Fréttablaðið - 13.10.2022, Page 48

Fréttablaðið - 13.10.2022, Page 48
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Kolbeins Marteinssonar n Bakþankar Nýverið birtist frétt þess efnis að um 30 prósent ungs fólks á vinnu- markaði á aldrinum 18–24 segist finna reglulega fyrir því að þau séu tilfinningalega útbrunnin og útkeyrð. Lesandi þetta drekkandi kaffið fór ég strax að fussa og sveia yfir aumingjavæðingu og sérhlífni unga fólksins. Í göngutúr nokkrum dögum síðar velur svo Spotify lag fyrir mig. Lag sem á sérstakan stað í hjarta mínu og kom út árið 1993. Lagið heitir Mayonaise með Smash ing Pumpkins. Textinn við þetta lag er myndaður úr samansafni setninga sem höfundurinn Billy Corgan hafði hent hugsunarlaust saman og nafnið á laginu hafði komið þegar hann opnaði ísskápinn og sá krukku af majónesi. Corgan sagði síðar að saman hefðu þessi texta- brot náð að segja sögu þar sem farið er yfir þann erfiða sársauka og þær tilfinningalegu áskoranir sem fylgja því að fullorðnast. Horfast í augu við allar þær auknu kröfur sem fylgja þessum tímamótum og ferða- lagið sem lífið sannarlega er. Við að heyra lagið fann ég aftur óöryggið, sársaukann, vanmáttinn og óvissuna um lífið fram undan og ég varð aftur 20 ára gamall. Ekkert lag hefur mætt mér jafn innilega eins og þetta lag gerði árið 1993. Þegar Corgan syngur í lokaversi að það eina sem hann óski sér sé að geta verið hann sjálfur finn ég ennþá hárin rísa á upphandleggjum og ég brosi og verð þakklátur fyrir að vera orðinn fullorðinn. Eitt vandamálið við lífið er að við höfum tilhneigingu til að gleyma erfiðleikum en munum alla góðu dagana. Það hefur örugglega aldrei verið flóknara að vera næstum fullorðinn og lífið erfiðara. Stað- reyndin er að okkar bestu dagar eru líka þeir verstu. Og sólin skín aftur. n Bugun Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Allt fyrir hrekkjAvöku Stoltur söluaðili Bleiku slaufunnar Framlag þitt rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins 25% afsláttur JKE innréttingar í hjarta heimilisins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.