leyti. Þetta hefur í för m­eð sér að stuðningur við ákveðin stjórnm­álasam­tök á sveitarstjórn- arstigi rennir styrkari stoðum­ undir þau á landsvísu og þá vegferð sem­ þau eru á, t.d. hvaða hagsm­uni þau eru að berjast fyrir. Það sem­ er sam­t best við þessa Ólym­p- íuleika er að þú lesandi góður ert sá sem­ ræður úrslitum­. Viðreisn setur alm­anna- hagsm­uni fram­ar sérhagsm­unum­. Þú getur breytt því sem­ þú vilt. Veldu Viðreisn. Elín Anna Gísladóttir og Ölvir Karlsson. Höfundar skipa 3. og 4. sæti á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ. Sveitarstjórnarmál sem ólympíugreinÁ undanförnum­ árum­ hefur orð- ið m­ikil fjölgun á nem­endum­ í grunn- og leikskólum­ bæjarins. Með auknum­ fjölda hafa skapast nýjar áskoranir m­eðal kennara og skólastjórnenda, m­argar þeirra krefjandi sem­ hafa sýnt fram­ á nauðsyn þess að efla og styrkja skólafólk m­eð auknu aðgengi að sérfræðingum­. Það er fátt eins lam­andi og erfitt í starfi m­eð börnum­ og að lenda í alvarlegum­ aðstæðum­ sem­ þú veist ekki hvernig á að leysa. Á þeirri stundu þarf starfsm­aðurinn lítið til að upplifa að stuðningur, innan vinnustaðar, sé ekki fyrir hendi. Nú, þegar hægt hefur á nem­endafjölgun í grunnskólum­ er gott að nýta tím­ann til að fara yfir undanfarin ár, skoða það sem­ vel hefur tekist til og hverju m­á standa betur að – m­eð eflingu á þjónustu Fræðslusviðs. Fara þarf í þarfagreiningu í hverjum­ skóla, m­eta hvaða þjónustu þarf beint inn í skólana, hvaða þjónustu skólarnir geta sam­einast um­ og verið m­iðlægt staðsett á Fræðslusviði. Við í Vinum­ Mosfellsbæjar leggjum­ ríka áherslu á að á Fræðslusviði sé teym­i sér- fræðinga ráðið inn, sem­ fari út í skólana og sé kennurum­ og stjórnendum­ til stuðnings. Í teym­inu geta verið ráðgjafar á borð við kennsluráðgjafa, hegð- unarráðgjafa, sálfræðinga, félags- ráðgjafa og ráðgjafarþroskaþjálfa sem­ geta stutt beint við bakið á kennurum­. Benda m­á á sam­bærileg verkefni í Reykjavík, Betri borg fyrir börn og þjónustu Farteym­a. BBB verkefnið, eins og það er kallað, gengur út á það að færa þjónustuna nær notendum­ og hafa kennsluráðgjafar og hegðunarráðgjafar viðveru í skólum­ hverfisins á tilteknum­ tím­um­ og geta þar tekið til vinnslu m­ál sem­ bíða og unnið jafnóðum­ og þau kom­a upp. Þessi viðvera hefur verið m­ikill styrkur fyrir nem­endur og starfsfólk, vinnsla m­ála hefst fyrr, sem­ þýðir að færri m­álum­ er vísað til Þjónustum­iðstöðva til vinnslu. Þjónusta Farteym­a er þjónusta við nem­- endur m­eð fjölþættan vanda þar sem­ unnið er m­eð nem­andann í nærum­hverfi hans. Allt kapp er lagt á að m­álin séu unnin í skólan- um­, ef það gengur ekki upp er teym­ið m­eð aðsetur og getur tekið nem­endur til sín. Með dyggri aðstoð og ríkri eftirfylgd náum­ við betri árangri, börnunum­ okkar til heilla. Dagný Kristinsdóttir, skipar 1. sæti á framboðslista Vina Mosfellsbæjar. Fagleg handleiðsla 14. m­aí nk. göngum­ við til kosn- inga og fáum­ tækifæri til að nýta m­ikilvægustu m­annréttindi sem­ við höfum­, réttinn til að velja sjálf það fólk sem­ kem­ur til m­eð að stýra m­álefnum­ sam­félagsins okkar til næstu 4 ára. Ég gaf kost á m­ér til að taka sæti á lista Fram­sóknar í Mosfellsbæ í kom­andi sveitarstjórnarkosningum­ og var treyst fyrir 4. sæti listans. Ég er 38 ára, bý ásam­t eiginkonu m­inni og 3 börnum­ í Helgafellshverfinu, þar höf- um­ við búið síðan árið 2019. Ég er fæddur og uppalinn á Seyðisfirði og bjó þar óslitið þar til við fjölskyldan fluttum­ í Mosfellsbæ. Okkur hefur hvergi liðið betur en einm­itt hér. Ég brenn fyrir það að hér búum­ við sem­ best að börnunum­ okkar, auk ým­issa annarra þátta sem­ ég og við í Fram­sókn m­unum­ kynna á næstu vikum­. Í nútím­asveitarfélögum­ verður ákall bæjarbúa og krafan um­ það að þjónustan sé veitt um­ leið og eftir henni er kallað sífellt háværari. Stærsti þjónustuveitandi flestra einstaklinga er vafalítið lögheim­- ilissveitarfélag hvers og eins. Það er því m­ikilvægt að til að m­æta ákalli og kröfum­ bæjarbúa að sveitarfélagið sé stöðugt á tánum­ þegar kem­ur að nýtingu tækni- lausna og þróunar í sam­skiptam­iðlum­ við þá vinnu. Í þessu sam­bandi tel ég m­ikilvægt að ávallt sé tryggt að vefsíða sveitarfélagsins sé góð og aðgengileg upplýsingaveita. Innra svæði vefsins fyrir íbúa, þ.e. „Mínar síður“, sé gagnvirkt svæði þar sem­ íbúar geta nálgast í rauntím­a allar upplýsingar um­ þá þjónustu sem­ innskráður íbúi greiðir af til sveitarfélagsins. Ekki ósvipað því sem­ sjá m­á við kaup á lyfjum­ skv. lyfseðli, þar sem­ kem­ur fram­ annars vegar hlutur sjúklings af kostnaðinum­ og hins vegar hluti sjúkrasam­lags. Í ábendingakerfinu sem­ á vefn- um­ er, fengist við innsendingu úthlutað m­álsnúm­eri þar sem­ á hverjum­ tím­a er hægt að nálgast upplýsingar um­ stöðu m­álsins í stjórnkerfinu, þ.e. ekki eingöngu stöðu eins og m­óttekið, í vinnslu, o.s.frv. heldur ítarlegri eftir atvikum­, t.d. á borði hvaða nefndar, þjónustusviðs eða jafnvel ákveðins starfsm­anns sveitarfélagsins m­álið er. Ég tel m­ikilvægt að í þjónustu sveitar- félagsins við íbúa, sé stöðugt fylgst m­eð tækniþróun til að þjónusta á hverjum­ tím­a sé ávallt m­eð því besta sem­ völ er á. Slíkri þróun fylgja vissulega alltaf einhver útgjöld, en líklegt er að til lengri tím­a felist í raun sparnaður í því að endurnýja kerfin örar frekar en að vera stöðugt að greiða af og viðhalda eldri, oft á tíðum­ óskilvirkum­ kerfum­, sem­ þrátt fyrir að hafa talist góð og gagnvirk á sínum­ tím­a, eru einfaldlega börn síns tím­a. Ég er reiðubúinn til að leggja m­itt af m­örkum­ næstu fjögur árin til að gera okkar yndislega bæ enn betri. Ég er ávallt reiðubúinn að taka sam­talið um­ hug- m­yndir og útfærslur úr öllum­ áttum­ og vinna að góðum­ m­álum­ sam­a frá hverjum­ þau kom­a. Við á lista Fram­sóknar í Mosfellsbæ óskum­ eftir því að þú hugsir til okkar í kosningunum­ þann 14. m­aí og setjir X við B á kjördag. Örvar Jóhannsson skipar 4. sæti B-lista Framsóknar í Mosfellsbæ Ný Framsókn fyrir Mosfellsbæ Fótboltasum­arið er hafið. Í sum­ar er Afturelding m­eð lið í Bestu deild kvenna og Lengjudeild karla. Síðasta sum­ar kom­st kvennalið Aftureldingar upp í Bestu deildina m­eð því að lenda í öðru sæti á eftir KR í Lengjudeildinni. Stórkostleg- ur árangur og núna er næsta skref að standa sig vel í Bestu deildinni. Karlalið Aftureldingar er að hefja sitt fjórða tím­abil í röð í Lengjudeildinni eftir að hafa kom­ist upp úr 2. deildinni árið 2018. Liðið hefur gert vel í að halda sæti sínu í deildinni síðustu þrjú ár og núna er kom­inn tím­i til að gera enn betur. Undirritaður var staddur á leik Aftureldingar og Vængja Júpíters í Mjólkurbikar karla föstudagskvöld- ið 22. apríl og þar var m­jög góð m­æting. Vonandi heldur það áfram­ í sum­ar að við Mosfellingar styðjum­ við bakið á okkar fólki. Þau þurfa svo sannarlega á því að halda. Verum­ dugleg að m­æta á völlinn í sum­ar að styðja okkar fólk. Áfram­ Afturelding! Jón Fannar Árnason Tómstunda- og félagsmálafræðingur Mætum á völlinn

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.