Vaka - 01.09.1937, Page 11
9
blaSaskrif andstæðinganna hafa yfirleitt reynzt áhrifarík
eöa áhrifasnauö.
En mér þykir nauSsyn til bera, að íhuga í stuttu yfir-
liti þær árásir, sem lýðræðissinnar hafa orðið fyrir af
hálfu róttækra stúdenta á yfirstandandi vetri, og sem
hvað eftir annað hafa komið fram í blaðaskrifum þeirra,
og skyggnast jafnframt í því sambandi í þeirra eigin
barm.
UM ÁRÁSIRNAR Á LÝÐRÆÐISSINNA.
Eg mun ekki þurfa að íjölyröa um þessa hlið máls-
ins. Hin einstaka rógsiðja róttækra á hendur okkur lýð-
ræðissinnum, sérstaklega í sambandi við kosningar í
stúdentaráðið í haust, hefir sýnilega ekki safnað um sig
unnendum innan Háskólans.
Stúdentarnir hafa líklega ekki orSiö eins varir viS
„ómenninguí! og „siðleysi“ okkar lýSræðissinna og þeir
Ragnar Jóhannesson og Karl Strand virðast vera í dálk-
um Nýja stúdentablaSisns, málgagni félags róttækra.
Enn virSist ekki tiltæki róttæka félagsms, aS velja ný-
svein nokkurn til að rita sorpgrein um lýÖræðissinna í
Stúdentabla'ðiö i. des., hafa vakið mikla a'ðdáun stú-
denta, nema að því leyti, að á grein þessa mun almennt
litiS sem kátbroslegt sýnishorn þess, hversu dæmalaust
langt sumir menn geta látið aka sér út í ógöngur fyrir
einskæran hégóma. Því aS vísu þykir sumum gaman aS
láta sín getiS og sjá nafn sitt á prenti — en hvernig gat
sá piltur, sem hlut á aS máli, meS nokkru móti gert því
skil, aS rita um „stúdentana og stjórnmálin“ — nýkom-
inn inn í Háskólann og þvi alókunnugur öllum pólitísk-
um staSháttum þar?
Svo aS horfiS sé frá aSferðinni og sjálfum málflutn-
inginum í skrifum róttækra, sem er með þeim hætti, aS
eg tel mér ekki samboSið aS gera þá hliðina sérstaklega
að umtalsefni, er rétt aS athuga nokkuð ívafiS og uppi-
stöðuna i áfellisdómum hinna „hreinlunduðu, frjálslyndu
menningarvina“.
Þá er fyrsta og síðasta „grílan“ þetta, aS í rauninni
*
4