Vaka - 01.09.1937, Page 7
5
þær, sem þessi lönd byggja, virÖast ákveÖnar i þvi, að
leysa vandamál sín framvegis á lýðræðisgrundvelli, að
vinna markvisst að eflingu lýðræðisins og loks í þriðja
lági að stuðla að ákveðnum umbótum á þjóðskipulaginu,
i stað þess að kollvarpa því og gera að engu baráttu og
starf margra kynslóða. Fastheldni þeirra þjóða við lýð-
ræðisskipulagið, sem bezt skilyrði hafa haft til þess að
sannprófa gildi þess, er því framar öðru þungt lóð á meta-
skálunum, þegar skera skal úr um það, hvort lýðræðis-
fyrirkomulagið svari tilgangi sínum eða ekki.
Það verður ekki algjörlega gengið fram hjá þeim miklu
árásum, sem bæði í ræðu og riti hafa komið fram á hend-
ur þessu þjóðskipulagi og skal hér drepið á nokkrar hin-
ar veigamestu.
f fyrsta lagi er því haldið fram, að það sé svo sein-
virkt og óöruggt, að skjótar og hraðvirkar framkvæmdir
séu eiginlega alveg útilokaðar, og þess vegna sé betra að
fela einum ákveðnum manni völdin. Manni, sem sé eng-
um háður og þurfi ekki að bera ákvarðanir sinar undir
pólitíska taglhnýtinga og smámenni. Það er að visu ákaf-
lega þægileg tilhugsun, að hugsa sér eitthvert ofurmenni,
sem gæti safnað þjóðinni saman í eina óskipta heild, eins
og hæna safnar ungum undir vængi sína, og leitt hana
skjótt og farsællega út úr hverskonar kröggum og erfið-
leikum, sem á vegi hennar yrðu. En möguleikinn fyrir
þvi, að fá slíkan mann fyrir einvalda, er aðeins fræðileg-
ur, en ekki raunhæfur, auk þess sem reynslan sýnir, að
svo mikil völd í höndum eins manns verða að jafnaði til
þess að spilla honum, svo að þótt við legðum upp
með stórvitran ágætismann, þá væru líkindin yfirgnæfandi
fyrir því, að eftir fárra ára bil væri hann orðinn skað-
ræðisgripur. Ef við nú, þrátt fyrir allt hugsum okkur, að
einhver þjóð verði aðnjótandi stjórnar slíks manns í 50 ár
á 500 ára fresti, svo að gengið sé lengra en hugsanlegt
er að fyrir geti komið; hvað á þá að verða um hinn höf-
uðlausa her í hin 450 árin?
Að vísu getur ein þjóð í sérstökum undantekningartil-
fellum lent í þeirri aðstöðu, að skjótari úrræða sé þörf,
en kleif eru undir lýðræðisfyrirkomulagi. En við þessu