Merkúr - 01.09.1939, Blaðsíða 58
56
á hærra stig en það, að sama aðferðin var notuð til þess
að knýja skipin áfram hjá Egyptum hinum fornu 3000
árum f. Kr. og á 15. og 16. öld, er hinir miklu landa-
fundir stóðu sem hæst. Aðeins var orðin hjer sú framför,
að í staðinn fyrir eitt stórt segl, sem Fönikíumenn
notuðu, notuðu landkönnuðir miðaldanna venjulega þrjár
siglur á sínum skipum. Seglskipin fóru samt smám sam-
an, eftir lok miðaldanna, að verða stærri og vandaðri, og
voru þau nú bygð með ýmsu móti, oft með mörgum og
stórum siglum. En gagnbreyting verður samt ekki á sviði
siglinganna fyr en á 19. öld, að mönnum tókst að nota
gufu sem hjálparmeðal til þess að knýja skipin áfram á
öldum hafsins.
Frá alda öðli hafa menn veitt því athygli, hve gufan
býr yfir miklum krafti, og liöfðu þegar í fornöld verið
gerðar ýmsar tilraunir til þess að nota þetta afl. Arc-
himedes gerði ca. 250 árum f. Ivr. tilraun til þess að nota
gufuna í sambandi við einskonar fallbvssu, og fleiri eðlis-
fræðingar gerðu ýmsar aðrar tilraunir. Á 17. öld er farið
að nota gufuna til þess að lyfta ýmsum þungum hlutum,
og verða nú til gufuvjelar af ýmsum gerðum. Höfundur
gufiivjelarinnar eins og hún er notuð nú, er talinn James
W,att, sem árið 1769 bafði tekist að endurbæta til muna
þær gufuvjelar, sem til voru.
Þegar mönnum hafði tekist að finna þannig vjel,
sem knúð áfram með gufukrafti, gat komið ýmsum blut-
um og' vjelum á hreyfingu, leið ekki á löngu þar til reynt
var að koma þessari vjel fyrir í skipum, og láta bana
hjálpa til þess að knýja þau áfram. Jeg gat þess lijer að
framan, að sömu öflin hefðu verið noluð til þess að knýja
skipin áfram frá fyrstu tímum og fram á 19. öld, en i
þessu sambandi befði mátt geta þess, að í fornöld böfðu
menn reynt að finna aðferð til þess að knýja skipin áfram
með öðru móti, og er getið um það, að Rómverjar hafi
revnt að nota einskouar skófluhjól á skipurn sínum, sem
snúið var af handafli. Tilraunir þessar höfðu enga