Merkúr - 01.09.1939, Page 24
Kensliistund í vjelritunardeild.
sögn í umferðareglum og ýmsum áþekkum atriðum dag-
legs lífs, sem Verslunarskólinn byrjaði að kenna fyrir
nokkrum árum. Þá má nefna heimsóknir nemenda i ýms
verslunar og iðnfyrirtæki. Um þetta má annars vísa tii
skólaskýrslna.
Framundan eru nú enn ýms verkefni. Það er ekki lik-
legt að ástæða sje til þess, að auka liinn upphaflega skóla
meira en orðið er. Máske væri heldur ástæða til þess að
draga hann saman og skyldi þó fara varlega með allar
slíkar hömlur. En ýmsa þá nýju starfrækslu, sem upp
liefur verið tekin, má enn auka og á að auka.
Framhaldsdeildina á enn að efla sem rannsóknar- og
fræðslustofnun um allskonar viðskiptamál, hagfræði og'
stjórnfræði og vörufræði. Þessi starfsemi hennar á að
l)einast jöfnum liöndum út á við, til almennings í landinu,
og inn á við, til verslunarstjettarinnar sjálfrar.
Sjernámsdeildir ætti að starfrækja í skólanum fyrir
starfandi verslunarmenn, sem lokið liafa almennu versl-
unarprófi, en hafa tekið upp sjerstakt starf, t. d. sem banka-
1