Vaka - 01.09.1937, Síða 32

Vaka - 01.09.1937, Síða 32
3° tóku upp einræ'ði 1932. Japanar voru í Þjóðabandalaginu, en hugsjónir þess voru ekki virtar meira en það, að þeir tóku Manchuko herskildi áður en þeir voru lausir við skuld- bindingar sínar til Þjóðabandalagsins, enda varð það einn fyrsti alvarlegi hnekkir þess, að geta ekkert gert við yfir- gangi Japana austurfrá. Síðan hafa þeir vigbúizt þannig, að nú eru hernaðarútgjöldin um 50% af útgjöldum rik- isins og þjóðinni hefir verið tilkynnt, að álögurnar fari vaxandi næstu 12 ár. Þó er fjárhagur þeirra voðalegur. Skuldirnar eru um 94% af öllum áætluðum þjóðartekj- um. 1 vetur var lagt fyrir þingið, að auka ríkisútgj öldin um og skuldirnar nálægt miljarð yen í nýjum rikis- skuldabréfum. Allur félagsskapur er skattpíndur og stjórn- málaflokkarnir leiksoppar í höndum herforingjaklikanna. Þessir tveir nágrannar voru þeir fyrstu, sem riðu á vað- ið með vigbúnaðinn og þóttust báðir þurfa sig fyrir hin- um að verja. En Þjóðverjar og ftalir létu ekki standa á sér. Fyrsta verk „foringjans“ var að endurbæta þýzka her- inn og síðan hefir verið haldið áfram í áttina, þótt erfið- leikar þjóðarinnar hafi hamlað jafn taumlausri vígbúnað- aráætlun og gerð var fyrir tveim árum. Árið 1932 var áætl- að 3 miljarðar marka i vígbúnað, en 1936—37 12.6 miljarð- ar og í þessi fjögur ár hafa hernaðarútgjöldin verið samtals yfir 30 miljarðar marka. Her þeirra er 800—850 þús. æfðir hermenn. Flugflotinn er yfir 2000 flugvélar og herskipin, stór og smá 108. Slík heraukning, auk alls óbeins kostnaðar, hernaðarvega, verksmiðja o. s. frv., hefir kostað þjóðina miklar fórnir og sjálfsafneitun, því eins og vitað er, var her sá, er Þjóðverjar máttu hafa samkv. Versalasamningn- um aðeins smáræði. Skuldirnar hafa aukizt gífurlega og voru við lok fjárhagsársins 1935—1936 um 23 miljarðar marka. Þessi vígbúnaður hefir verið kostaður með sífelld- um lánum, mest skyndilánum. Á síðastliðnu ári var verzl- unarjöfnuður Þjóðverja mjög hagstæður eða um 550 mill- jónir marka og ætti þeim því að vera kleift að borga eitt- hvað af lausaskuldum sínum. En vígbúnaðurinn er látinn sitja fyrir. ítalía hefir verið tiltölulega ófyrirleitnust eftir getu. Með

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.