Merkúr - 01.09.1939, Side 51
49
stórum siglingaflota, sem gat annast um aðflutning á
þeim vörum, sem ekki var nóg til af í viðkomandi landi,
og fluttu úr landi vörnr þær, sem hæg't er að vera án.
Skipin voru nú orðin það fullkomin, að þau gátu lagt í
langferðir og kannað ókunn höf.
.Tafhliða því sem siglingar fornaldarinnar þróuðust stig'
af stigi, mynduðust í sambandi við þær ýmsar venjur og
lög, og var þegar á hinum fyrstu tímum siglinganna á-
kveðinn rjettur skipseigenda, skipstjóra, háseta og' far-
þega. Skipum fornaldarinnar er að mestu hægt að skipa
í tvo aðalflokka. Annarsvegar voru hin löngu, mjóu her-
skip, bygð með það fyrir augum sjerstaklega, að gott
væri að stjórna þeim og að þau kæmust fljótt áfram.
Skipum þessum var róið með mörgum árum. Hinsvegar
voru kaupförin, breið, djúprist og klunnaleg, sem notuðu
aðeins segl til þess að komast áfrarn með. Vegna þess
hve skipin voru enn háð veðráttunni, var varla um nokkr-
ar vetrarferðir að ræða, og þar sem þá var ekki til átta-
viti til þess að sigla eftir, en treysta varð eingöngu á
stjörnufræðikunnáttu og sigla eftir gangi himintungla,
kusu sæfarendurnir að sigla sem allra mest með strönd-
um fram.
Á dögum Rómverja var methraði á seglskipi frá Róm
til Alexandriu 9 dagar, en þegar korn var flutt þessa sömu
leið á mörgum kaupförum, sem fylgdust að, tók sama ferð
um mánaðartíma.
Glögt dæmi þess hve skip fornaldarinnar voru ófull-
komin og háð náttúruöflunum, má nefna sjóferð Páls
postula og hrakninga hans, er hann var á leið frá Litlu
Asíu til Ítalíu. Skip það, sem liann var á, hrepti hið versta
veður, og stoðaði ekkert þótt skipshöfnin kastaði út farmi
skipsins og áhöldum. Eftir mikla hrakninga, sem lesa má
um í Postulasögunni, strandaði skipið loks og liðaðist alt
í sundur.
Frá því í lok fornaldarinnar og fram til loka miðald-
anna má segja að tiltölulega litlar breytingar í skipabygg-
4