Fréttablaðið - 13.10.2022, Side 36

Fréttablaðið - 13.10.2022, Side 36
Þetta var algjörlega óþekkt í íslensku skóla- kerfi á þessum tíma, að skóli af þessari tegund væri einvörðungu rekinn af grasrótinni. Viðar Eggertsson Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þóra Sigurjónsdóttir húsmóðir, áður til heimilis að Boðaþingi 6, Kópavogi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 8. október. Útför fer fram mánudaginn 17. október frá Kópavogskirkju kl. 13.00. Sigurjón Birgisson Mjöll Kristjánsdóttir Guðlaug Birgisdóttir Sigvaldi Einarsson Birgir Birgisson Elín Rós Hansdóttir Ásdís Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Bryndís Elsa Sigurðardóttir Hraunvangi 7, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Steinþór Einarsson Sylvie Primel Guðný Elísabet Einarsdóttir Einar Eyjólfsson og ömmubörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Samúelsson lést sunnudaginn 2. október á hjartadeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju mánudaginn 17. október kl. 15. Guðrún Jóhannsdóttir Samúel Guðmundsson Halldóra Kristín Helgadóttir Jóhann Guðmundsson Hafdís Rósa Sæmundsdóttir Ingimundur Guðmundsson Harpa Hafberg Gunnlaugsd. afa- og langafabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Elínar Óladóttur Kirkjusandi 1, Reykjavík. Guðrún Björnsdóttir Trausti Sigurðsson Arndís Björnsdóttir Sigurður Einarsson Jens Gunnar Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku eiginkona mín, mamma okkar, tengdamamma, amma, dóttir, tengdadóttir og systir, Eva Hrund Pétursdóttir iðjuþjálfi, Hlíðarbraut 13, Blönduósi, sem lést þann 21. ágúst, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 18. október klukkan 13. Beint streymi frá athöfninni verður á vefnum: skjaskot.is/evahrund Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Evu er bent á styrktarreikning fjölskyldu hennar, reikningsnúmer 0307-26-4701, kennitala 470169-1689. Kári Kárason Sandra Dís Káradóttir Björn Þór Sveinbjörnsson Hilmar Þór Kárason Heba Björg Þórhallsdóttir Pétur Arnar Kárason Rakel Reynisdóttir Karen Sól Káradóttir Ásgeir Þröstur Gústavsson Pétur Guðmundsson Kári Snorrason barnabörn og systkini Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólöf B. Jónsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 2. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. október kl. 10. Magnús Atli Guðmundsson Guðrún Torfhildur Gísladóttir Jón Pálmi Guðmundsson Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og ömmubörn Mynd tekin árið 1975 í tilefni jarðarfarar Sálar, varanlegra skólaslita. MYND/JÓN HÓLM Myndin tekin við leikfimikennslu skólans sem fór fram í ÍR-húsinu. Fimmtíu ár eru liðin frá því að Leiklistarskóli SÁL, Sálskólinn svokallaði, var stofnaður. Skólinn var einstakur að því leyti að hann var stofnaður og rekinn af nem- endum sínum. arnartomas@frettabladid.is Í ár eru liðin fimmtíu ár frá stofnun Leik- listarskóla SÁL. Hópurinn þar að baki hafði myndað samtökin SÁL, Samtök áhugafólks um leiklistarnám, með það að markmiði að hér á landi yrði starf- ræktur fullgildur leiklistarskóli. Veturinn 1971 til 1972 var enginn leik- listarskóli starfandi á landinu þar sem leiklistarskóla Þjóðleikhússins og leik- listarskóla Leikfélags Reykjavíkur hafði báðum verið lokað til þess að knýja á um að stofnaður yrði ríkisrekinn leiklistar- skóli sem yrði fullgildur skóli. Meðan þetta ástand ríkti fór ungt fólk sem hafði áhuga á að stunda leiklistar- nám að skoða hvernig leiklistarnámi væri hagað í öðrum löndum þar sem það var á háskólastigi. Þegar miklu efni um þá skóla hafði verið safnað saman ákvað hópurinn að stofna skólann sjálfur. „Skólinn var stofnaður og rekinn af nemendunum sjálfum sem sáu bæði um að ráða kennara og jafnvel að reka þá ef þyrfti,“ segir Viðar Eggertsson sem tók þátt í stofnun skólans. „Þetta var algjörlega óþekkt í íslensku skólakerfi á þessum tíma, að skóli af þessari tegund væri einvörðungu rekinn af grasrótinni án þess að yfirvöld kæmu þar að. Þetta fór auðvitað aðeins í taugarnar á ráðandi fólki í leikhúsgeiranum.“ Ekki síður nám í skólarekstri Stofnun skólans var að sögn Viðars í rauninni líka tilraun í skólarekstri og skoðun á uppbyggingu leiklistarnáms. „Það var strax hugsað að þetta yrði heilsdagsskóli með fjögurra ára námi, þrjú ár í akademísku námi og fjórða árið væri nemendaleikhús rekið af nemend- unum sjálfum,“ segir Viðar. „Þegar upp var staðið voru þrír árgangar í skólanum þar til Leiklistarskóli Íslands var stofn- aður af ríkinu 1975. Sá var að megninu til byggður á hugmyndafræði Sálskólans og megnið af kennurunum fór beint þangað inn.“ Viðar segir að stemningin í skólanum hafi verið mikil. „Það var mikið haldið af allsherjar- fundum þar sem skólanum var stjórnað. Þar var mikið deilt og skipst á skoðunum áður en ákvarðanir voru teknar eftir langar og miklar fundarsetur,“ segir hann. „Við í fyrsta árgangi útskrifuð- umst ekki síður í því að reka leiklistar- skóla. Við hefðum þess vegna getað orðið skólastjórar eða stjórnarformenn í listaháskólum eftir þetta!“ Samheldinn árgangur Stofnárgangur Sálskólans heldur enn þá hópinn í dag. „Við hittumst tvisvar á hverju einasta ári, alveg frá útskrift. Alltaf á gamlársdag milli klukkan eitt og þrjú, á þessum dauða tíma sem enginn veit hvað hann á að gera við, þá hittumst við í pálínuboði,“ segir Viðar. „Á sumrin förum við alltaf í ferðalag, annað hvort til útlanda eða innanlands. Ég held það séu fáir árgangar sem halda jafn vel hóp- inn eftir öll þessi ár.“ Í tilefni af tímamótunum verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni á lokuðum viðburði á morgun þar sem saga skólans er rekin. n Skóli sem var stofnaður og rekinn af nemendunum Merkisatburðir 1987 Kýrin Harpa syndir yfir Önundarfjörð frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal á flótta þegar leiða á hana til slátrunar. Eftir sundafrekið er hún nefnd Sæunn og fær að lifa lengur. 1989 Dow Jones-vísitalan fellur um 190,58 stig vegna hruns áhættubréfamarkaðarins. 1994 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar eru veitt í fyrsta sinn og hlýtur þau Helgi Ingólfsson. 1996 Strandarkirkja í Selvogi er endurvígð eftir miklar endurbætur. 1997 Gamanþátturinn Fóstbræður hefur göngu sína á Stöð 2. 2000 Starfsgreinasamband Íslands er stofnað. 2010 Þrjátíu og þremur námuverkamönnum sem lokaðir höfðu verið inni í San José-námunni í Chile í 69 daga er bjargað upp um holu sem boruð hafði verið niður til þeirra og er um 60 cm í þvermál. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 13. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.