Merkúr - 01.09.1939, Side 72
70
móti er farinn til ónýtis sá tími, sem gekk til námsins.
Menn eiga að ljúka námi og taka próf, og síðan geta þeir
gefið sig að öðru, sem þeir girnast meir. Þeir eiga þá
höfuðstól, þar sem prófskirteinið er. Þann höfuðstól getur
enginn frá þeim tekið, cn hann getur orðið þeim að miklu
gagni síðar á lífsleiðinni, og á þann liátt sem J)á máske
sist órar fyrir.
Nú hefi jeg' gefið þjer mörg góð ráð, ef til vill svo mörg,
að þú manst þau ekki öll. Jeg ætla að draga þau saman
i fáar setningar:
Ræktu starf þitt eins vel og þjer er unt, ekki vegna
horgunarinnar, sem þú færð fyrir það, heldur vegna virð-
ingar fyrir vinnunni og sjálfum þjer til heiðurs. Þá er
enginn efi á því, að starfið gerir úr þjer meiri mann, kem-
ur þjer áfram, eykur hæfileika þína og staðfestu. Ræktu
jafnan starf þitt svo, að þú getir með góðri samvisku sagt
á eftir, að þú sjert ánægður með það.
(Á. Ö. Injddi).