Merkúr - 01.09.1939, Side 22
Fjörugur fundur í skólafjelaginu.
árlega því fje, sem fært þykir, í þessu skyni. En skólinn
hefur lengi verið afskiftur um fjárframlög og þó hlut-
fallslega mest síðustu árin, þegar liann var orðinn fjöl-
mennasti framhaldsskóli landsins.
Ekki eru tök á því hjer, að rekja dagleg störf í skólanum.
í lionum eru venjulega seinustu árin kringum 300 nem-
endur á ári, i 10—12 deildum. Námstíminn er 4 ár, auk
undirbúningsdeildar og framhaldsdeildar, sem veitt getur
1—2 ára nám. Kennarar eru um 25 og námsgreinar, sem
hægt er að stunda, eru 15. Daglegur vinnutími i skólanum
er frá 8,15 á morgnana til 10 á kvöldin og kent 55—60
stundir á dag. Auk þess eru æfingatímar (fyrir vjelritun
er t. d. sjerstök æfingastofa.) Loks er ýmiskonar fjelagslíf
í skólanum, eins og ávalt hefnr verið, og íþróttalíf. Mál-
fundafjelagið mun vera elsta fjelag skólans og skólablað-
ið Viljinn hefur nú komið út í 30 ár og Verslunarskóla-
blaðið í 6 ár. Nú starfar í skólanum málfundafjelag, tafl-
fjelag, bindindisfjelag og söngflokkar (og stundum hafa
uemendur haft hljómsveit). Iþróttir eru talsvert iðkaðar,