Mosfellingur - 28.04.2022, Page 48

Mosfellingur - 28.04.2022, Page 48
 - Aðsendar greinar48 Flest viljum við lifa lengi en enginn vill verða gamall. Hvert aldursskeið hefur sinn sjarma og maður þarf stöðugt að minna sig á að njóta þess hlutverks sem maður hefur á hverjum tíma. Það er jafnframt mikilvægt á öllum þessum ald- urskeiðum að við finnum að við höfum tilgang, finnum að það sé hlustað á okkur, að við skiptum máli og njótum virðingar. Þegar kemur að þjónustu hins opinbera við eldra fólk þá eru þarfirnar jafn ólíkar og á öðrum aldursskeiðum. Við þurfum nefni- lega að gæta þess að skilgreina fólk ekki eingöngu út frá aldri. Þrátt fyrir að fólk sé komið á eftirlauna- aldur þá er fjölbreytni innan þess hóps af ýmsum toga. Sumir eru hraustir líkamlega en aðrir ekki, sumir eru mjög vel á sig komnir and- lega en aðrir síður. Sumir eru vel staddir fjárhagslega og aðrir ekki. Sumir eiga mikið bakland í sínum fjölskyldum og maka en aðrir eru ekki svo lánsamir. Þessar lýsingar geta átt við um fólk á öllum aldri. Þannig má færa rök fyrir því að aldur sé afstæður. Aldursvænt samfélag En hvað er það sem málið snýst um þegar kemur að þjónustu við eldra fólk? Jú, þar er af nægu að taka. Húsnæðismál, heilbrigðis- þjónusta, félagslíf, aðstöðumál og kjaramál svo tekin séu dæmi. Auk þess mætti nefna aðkomu eldra fólks að stjórnkerfinu og ákvarðanatöku þar. Framsókn leggur áherslu á að ráðist verði í allsherjar endurskipulagninu á þjónustu við eldra fólk. Aukin samvinna innan kerfisins yrði leiðarljósið í þeirri vinnu. Af- raksturinn þarf að vera persónumiðuð og sveigjanleg þjónusta. Fólk fengi þannig þá þjónustu sem það þarf en ekki bara þjón- ustu sem hentar kerfinu að veita. Innleiða þarf tæknilausnir sem nú þegar eru til þannig að þjónustan sé skilvirk, hröð og aðgengileg. Annað lykilatriði sem er nauð- synlegt að nefna í þessu sambandi og þeir þekkja sem að málum hafa komið er samvinna ríkis og sveit- arfélaga þegar kemur að þjónustu við eldra fólk. Samskipti um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu- íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög. Samskipti um heilbrigð- isþjónustu sem þarf að veita inni á heimilum og samskipti um kjör eldra fólks svo eitthvað sé nefnt. Það er mikilvægt að sveitastjórn- arfólk beiti sér stöðugt fyrir því að hægt sé að veita framúrskarandi nærþjónustu og að þau hafi frumkvæði að uppbyggilegu samtali við ríkið í málaflokknum. Framsókn í Mosfellsbæ treystir sér til að vera leiðandi í þeirri kerfisbreytingu sem þarf að eiga sér stað og lýst hefur verið stuttlega í þessari grein. Við treystum okk- ur til að hafa frumkvæði, setja okkur inn í málin og vinna ötullega að því að það verði gott að eldast í Mosfellsbæ. Við treystum okkur til að eiga samstarf við hagsmunasamtök eldra fólks til að raddir þeirra fái að heyrast og til að þau geti áfram haft áhrif á það hvernig samfé- lagið okkar þróast. Við trúum því nefnilega að þjónusta við eldra fólk sé fjárfesting í framtíðinni. Ef þú vilt líka vera hreyfiafl í þínu sam- félagi settu þá x við B í kosningunum 14. maí. Halla Karen Kristjánsdóttir, 1. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ Aldís Stefánsdóttir, 2. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ Ég vil eldast í Mosfellsbæ Góður svefn í íslenskum ullarfaðmi eykur vellíðan Íslenskar ullarsængur Fáanlegar á Lopidraumur.is Sundlaugarnar í Mosfellsbæ eru mikið notaðar og þekkt að gestir komi frá Reykjavík til þess að fara í Lágafellslaug þar sem laugin hent- ar notendum með ólíkar þarfir og þykir barnvæn. Hún er hins vegar líka þekkt fyrir vel heppnuð ilmsaunukvöld, þar sem færri komast að en vilja. Margt hefur verið vel gert en lengi má gera gott betra. Samfylkingin telur nauðsynlegt að marka stefnu til næstu ára, þegar kemur að laugum og baðmenningu innan bæjarins. Eins og margir vita er Mosfellsbær eitt mesta lághitasvæði landsins og ekki margir áratugir síðan það voru opnir hverir víða um sveitina. Hitaveituvatnið er því partur af sögu bæjarins og margir kannast við myndir af innilauginni í Álafossi og 50 metra straumlauginni í Varmá ofan við Ála- fossinn sjálfan. Svo ekki sé minnst á upphaf ylræktar í landinu í Reykjahverfi um 1930. Á síðustu árum hafa risið baðstaðir í tengslum við ferðaþjónustu víða um land og er ekkert lát á því. Umræða um upp- byggingu á slíkum stað í Mosfellsbæ hefur hins vegar verið lítil. Á námsárum mínum erlendis vann ég við rannsókn hvað varðar hönnunarforsend- ur á heilsubaðstöðum og heimsótti tugi þeirra víða um heim og sá að ein af bestu staðsetningum á slíkum stað á Íslandi væri í Mosfellsbæ. Ástæðan er að slíkir staðir þurfa að vera á jaðarsvæðum þéttbýlis, oftast í tengslum við vatn og skóg. Lands- lagið má móta, en nálægðin við Reykjavík er atriði sem allir hinir baðstaðirnir sem eru að rísa út á landi hafa ekki. Mosfellsbær hefur því söguna, heitavatn- ið, landslagið og um fram allt, nálægðina við höfuðborgarsvæðið. Uppbygging á heilsubaðstað tikkar í öll box hvað varðar heilsusamlegt samfélag, en slík uppbygging tikkar líka í box atvinnusköpunar og framtíðartekna fyrir bæjarfé- lagið. Stefnumörkun Atvinnuuppbygging getur verið stefnumörkuð og oft í hendi sveit- arstjórnarfólks hvaða starfsemi byggist upp innan sveitarfélagsins og hver alls ekki. Stefnumörkun og framtíð- arhugsun í skipulagi er grundvallaratriði í stefnu Samfylkingarinnar. Í stefnuleysi stýr- ir enginn því sem byggist upp í bænum. Með því að afmarka sérafnotasvæði inn- an bæjarins má bjóða fjárfestum að koma og byggja upp þjónustu eins og heilsubað- stað með möguleika á frekari uppbyggingu heilsuhótels á viðkomandi svæði. Það væri stefnumörkuð sérvalin atvinnuuppbygging. Í þessu tilfelli skiptir ekki miklu máli hvort land væri í einkaeigu eða í eigu bæjarins, það samtal yrði bara að taka. Spurningin er bara hvernig atvinnuuppbyggingu og þjón- ustustarfsemi vilja bæjarbúar sjá í bænum. Fjármögnunin væri á hendi fjárfesta en bærinn yrði að vinna forvinnuna til þess að fjármagnið komi inn í bæjarfélagið. En hvað sem af verður er kannski best að líta okkur nær á þessu kosningavori og byrja á því að lengja opnunartíma okkar núverandi sundlauga í samræmi við laugar í Reykjavík og að hlusta á óskir sundlauga- gesta til þess að gera sundlaugarnar okkar enn betri. Viljum við fara enn lengra og byggja heilsubaðstað er vilji það eina sem þarf. Við verðum hins vegar að segja það svo eftir því verði tekið, restin er útfærsluatriði sem verður leyst. Settu x við S á kjördag. Ómar Ingþórsson, skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar Heilsubaðstaður og heilsueflandi samfélag Hefur þú skoðanir á því hvernig umhverfið í kringum þig og fjöl- skylduna þína er í bænum? Vissir þú að nú stendur yfir vinna við end- urskoðun aðalskipulags Mosfells- bæjar, þar sem verið er að ákveða skipulag bæjarins, þar með talið hvernig umhverfi þitt, verður? Er það ekki nokkuð eðlileg krafa í nútímasamfélagi að íbúar geti komið að þessu ferli og komið athugasemdum sínum á framfæri áður en búið er að vinna mest alla vinnuna? Ólíkt núverandi meirihluta teljum við í Viðreisn aðkomu íbúa mikilvæga. Við teljum það mikil- vægt að raddir sem flestra heyrist svo að meiri sátt ríki um skipulagið í bænum. Óánægja með skipulagsmál Í þjónustukönnun sem Gallup fram- kvæmir í sveitarfélögum á hverju ári kemur skýrt fram að ánægja með skipulagsmál, almennt í sveitarfélaginu, hefur minnkað marktækt á þessu kjörtímabili. Það fer því ekki á milli mála að hér er verk að vinna og við í Viðreisn viljum breyta þessu. Undirgöng við Sunnukrika Við viljum að umhverfið okkar sé öruggt. Þess vegna viljum við skoða umferðaröryggi í bænum alveg sérstaklega. Eins og margir íbúar hafa sennilega orðið varir við þá eru framkvæmdir hafnar við frárein af Vesturlandsvegi inn í Sunnu- krika. Ein fyrirsjáanleg afleiðing þess að beina umferðinni þarna inn í Krikahverfið er meiri umferð fram hjá Nettó til móts við Krikaskóla og yfir gönguleið barnanna í hverfinu á leið í skóla og tómstundir. Sama hætta er til staðar við Álafossveg þar sem göngustígurinn sem liggur með- fram Vesturlandsveginum fer yfir Ála- fossveginn, nokkrum metrum frá afrein Vesturlandsvegarins inn í Helga- fellshverfið. Á þessum tveimur stöðum þarf að okkar mati að gera undirgöng. Við þurfum ekki að bíða eftir alvarlegu slysi, við getum byrgt brunninn áður en barnið fellur í hann. Grár miðbær Helsta einkenni miðbæjar Mos- fellsbæjar í dag eru grá torg, gráar götur og grá bílastæði. Það má helst líkja miðbænum okkar við Skeifuna sem ekki getur talist okk- ur til framdráttar. Við í Viðreisn viljum breyta þessu. Við viljum miðbæ þar sem mannlíf, menning og græn svæði gera umhverfið aðlaðandi og umfram allt þá viljum við byrja á því að hlusta á hvaða hugmyndir bæjarbúa hafa um miðbæinn okkar. Vesturlandsvegur í stokk Framtíðarsýn okkar í Viðreisn er að Vest- urlandsvegurinn, sem sker bæinn okkar í tvennt, verði lagður í stokk. Við viljum að bærinn verði ein heild. Í stað þjóðvegar sem klýfur Mosfellsbæ kæmi frábært svæði til uppbyggingar til framtíðar og getur styrkt allt umhverfi miðbæjarins til að verða enn líflegri. Hugmyndir Vegagerðarinnar um framtíð Vesturlandsvegarins í gegnum bæinn okkar er að byggja upp mörg mislæg gatnamót. Þó svo að slíkar framkvæmdir gætu létt á umferðarhnútum á álagstímum þá eru þær ekki til þess fallnar að gera umhverfið fal- legra eða minnka mengun, hvað þá að bæta bæinn okkar og gera hann heildstæðari. Við viljum bæta mannlífið í bænum okkar. Þú getur breytt - Veldu Viðreisn. Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar í Mosfellsbæ Valdimar Birgisson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ Af hverju skiptir skipulagið máli?

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.