Viljinn - 01.12.1955, Blaðsíða 8

Viljinn - 01.12.1955, Blaðsíða 8
8 E. G. Wihte: BOÐSKAPUR III ÆSKUNNAR £ ifandi trú. MARGIR, sem í einlægni leita heilagleika hjartans og hreinleika Ixfsins, virðast’ ráðþrota og huglausir. Þeir líta sxfellt á sig sjálfa og harrxa triíarskort sinn, og þeim finnst þeir geti ekki gert tilkall til blessunar Guðs, sökum þess að þeir hafa enga trú. Þær persónur taka tilfinningu í misgripum fyrir trú. Þeim yfirsást yfir einfaldleika sannrar trúar, og leiða þannig mikið myrlcur yfir sálir sxnar. Þær ættu að beina huganum frá sjálfinu og dvelja við náð og gæzku Guðs,. og að teljf upp fyrirheit hans og trúa síðan í einfaldleik, að hann uppfylli orð sína. Við eigum ekki að treysta á trú okkar, heldur fyrirheit Guðs. Er við iðrumst fyrri afbróta okkar við lögmál hans og ákveðum að sýna hlýðni í framtíðinni, ættum við að trúa, að Guð vegna Krists taki við okkur og fyrirgefi syndir okkar. Sorti og hugleysi munu stundum setjast að í sálinni og hóta að yfirbuga okkur, en við eigum ekki að varpa á brott traust okkar. Við verðum að einblína á Jesúm. Við eigum að leitast við að framkvæma af trúmennsku hverja þá skyldu, sem okkur er kunn, og hvíla síðan róleg á fyrirheitum Guðs. Treystið ekki á tilfinningu. Stundum mun djúp tilfinning um óverðugleika okkar koma af stað óttatitringi í sálinni, en þetta er ekki vottur þess, að Guð hafi breyzt gagnvart okkur eða við gagnvarn Guði. Engin viðleitni ætti að vera gerð til að koma huganum í' vissa geðs- hræringu. Það getur verið að við finnum ekki í dag þann frið og gleði, sem við fundum í gær, en við eigum að grípa hönd Krists í trú, og treysta honum eins fyllilega í sortanum eins og í ljósinu Satan kann að hvísla: "Þú ert of mikill syndari til þesc að Kristur geti frelsað þig.'1 Um leið og þú viðurkennir, að þú sárt sannarlega syndugur og óverðugur, getur þú mætt freistaran-

x

Viljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.