Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 34

Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 34
32 Félagsfréttir. Á yfirstandandi vetri hefir „Vaka“, félag lýð'ræÖis- sinnaöra stúdenta, eflzt og aukizt að félagatali. Það mmi nú vera fjölmennast stjórnmálafélag í Háskólanum og áhrifaríkast um málefni stúdenta. Vaxandi áhugi hefir einkennt félagsstarfsemina. Félagið á nú 4 fulltrúa í Stúdentaráði, þar á meðal form. og gjaldkera ráðsins. Félagsfundir hafa margir verið haídnir, þar sem rætt hefir verið um þjóðmál og stjórnmálastefnur og ákvarð- anir teknar um félagsstarfsemina. Skemmtifund, með kaffidrykkju, söng o. fl., hélt fé- lagið í síðastliðnum mánuði á Garði, og fór hann hið bezta fram. Almennum stúdentafundi gekkst félagið fyrir til um- ræðu um samband fslands og Danmerkur og framtíð þess. Framsögumaður var Gunnar Thoroddsen, alþm. Á fund- inum voru mættir Sig. Eggerz, bæjarfógeti og Gísli Sveins- son, alþm., og tóku báðir til máls. Var samþykkt álykt- un um að slíta sambandi við Dani, svo fljótt, sem lög leyfðu. Vakti þessi samþykkt úr hópi stúdenta mikla eftir- tekt, og var gerð að umtalsefni í Danmörku, í Kþup- svipu sinni yfir rússneskri alþýðu, og hún má ekki tala, skrifa né ræða um ógnaröldina. Þrátt fyrir 94% kosn- ingafylgi nazistanna er þýzka þjóðin í eðli sínu friðsöm og vill ekki stríð. Þrátt fyrir meiri ræktun á hverjum hekt- ara lands, en i flestum löndum jarðarinnar, þá er japanska þjóðin hungruð og þráir brauð í stað riffla. Þrátt fyrir „rækilega hefnd á böðlunum frá Adua“ hefir ítalska þjóð- in úthelt meira af blóði sínu og gengið nær kröftunum en það, að hún sé blind af „endurreistri dýrð Rómverja". Það hefir reynzt nógu dýrt að traðka á rétti þjóðanna, lýðræðinu, en fyrir endann verður eigi séð fyrst um sinn. Vegna þess að lýðræðið hefir verið brotið á bak aftur, titra þjóðirnar í kvíða fyrir, að sagan frá 1914—1918 endurtaki sig í ennþá hræðilegri mynd.

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.