Fréttablaðið - 13.10.2022, Side 25

Fréttablaðið - 13.10.2022, Side 25
Jólavillibráðarseðillinn á Fiskmarkaðnum er sívin- sæll hjá matgæðingum enda fléttast þar saman villibráð, jólaleg hráefni og einstök sýn úrvalskokka og mat- reiðslufólks sem og gómsæt vín sem búa til litlar spreng- ingar á bragðlaukunum. Hugmyndin að baki Jólavillabráð- arseðlinum segir Hrefna Sætran að sé að taka villt hágæða hráefni og útfæra þau á jólalegan máta. „Áður var áherslan á Fiskmarkaðnum sú að hafa klassíska jólarétti sem við svo útfærðum á okkar hátt. Fyrir fjórum árum var stefnan tekin í þá átt að tengja mat- seðilinn meira villibráðinni þar sem villibráðin og jólahátíðin eru á sömu árstíðinni. Þannig verður matseðillinn strax léttari í maga út af hráefninu, sem gefur okkur ákveðna sérstöðu á jólahlað- borðsmarkaðnum,“ segir Hrefna Sætran, eigandi Fiskmarkaðsins. „Hér á Fiskmarkaðnum erum við með einstaklega vel heppnaðan smakkseðil sem er afar vinsæll allt árið um kring. Við ákváðum að halda sama formi á Jólavilli- bráðarseðlinum,“ segir hún. Hrefna segir að grunnurinn sé sterkur enda byggir hann á fimm- tán ára reynslu. „Við erum svaka- lega ánægð með jólaseðilinn og gestirnir okkar líka svo við viljum alls ekki umturna öllu á hverju ári. Frekar viljum við að fólk geti gengið að því vísu að fá geggjaðan mat hjá okkur á jólunum. Við höfum þó auðvitað þróað seðilinn áfram og betrumbætum hann á hverju ári,“ segir Hrefna. Hún bætir við að því fylgi alltaf mikil gleði að útbúa jólaseðilinn. „Það er alltaf spennandi að fá nýja rétti til að útbúa og nýtt hráefni.“ Jól í hverjum rétti Jólin koma í hverjum rétti á Jólavillibráðarseðlinum að sögn Hrefnu. „Við notum hráefni sem fólk tengir við jólin og útfærum á hátt sem passar með villibráðinni. Þetta er ekki eitthvað sem fólk er almennt að elda heima hjá sér svo fólk verður fyrir upplifun þegar það kemur til okkar í Jólavilli- bráðarseðilinn. Ég lofa því,“ segir Hrefna. Á matseðlinum er meðal annars villibráðarpaté, grafinn villtur lax, sushi með hreindýrakjöti, villt önd og krónhjörtur. „Meðlætið er meira í okkar dúr eins og til að mynda rauðkál sem við kryddum með kanil og bætum apríkósum út í. Svo í lokin koma blandaðir eftir- réttir í jólastíl. Við gerum okkar útgáfu af rauðri f lauelsköku sem er krydduð með jólakryddum og bráðnar alveg í munninum,“ segir Hrefna. Hvaða réttur mun koma matar- gestum mest á óvart? „Krónhjörturinn er svakalega góður og villti laxinn líka. Desert- inn sem er blanda af brownie súkkulaðiköku og crème brûlée er líka svakalegur.“ Jólavillibráðarseðillinn er í boði fyrir alla, hvort sem um pör er að ræða, vinahópa eða litlar fyrir- tækjaskemmtanir. Það geta því öll upplifað jólin á Fiskmarkaðnum og Uppi bar. Eitthvað fyrir vínáhugamanninn Með Jólavillibráðarseðlinum verður að sjálfsögðu hægt að fá vínpörun sem eykur upplifun af réttunum enn frekar. „Að para vín með mat er mikil kúnst. Þetta tvennt, matur og vín, þarf að vinna saman og það þarf að verða smá sprenging hjá bragðlaukunum. Við byrjum snemma á því að smakka hvað passar með og allt starfsfólk veitingastaðarins tekur þátt. Þetta er orðin jólahefð hjá okkur og það er mikill spenningur þegar þetta fer allt að smella saman. Uppi vínbar verður svo með sérstakar vínparanir með jólaseðlinum í ár Jólin koma í hverjum rétti á Fiskmarkaðnum og Uppi vínbar Villibráðarpaté með laufabrauði og Fiskmarkaðssíldin koma bragðlaukunum í gang. Léttgrafinn villtur lax með japönsku ívafi er bæði kunnuglega hátíðlegur og hæfilega framandi. Krónhjörturinn er ætíð hátíðlegur og stendur fyrir sínu. MYNDIR/AÐSENDAR Villibráðin svíkur engan í aðdraganda jólanna. Á Uppi verður sérstaklega boðið upp á hágæða vínupplifun með villi- bráðarseðlinum. Fiskmarkaðurinn og Uppi vínbar eru með eina glæsilegustu matar- og vínupplifun landsins og munu taka vel á móti gestum í aðdraganda jólanna. MYND/BJÖRN ARNARSON Hrefna Sætran er spennt fyrir Jóla- villibráðarseðlinum í ár. sem verður algjör upplifun fyrir vínáhugamanninn.“ Að sögn Hrefnu er sér herbergi á Uppi vínbar sem rúmar 8-12 manns. „Þar verður meðal annars hægt að fá Jólavillibráðarseðilinn. Einnig verðum við með jólaglögg og charcuterie-bakka með jóla- villibráðarívafi í boði á Uppi. Það er svo auðvitað tilvalið fyrir þau sem eiga borð í Jólavillibráðar- seðilinn á Fiskmarkaðnum að byrja kvöldið á Uppi eða jafnvel enda kvöldið þar líka eftir matinn. Það verður sannkölluð jólastemm- ing í öllu húsinu þetta árið,“ segir Hrefna. Ógleymanleg stund fyrir hópa Á Fiskmarkaðnum er einnig að finna tvö einkaherbergi, annars vegar hjá Fiskmarkaðnum og hins vegar Uppi. Herbergin eru tilvalin fyrir hópa að koma saman og njóta góðs matar og víns. „Her- bergið rúmar allt að sextán gesti og þar verður sami matseðill í boði, en ívið meiri áhersla er á vín- upplifunina í Uppi einkaherberg- inu. Ég myndi segja að þetta væri fullkominn staður fyrir minni fyrirtæki að koma saman og eiga frábæra kvöldstund,“ segir Hrefna Sætran að lokum. n Nánari upplýsingar og matseðla má sjá á fiskmarkadurinn.is. Borð- pantanir eru í gegnum vefsíðuna. Fyrir hópa stærri en 10 manns, er hægt að bóka í síma 578 8877 eða senda tölvupóst á info@fisk- markadurinn.is. Á matseðlinum er meðal annars villibráðarpaté, grafinn villtur lax, sushi með hreindýrakjöti, villt önd og krónhjörtur. Hrefna Sætran kynningarblað 5FIMMTUDAGUR 13. október 2022 JÓLAHLAÐBORÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.