Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 33
3i
árásinni á Abyssiníu braut hún eigi aðeins skuldbindingar
sínar viÖ ÞjóÖabandalagi'Ö, heldur af sér öll bönd velsæm-
is og mannúÖar. Allt er miÖaÖ við herinn og á síðustu
árum hefir allt verið látið sitja á hakanum vegna vígbún-
aðarins og herferðarinnar til Abyssiníu. ftalir eru nú her-
skyldir frá 21—55 ára og geta þannig boðið út 8 milljóna
her. „Friðar“herinn er sá, að þeir höfðu efni á að senda
yfir 300 þús. hermenn til Abyssiniu „án þess að veikja
varnir heima fyrir“, sagði Mussolini. Hergagnaverksmiðj-
ur eru á annað þúsund í landinu og „engin fórn er of
stór vegna endurreisnar Rómaríkis“! Á því hafa Italir
fengið að kenna. Þrátt fyrir „friÖinn“ í Abyssiníu hafa
til skamms tíma verið fluttir vikulega mörg hundruð særð-
ir menn heim til ítalíu, og ófriðurinn hefir eyðilagt fjár-
hag ríkisins.
Þessu vígbúnaðarbrjálæði er ekki hægt fyrir hin stór-
veldin að svara nema á tvo vegu. Annaðhvort að beita
valdi strax, til þess að knýja aðila til þess að standa við
gerða samninga, eða búast einnig við ófriði. Síðari leiðin
var ábyrgðarminni, enda hin tæpast fær. Það er rangt að
segja, að t. d. Bretar hafi brugðið strax við. Þeir áttuðu
sig ekki strax á hinni nýju stefnu, og ekki fullkomlega
f}T en á síðasta ári. En hér er tveim einræðisstefnum að
mæta, í fyrsta lagi bolshevismanum og í öðru lagi fascism-
anum. Allir vita, að í ófriði getur ekki öðruvísi farið, en
að þessum tveim öfgum lendi saman. Á Bretland að stuðla
að því að brytja niður annan aðilann og láta hinn svo
keppa við sig á eftir?
Vígbúnaður Breta er nú sem komið er af hreinni nauð-
syn fyrir heimsveldið. Þeir geta ekki grætt á ófriði. En
þar með þykjast allar þær þjóðir, „sem vilja sýnast", hafa
fengið fordæmi. Sökina eiga einræðisríkin, sem þurftu
„rauðan her“ og „svartstakka“ til þess að drepa niður alla
frelsisviðleitni þjóðanna og fóru að vígbúast vegna landa-
skika blökkumanna suður í Afríku. Almenningur er í eðli
sínu mótfallinn þessu glæfraspili með líf þeirra og ham-
ingju, en hvað getur hann? Þrátt fyrir „nýja, frjálslynd-
ari stjórnarskrá" með „frjálsum kosningum, auknu mál-,
prent- og fundafrelsi“ ríkja kommúnistarnir með blóð-