Merkúr - 01.09.1939, Qupperneq 40
38
grísku á pergament. Samningur þessi er milli skipstjóra
á sýrlensku skipi og kornkaupmanns, og er um flutning
á kornfarmi frá Sýrlandi til Alexandríu.
Þetta var nú smá útúrdúr, og er best að snúa sjer að
því, sem frá var horfið. Skipið liafði verið leigt og leigu-
samningur gerður, og mætti nú halda að starfi skipamiðl-
arans væri þar með lokið, en svo er ekki. Aðalstarf í
sambandi við skijnð befst, er það hefir verið leigt. Nú
verður að fylgjast með bverri breyfingu þess, þar til það
hefir skilað af sjer farmi sínum. Meðan hleðsla fer fram
er leigjandinn látinn fylgjast með, hvernig henni líður,
og eftir að skipið Iiefir lagt úr liöfn er hann látinn fylgjast
með ferðum þess. Þegar skipið kemur á ákvörðunarstað,
er sent skeyti til leigusala og gefnar upplýsingar um út-
lit fyrir afgreiðslunni og livenær henni muni væntanlega
lokið. Nú verður miðlarinn að aðstoða skipstjórann á all-
an hátt. Láta hann hafa peninga þá, er hann æskir eftir,
og aðstoða við innkaup til skipsins, þar sem miðlarinn
verður að gæta hagsmuna eiganda, að alt verði sem ó-
dýrast og hagkvæmast fyrir liann. Þegar skipið hefir skil-
að farmi sínum og lætur aftur úr höfn, sjer skipamiðlar-
inn um greiðslu á öllum reikningum fvrir skipið og inn-
heimtir farmgjaldið fyrir farminn. Eftir að allir reikn-
ingar eru greiddir er uppgjör samið og senl eiganda ásamt
inneign skipsins. Þá fyrst er uppgjör ásamt greiðslu hefir
verið sent af stað má segja, að starfi miðlarans sje lokið.
Fyrir starf sitt fær skipamiðlarinn venjulegast ákveðinn
hundraðshluta af farmgjaldinu. Á skipamiðlaraskrifstof-
um liangir venjulega stór tafla. Á hana er fest nöfnum
þeirra skipa, er leigð hafa verið og ferðir þeirra tilkyntar
þar. Þegar skipið hefir losað farm sinn er nafn þess svo
aftur tekið af töflunni, nema svo vel liafi farið, að tekist
hafi að útveg'a því áframhaldandi flutning.
Þannig er þá í stórum dráttum starf skipamiðlara. I
dæmi því, sem tekið var lijer að framan, er aðeins gert
ráð fyrir því venjulegasta og einfaldasta, sem fyrir kem-