Fréttablaðið - 14.10.2022, Síða 26

Fréttablaðið - 14.10.2022, Síða 26
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Bleiki dagurinn er í dag og eru landsmenn hvattir til að bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa upp skammdegið með bleikum ljóma svo allar konur sem hafa greinst með krabba- mein finni stuðning lands- manna og samstöðu. Á bleika deginum er hægt að gera heilmargt til að taka þátt, það þarf ekki að vera flókið eða dýrt. Til dæmis er hægt að skipuleggja bleikt morgunkaffi eða bleikt hádegisverðarboð í vinnunni og allir gætu til að mynda komið með eitthvað á hlaðborð. Enn fremur er hægt að koma fólki á óvart með bleikum glaðningi en fjölmörg fyrirtæki leggja mál- efninu lið með því að bjóða upp á ýmiss konar kræsingar með bleiku ívafi. Elenora Rós Georgsdóttir, bakara stúlkan knáa, er ein þeirra sem hafa tileinkað sér að halda upp á bleika daginn með bleikum kræsingum og klæðast bleiku. Hún gefur hér lesendum Fréttablaðsins nokkrar góðar hugmyndir að bleikum kræsingum sem gleðja bæði auga og munn. „Bleiki dagurinn er mér afar kær en náinn fjölskyldumeðlimur barðist við brjóstakrabbamein í langan tíma. Ég elskaði að klæðast bleiku þegar ég var yngri frá toppi til táar á bleika deginum og til- einka mér enn þá daginn til að klæðast einhverju bleiku og fínu. Ég hef unnið í bakaríum síðustu sjö árin og ég dýrka og dái hvað bakaríin eru dugleg að gera sér- stakar bleikar vörur fyrir bleika daginn og ég hef því alltaf bakað eitthvað bleikt fyrir bleika daginn. Mér finnst svo fallegt að sjá hversu margir styrkja bleiku slaufuna á einn eða annan hátt og taka þátt í að gera þennan dag og þetta málefni stærra með hverju árinu,“ segir Elenora með sínu hlýja og falleg brosi. Hér eru nokkrar af hennar uppá- halds kræsingum sem steinliggja í kaffiboðinu á bleika deginum og vert er að sveipa alla helgina með bleikum kræsingum og lífga upp á skammdegið. Möndlukakan ljúfa 200 g flórsykur 200 g smjör við stofuhita 2 stk. egg 230 g hveiti 5 g lyftiduft 5 g möndludropar 3 g salt Elenora býður upp á bleikar kræsingar Bleiki dagurinn er Elenoru afar kær vegna náins fjölskyldumeðlims sem barðist við brjóstakrabba í langan tíma. Elenora klæðist ávallt einhverju bleiku á bleika deginum og býður í bleikt kaffihlaðborð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þessar hindberjabollur eiga sér engan líka, svo dásam- legar og hægt að leika sér með blómaskreytingar á þeim. 50 ml heitt vatn 100 ml mjólk Glassúr 250 g flórsykur 15-20 ml mjólk 1 dropi ljósbleikur matarlitur Byrjið á því að hita ofninn í 170°C. Smyrjið hringlaga form og klæðið með pappír. Hrærið flórsykri, smjöri og eggjum saman þar til blandan verður orðin létt og ljós. Sigtið saman hveiti og lyftiduft og blandið saman við blönduna ásamt saltinu og hrærið þar til vel komið saman. Hellið möndlu- dropum, mjólk og vatni saman við í lokin. Hrærið þar til deigið verður slétt og silkimjúkt. Setjið deigið í smurða formið. Bakið í 30-35 mínútur eða þar til pinni sem er stungið í kökuna kemur hreinn upp úr. Kælið kökuna vel og búið til glassúrinn á meðan. Hrærið öllu fyrir glassúrinn saman þar til allt er komið vel saman og þið eruð komin með silkimjúkan og fallega bleikan glassúr. Smyrjið glass- úrnum yfir kökuna og berið fram. Pavlova í bleiku 180 g eggjahvítur 300 g sykur 250 ml rjómi 5-10 g vanillupaste Bleikur matarlitur Ber að eigin vali Byrjið á því að forhita ofninn á 150°C og passið að stilla á blástur. Teiknið 20 cm hring á bökunar- pappír og leggið til hliðar. Áður en þið byrjið að þeyta eggjahvíturnar er mjög mikilvægt að skálin sé tandurhrein því annars ná eggja- hvíturnar ekki að þeytast. Setjið eggjahvíturnar í skál og byrjið að þeyta á vægum hraða. Þegar eggja- hvíturnar byrja að freyða er bætt í hraðann þar til marengsinn fer að taka á sig mynd og eggjahvíturnar eru vel þeyttar, þetta ferli tekur um 10 mínútur. Hækkið núna hraðann og bætið sykrinum við hægt og rólega, um það bil 1 teskeið í einu og þeytið þar til marengsinn verður stífur og heldur sér vel og Hér er möndlukakan í sparibúningi, svo girnileg með bleika glassúrkreminu, syndsamlega bragðgóð og falleg á borði. Dýrðleg bleika pavlovan hennar Elenoru og fangar auga og munn um leið. sykurinn er alveg uppleystur. Bætið litnum saman við og þeytið vel. Setjið litla doppu af marengs- inum á hornin á pappírnum svo pappírinn festist við plötuna. Setjið marengsinn á hringinn sem þið voruð búin að teikna á pappír- inn í skrefi tvö en passið að nota hliðina sem þið teiknuðuð ekki á svo blekið fari ekki á marengsinn. Notið skeið eða spaða til að dreifa úr marengsinum í hring. Reynið að hafa hringinn frekar háan og búa til smá holu svo þetta verði eins og skál í miðjunni en þar ofan í kemur fyllingin eftir bakstur. Setjið í forhitaða ofninn og bakið í um það bil klukkutíma. Slökkvið á ofninum og leyfið pavlovunni að kólna alveg inni í ofninum og hafið ofninn lokaðan á meðan. Þetta tryggir að hann falli eftir bakstur. Þeytið rjóma og vanillu saman þar til rjóminn er léttþeyttur. Skerið berin niður í hæfilega stærð. Setjið rjómann og berin ofan í holuna á pavlovunni og berið fram. Hindberjabollur að hætti Elenoru 180 g hveiti 200 g sykur 60 g smjör við stofuhita 5 g matarsódi 10 g lyftiduft 50 g bragðlítil olía 2 stk. egg 90 g sýrður rjómi 2 stk. vanillustangir 50 g vatn 100 g frosin hindber Vanillukrem 200 g flórsykur 200 g smjör 30 ml rjómi Innihald úr tveimur vanillu- stöngum Bleikur matarlitur Byrjið á því að hita ofninn í 160°C. Blandið varlega og rólega saman öllum þurrefnunum og smjörinu í hrærivélarskál í 7-8 mínútur eða þar til það er orðið að mjöli/dufti. Í annarri skál hrærið þið saman egg, vanillu, olíu og sýrðan rjóma þar til það hefur blandast vel saman. Bætið blautefnablöndunni saman við þurrefnablönduna og hrærið þar til deigið er komið saman. Varist að ofhræra deigið því þá gæti kakan orðið þurr. Bætið vatninu saman við og hrærið þar til allt er komið saman og deigið er orðið silkimjúkt. Setjið deigið í formið og setjið nokkur hindber í hvert bolla- kökuform og bakið í 18 mínútur eða þar til pinni sem er stungið í kemur hreinn upp. Þeytið smjörið fyrir kremið þar til létt og ljóst. Bætið restinni saman við og þeytið þar til kremið verður silkimjúkt og létt í sér. Skreytið bollakökurnar með kreminu og jafnvel ferskum berjum og fallegum blómum. n 6 kynningarblað A L LT 14. október 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.