Fréttablaðið - 27.10.2022, Page 1

Fréttablaðið - 27.10.2022, Page 1
Við getum ekki lokað augum fyrir því að þetta er möguleiki. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarð- eðlisfræði við HÍ 2 3 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 7 . O K T Ó B E R 2 0 2 2 Hugsar um dauðann Sprunginn bar og Tobba vill selja Menning ➤ 22 Lífið ➤ 26 Gott? Grikk eða Allt fyrir hrekkjavökuna! Komdu ef þú þorir! Úrval graskera MARK AÐURINN Þórey S. Þórðar- dóttir, framkvæmdastjóri Lands- sambands lífeyrissjóða, segir ekki koma til greina að sjóðirnir gefi neitt eftir af kröfum sínum á ÍL-sjóð. Þórey segir að vilji ríkið gera Íbúða lána sjóð upp nú verði að koma fullt endurgjald fyrir skulda- bréf í eigu lífeyrissjóðanna. Útspil ríkisins nú skapar pólitíska áhættu sem getur haft áhrif á fjár- festingar lífeyrissjóðanna í framtíð- inni. Samningar byggist á trausti og ófært sé að ríkisvaldið hyggist beita löggjafarvaldinu til að taka upp bindandi samninga og breyta þeim eftir á vegna þess eins að þeir teljist óhagstæðir. Þórey kveðst efast um að ríkið hefði leyft sér svona útspil, eins og nú sé reynt gagnvart íslenskum lífeyrissjóðum, ef eigendur skulda- bréfanna væru erlendir fjárfestar. SJÁ SÍÐU 10 Lífeyrissjóðirnir munu ekkert gefa eftir Fjölgun ferðamanna skapar nýja hættu komi til eld- gosa með stuttum fyrirvara. Nokkrar virkar eldstöðvar eru komnar á tíma. khg@frettabladid.is NÁTTÚRA  „Það verður að horfast í augu við það að túrisminn hefur valdið því að erfiðara er að vera viss um að fólk sé ekki á röngum stað þegar gos hefst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlis- fræði við Háskóla Íslands. Undanfarið hefur skolfið syðra og nyrðra og gosið í tvígang á suð- vesturhorninu. Virkar eldstöðvar og stórir skjálftar eru komin á tíma. Aðspurður hvaða hugsanlegu eldgos séu líklegust til að valda mestum spjöllum nefnir Magnús þau sem geti valdið stórum jökul- hlaupum. Til dæmis Kötlugos eða stórgos á Grímsvatnasvæðinu. Þau geti tekið út brýr og stóra vegar- kafla. Hraungos á Reykjanesskaga geti skemmt innviði. „Það getur gerst og mun sjálf- sagt gerast á næstu áratugum eða árhundruðum,“ segir Magnús. Stór eldgos, með miklu hrauni og gasi, séu einnig mikil náttúruvá og það gæti þurft að rýma svæði vegna gas- mengunar. „Við getum ekki lokað augum fyrir því að þetta er mögu- leiki. En það er ekkert svona sem blasir við að sé yfirvofandi.“ Mælingar og viðbragð segir Magnús Tumi betra en áður en fólksfjöldann meiri.  Fleiri ferða- menn þýði auknar líkur á að fólk sé  röngum stað er gos hefst, til dæmis við Heklu, Kötlu og Öskju. „Áður fyrr var aldrei neinn uppi við Heklu þegar hún gaus. Í dag er fullt af fólki að ganga á Heklu á góð- viðrisdögum,“ segir Magnús Tumi. Gunnar Stefánsson, skrifstofu- stjór i hjá Slysavar nafélag inu Landsbjörg, segir reynt að koma sem bestum upplýsingum á ýmsan hátt til erlends ferðafólks í gegn um Save Travel-verkefnið. „Við erum með fólk á vakt alla daga sem fylgist með,“ segir Gunnar. SJÁ SÍÐU 8 Fjölgun ferðafólks þýðir nýjar ógnir við næstu eldgos Átján útskriftarnemar á hársnyrtibraut Tækniskólans hélt sýningu á verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi. „Þetta er í fyrst skipti síðan í Covid sem við getum haldið sýninguna og nemendurnir voru alveg í skýjunum. Þetta var stórviðburður,“ sagði Hafdís Grétarsdóttir hjá Tækniskólanum eftir vel heppnaða sýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.