Merkúr - 01.09.1939, Side 32

Merkúr - 01.09.1939, Side 32
30 unarstjettarinnar sje nú svo komið, að vel við nnandi megi teljast, og að fyrsta áfanganum á leiðinni til full- kominnar innlendrar verslunarmentunar sje náð. Nú er því að lief jast nýr þáttur. Þáttur, sem að núlifandi kynslóð ber að inna af hendi í framhaldi af því, sem þegar hefir unnist. Ef við köllum fyrri þáttinn „Almenna verslunarskólamentun“, mætti kalla þann næsta „Vísinda- lega verslunarháskólamentun“ eða eittlivað i þá átt. Eins og kunnugt er hafa flestar menningarþjóðir nú- tímans ekki aðeins látið sjer nægja að sjá verslunarmönn- um sínum fvrir almennri sjermentun, lieldur hefir þró- unin í verslunar- og viðskiftamálum nú einnig krafist hreinnar vísindalegrar l'ræðslu fyrir forystumenu á þess- um sviðum. I flestum tilfellum er slíku námi komið fyrir, annað hvort í sjerstökum háskólum, eða sem deildum við há- skóla, og þar með hefir ])að verið viðurkent, að þessi fræðigrein eigi fyllilega rjett á sjer, á horð við aðrar þær vísindagreinar, sem hver menningarþjóð telur sjer skylt að hlúa að og efla. Undanfarin ár hefir Verslunarskóli íslands gert lil- raunir með að starfrækja framhaldsdeild fyrir nemend- ur, er lokið hafa fullnaðarprófi frá sjálfum dagskólan- um. Starfsemi þessi hófst haustið 1933 og er því liinn fjTrsti vísir að verslunarmentastofnun hjer á landi, sem hefir verið í líkingu við erlenda verslunarháskóla. Hjer hefir að vísu, að sumu leyti, verið um tilrauna- starfsemi að ræða, sem við ýmsa byrjunarörðugleika hefir átt að etja. Aðsóknin að framlialdsdeildinni hefir verið mjög mis- sjöfn frá ári til árs. Flestir hafa verið skráðir í liana 17 nemendur. í deildinni hefir aðal áherslan verið lögð á kenslu í viðskiftafræði, hagfræði, rekstursfræði og' tungu- málum. Námstími einstakra nemenda liefir verið nokkuð misjafn. Sumir hafa aðeirts tekið próf í tungumálum

x

Merkúr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.