Merkúr - 01.09.1939, Side 50
48
strönd Afríku, t. d. Karthagóborg hin fræga, eyjum í
Miðjarðarhafi og á Spáni, t. d. Cadiz. 1 heimalandinu risu
upp blómlegar verslunarborgir og voru stærstar þeirra
Týrus og Sídon. í borgum þessum var miðstöð verslunar-
innar, hæði frá landi og sjó. Eftir þjóðvegunum frá Mesó-
pótamíu og Arabíu komu kaupmennalestirnar hlaðnar
ýmsum gersemum, sem Fönikíumenn keyptu og fluttu
síðan með sjer til f jarlægra landa. Um langan aldur drotn-
uðu Fönikíumenn þannig á Miðjarðarhafinu og hættu
sjer jafnvel út fyrir takmörk þess. Þannig er þess getið,
að þeir hafi farið í verslunarferðir lil Englands og einnig
tókst þeim að sigla umhverfis Afríku, og tók sú ferð 3
ár. Þótt Fönikíumenn hafi þannig, eins og nú hefir verið
sagt, verið fyrsta þjóðin, sem gerði siglingar og verslun á
sjó að föstum og stórum atvinnuveg, gerðu þeir annað og
meira en að versla eingöngu við þær þjóðir, sem þeir
Jiöfðu samhand við. Á ferðum sínum fluttu þeir með sjer
menningu Austurlanda til landanna við vestanvert Mið-
jarðarhaf. Sjerstaklega má nefna, að þeir kendu stjörnu-
fræði, stærðfræði og mál og þyngdarkerfi það, er þeir
liöfðu lært af Babjdoníu mönnum. En framar öllu þessu
má telja skriftarkenslu þeirra, sem þeir liöfðu lært af
Egjxptum, en endurbætt skriftarkerfi þeirra. Grikkir lærðu
síðar þessa skrift af Fönikíumönnum og endurbættu hana,
og frá grísku skriftinni er skrift sú runnin, sem við nú
notum. Einnig austur á bóginn breiddist menning Fönikíu-
manna, og má í því sambandi nefna, að Gyðingar tóku
upp skriftarkerfi þeirra.
Svo fór um síðir að ýmsar aðrar þjóðir tóku upp sigl-
ingar að hætti Fönikíumanna, og urðu þeim loks yfirsterk-
ari í þeirri samkepni, sem þá hófst. Erlendir yfirdrottnar-
ar lögðu land þeirra undir sig, og hvarf því hin sjerstæða
menning þeirra smám saman, en skerfur þeirra í sögu
verslunarinnar og siglinganna varð stærri en nokkurrar
annarar samtíðarþjóðar.
Ekki leið á löngu þar til ýmsar þjóðir komu sjer upp