Fréttablaðið - 13.10.2022, Page 40
tsh@frettabladid.is
Á þriðjudag hélt Þjóðleikhúsið mál-
þing um samfélagsleg áhrif birting-
armynda í listum og inngildingu jað-
arhópa. Undanfarnar vikur hefur átt
sér stað mikil umræða um þessi mál í
kjölfar þess að Nína Hjálmarsdóttir,
sviðslistarýnir Víðsjár, birti pistil um
söngleikinn Sem á himni þar sem
hún gagnrýndi Þjóðleikhúsið meðal
annars fyrir að láta ófatlaðan mann
leika fatlaða persónu.
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,
listfræðingur og aðgerðasinni, er ein
þeirra sem héldu erindi á málþing-
inu. Hún segir það vera mjög jákvætt
að fatlað fólk hafi fengið tækifæri til
að ræða þessi mál við fulltrúa helstu
menningarstofnana landsins svo
sem þjóðleikhússtjóra, rektor Lista-
háskóla Íslands og forseta Bandalags
íslenskra listamanna.
„Það er mjög sjaldan sem réttindi
fatlaðs fólks fá að
vera í svona mikl-
um brennidepli.
Það var náttúr-
lega bara alveg
einstök upplifun
og ótrúlega kraft-
mikil erindi. Það
var mikið af fag-
fólki í salnum og
ég hef fengið mjög
mikil viðbrögð frá leikurum og fólki
í sviðslistasenunni sem var mjög
ánægt með að geta tekið þátt í þessu
samtali. En nú er náttúrlega kominn
tími til að fylgja þessu eftir og leyfa
ekki þessum stofnunum að komast
upp með það sem hefur viðgengist
áratugum saman,“ segir hún.
Nína Hjálmarsdóttir var einn-
ig viðstödd málþingið og segir það
magnað að sjá hversu sterkt fatlað
fólk hefur komið inn í umræður
síðustu vikna.
„R æðu r gær-
dagsins sýna að nú
verður ekki lengur
hægt að láta sem
ekkert hafi í skor-
ist. Á málþinginu
afhjúpaðist hversu
illa menningar-
stofnanir okkar
eru undirbúnar til
að taka á þessum
löngu tímabæru breytingum, sem
sést á því að þær eru hvorki tilbúnar
til að taka ábyrgð á mistökum sínum
né heldur grípa til nauðsynlegra
aðgerða til að koma fötluðu fólki og
öðrum jaðarhópum í listræn hlut-
verk og valdastöður innan geirans.
Ég vona að valdhafar þori að hlusta á
þessar raddir, og taka til sín slagorðið
„ekkert um okkur án okkar“. Breyt-
ingin er hafin og stofnanir verða að
vera með, annars eiga þær á hættu að
heltast úr lestinni.“ n
Þetta er bæði samtal
við safnið og safneign-
ina og líka samtal á
milli hinsegin kyn-
slóða, sem er mjög
spennandi.
Ynda Eldborg
Nýlistasafnið skoðar hin-
seginleika og hinsegin list
á nýrri sýningu. Viktoría
Guðnadóttir og Ynda Eldborg
könnuðu safneign Nýló og
fengu hinsegin listafólk til að
skapa nýja list í samtali við
eldri verk.
tsh@frettabladid.is
Um síðustu helgi opnaði Nýlista-
safnið sýninguna Til sýnis: Hin-
segin umfram aðra, sem ætlað er
að varpa ljósi á hinsegin myndlist
í safneign Nýlistasafnsins í samtali
við ný verk eftir framsækið hin-
segin listafólk. Sýningunni stýra
þær Ynda Eldborg listfræðingur og
Viktoría Guðnadóttir myndlistar-
manneskja.
Viktoría: „Þegar við komum með
þessa tillögu til Nýlistasafnsins, um
að gera hinsegin sýningu, þá kom
fram hugmyndin að taka einhvern
veginn safneignina inn í sýning-
una. Við fórum í gegnum safneign
Nýlistasafnsins og völdum verk sem
við gátum á einn eða annan hátt
f lokkað sem hinsegin. Það voru 54
verk og síðan báðum við listafólk
um að taka eitt af þeim verkum og
búa til nýtt verk byggt á því.“
Listafólkinu var frjálst að velja
hvaða verk sem var úr safneign
Nýló og búa til nýtt verk án nokk-
urra hamla. Nýju verkin og verkin
úr safneigninni eru svo sýnd sam-
hliða á sýningunni.
Breitt aldursbil listafólks
Ynda segir þær hafa handvalið lista-
fólkið sem tekur þátt í sýningunni,
sem er allt hinsegin, og lagt áherslu
á að hafa aldursbilið nokkuð breitt.
Ynda: „Ég held að yngsta lista-
manneskjan sé í kringum 24 ára og
ennþá í Listaháskólanum. Síðan eru
Anna Hallin og Olga Bergmann, sem
eru mjög sjóaðar. Þetta er bæði sam-
tal við safnið og safneignina og líka
samtal á milli hinsegin kynslóða
sem er mjög spennandi.“
Eitt af því sem þær Viktoría og
Ynda höfðu til hliðsjónar þegar þær
settu saman sýninguna er módel
sem ber heitið FLINT sem er upp-
runnið í Þýskalandi og stendur fyrir
Female, Lesbian, Intersex, Non-Bin-
ary og Trans.
Karlmenn njóti forgangs
Ynda: „Við þurfum ekkert að leita
langt til að sjá það að karlmenn
njóta algjörs forgangs í myndlistar-
heimi samtímans. Þetta kerfi sem
ríkir hefur gert svo margt fólk ósýni-
legt. Í fræðilegu samhengi eigum við
mjög mikið póstmódernismanum
að þakka og femínistahreyfingum.“
Ynda nefnir sérstaklega kvenna-
sýninguna Hér og nú sem haldin var
á Kjarvalsstöðum í tilefni Listahá-
tíðar kvenna 1985. Hún segir þá sýn-
ingu hafa verið ákveðna fyrirmynd
fyrir Til sýnis: Hinsegin umfram
aðra.
Ynda: „Í þeirri sýningu voru
konur teknar út úr þessu algilda
módeli og urðu að sérstakri stærð.
Það er líka það sem okkur langar til
að gera, að hinsegin listafólk geti
búið til sína myndlist á sínum eigin
forsendum án þess að vera bundið
af hefðarveldi feðraveldisins.“
Er kominn tími til að hinsegin
listafólk fái uppreist æru í listheim-
inum?
Ynda: „Algjörlega! Þótt fyrr hefði
verið. Það eru til sögur um hinsegin
listafólk í íslenskri listasögu en því
hefur verið ýtt til hliðar og það ekki
fengið að tala á eigin forsendum.“
Rétt sýning á réttum tíma
Um þessar mundir er mikið rætt
um bakslag í réttindum hinsegin
fólks. Spurðar hvort þeim finnist
listin vera mikilvægur liður í þeirri
baráttu segja þær Viktoría og Ynda:
Viktoría: „Það er alltaf mikil-
vægt að hinsegin fólk sé sýnilegt og
það þarf að vera alls staðar í sam-
félaginu, líka í listheiminum. Til
að vinna á móti bakslagi þá er það
mikilvægt.“
Ynda: „Að því leytinu til þá er
þessi sýning rétta sýningin á rétta
tímanum, því allt listafólkið sem
sýnir er ekkert að fela neitt. Hvorki
pólitísk viðhorf, né viðkvæmni eða
brothætta tilveru, heldur er bara allt
sett fram af fullum krafti og sann-
færingu.“
Stóru skrefi náð
Funduð þið einhver sameiginleg
þemu eða þræði í verkum lista-
fólksins?
Ynda: „Við vorum ekki að reyna
að draga fram einhverja sameigin-
lega þræði, heldur miklu frekar að
reyna að sýna hvernig listafólk af
ólíkum kynslóðum nálgast þennan
menningararf í Nýló á ólíkan hátt.
Það er að sýna sig betur og betur að
unga hinsegin listafólkið er að öðl-
ast fyrirmyndir og er að fatta að það
hefur rödd sem skiptir máli. Ef við
getum hjálpað þeim að finna sína
eigin rödd á sínum eigin forsendum,
þá er stóru skrefi náð.“
Þær Viktoría sammælast um að
þótt hinsegin listafólk fái ekki oft
brautargengi á listasöfnum þá sé
mikil gróska í hinsegin listasenunni.
Viktoría: „Það er gróska, það bara
hefur ekki komist inn í listasöfnin
þangað til núna.“
Ynda: „Það skiptir máli að þessar
raddir fái að heyrast.“ n
Raddir hinsegin fólks fái að heyrast
Kamilla
Einarsdóttir
rithöfundur segir
lesendum Frétta-
blaðsins frá list-
inni sem breytti
lífi hennar.
„Þegar ég hitti
fólk sem segir
mér að það hafi fengið gallsteina
skríki ég alltaf og klappa saman lóf-
unum af spenningi og gleði. Þetta
hefur fækkað nokkuð í núverandi
og tilvonandi vinahóp mínum því
fólki finnst þetta, nokkuð skiljan-
lega, bera vott um skort á allri
samhygð hjá mér. Uppáhaldsbókin
mín í öllum heiminum er bókin
Læknamafían, lítil pen bók, eftir
Auði Haralds sem fjallar einmitt
um konu sem fær gallsteina.
Ég get opnað hana hvar sem
er og fer alltaf að hlæja en hugsa
líka um hvað þetta er mikil snilld.
Hvernig Auður lýsir í þessari bók líf-
inu sem einstæð móðir sem lendir
í að þurfa að eiga við sérfræðinga
er svo brjálæðislega fyndið en líka
hræðilega sárt og grimmt. Þess
vegna er þetta bók sem ég bæði
græt og hlæ við að lesa.
Í þau blessunarlega fáu skipti
sem ég hef sjálf þurft að eiga við
lækna og spítala út af einhverju hjá
mér og mínum nánustu hef ég oft
getað kímt og brosað út í annað á
sárum augnablikum því eitthvað
hefur þá minnt mig á þessa bók.
Það var mér mikil gæfa að lesa
Læknamafíuna sem unglingur því
alltaf síðan þá þegar mér finnst
lífið hræðilega erfitt vaknar hjá
mér vonarneisti um að kannski geti
ég þá líka einn daginn skrifað um
það jafn góða bók og Læknamafían
er. Það gerir vondar uppákomur í
lífinu miklu þolanlegri að vita að
allt getur orðið góð saga seinna.“ n
n Listin sem
breytti lífi mínu
Viktoría Guðnadóttir og Ynda Eldborg segja löngu kominn tíma á að raddir hinsegin fólks heyrist í listheiminum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Einstök upplifun og kraftmikil erindi
Inga Björk Nína
24 Menning 13. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 13. október 2022 FIMMTUDAGUR