Fréttablaðið - 27.10.2022, Side 6

Fréttablaðið - 27.10.2022, Side 6
Ég vil að við tökum á móti flóttafólki og hælisleitendum og veitum þeim skjól, ég vil bara líka fá hjálp. Ragnar Erling Hermannsson Skerpa þarf regluverk í tengslum við strok og veiði á eldislaxi. Bæta við rafrænni vöktun í fleiri laxveiðiám. Í Noregi hefur náðst mjög góður árangur. Hlutfall bifreiða á nagladekkjum hefur snarminnkað eftir gjaldtöku sveitarfélaga. Svava Svanborg Steinarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykja- víkur Heimilislaus maður í Reykja- vík segir ósanngjarnt að heimilislausir séu látnir vera úti í kuldanum á meðan aðrir hópar fái aðstoð. Hann segist tala fyrir daufum eyrum, hægt ætti að vera að hjálpa öllum. birnadrofn@frettabladid.is FÉLAGSMÁL Ragnar Erling Her- mannsson, heimilislaus maður í Reykjavík og félagi í Viðmóti, sam- tökum um mannúðlega vímuefna- stefnu á Íslandi, segir ósanngjarnt að heimilislausir séu látnir vera úti í kuldanum á meðan aðrir hópar samfélagsins fái aðstoð. „Það hefur verið í fjölmiðlum í vikunni að til standi að taka á leigu tíu hús fyrir f lóttafólk og í síðustu viku var opnað Batahús fyrir konur sem eru að ljúka afplánun en við eigum bara enn að vera úti,“ segir Ragnar. Hann, ásamt félögum í Viðmóti, hefur krafist þess að opnuð verði aðstaða fyrir heimilislausa karl- menn í Reykjavík. Gistiskýli séu ekki opin á daginn og þá hafi menn- irnir engan stað að vera á. „Í fyrra var opnað úrræði fyrir konur og það gengur vel svo ég skil bara ekki af hverju það er ekki hægt að gera það fyrir okkur líka,“ segir Ragnar og vísar þar til Skjólsins, úrræðis fyrir heimilislausar konur sem rekið er af Hjálparstarfi kirkj- unnar. Þangað geta konurnar leitað yfir daginn þegar lokað er í Konu- koti. Þar er boðið upp á hádegismat, hreinlætis- og þvottaaðstöðu ásamt því að aðstaða er til hvíldar og tóm- stundaiðkunar. „Og svo það sé á hreinu þá snýst þetta ekki um að fólkið sem um ræðir sé f lóttafólk eða konur. Ég vil að við tökum á móti f lóttafólki og hælisleitendum og veitum þeim skjól, ég vil bara líka fá hjálp, það ætti að vera hægt að hjálpa okkur öllum,“ segir Ragnar. Viðmót boðaði nýlega til setu- mótmæla í gistiskýlinu á Granda þar sem félagar neituðu að fara úr skýlinu þegar því var lokað klukk- an tíu að morgni en þar er opið frá klukkan fimm seinnipartinn til klukkan tíu. Kröfur Viðmóts sneru að því að opnunartími gistiskýlisins yrði lengdur eða að nýtt úrræði yrði opnað og að mennirnir yrðu ekki sendir út þegar gul viðvörun eða hærri væri virk í Reykjavík. Í kjölfar mótmælanna sagði Heiða Björk Hilmisdóttir, formaður Vel- ferðarráðs Reykjavíkur, að ekki stæði til að lengja opnunartíma gist- iskýlisins. Um neyðarúrræði væri að ræða, lengri opnunartími gæti ýtt undir að fólk myndi dvelja lengur í gistiskýlinu. Neyðarskýli væru ekki til þess gerð að fólk dveldi þar lengi og að stefna borgarinnar væri að koma fólki í varanlegt húsnæði. „Það er alveg góð og gild stefna en við erum á götunni núna og það er að koma vetur,“ segir Ragnar. „Það má alveg skoða hvað allt kostar borgina og segja okkur hvernig þessi stefna er en við erum úti í kuldanum. Það er bara eins og eng- inn sé að pæla í þessu og enginn tali okkar máli.“ Ragnar segir að hvorki hann né vinir hans vilji búa í gistiskýlinu eða vera þar alla daga. „Við viljum bara fá úrræði eins og konurnar til dæmis. Þar sem við getum komið á daginn, slakað á, farið í sturtu og sinnt daglegum athöfnum,“ útskýrir Ragnar. „Það að þurfa að fara út á hverjum degi og vera úti í sjö klukkutíma veldur því að maður nær engri ró, maður getur ekki fundið sér vinnu eða neitt slíkt, það er ömurleg til- finning.“ n Við erum úti í kuldanum Ragnar segist skilja stefnu Reykjavíkur- borgar varðandi heimilislausa, nauðsynlegt sé þó að veita hópi heimilislausra karla skjól strax. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK kristinnpall@frettabladid.is KATAR Heilbrigðisyfirvöld í Katar tilkynntu í gær að um mánaðamót- in yrði létt á sóttvarnaaðgerðum á landamærum Katar og að fallið yrði frá kröfu um neikvætt Covid-próf þegar það styttist í að lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu karla fari fram þar í landi. Þá var hætt við fyrri áform um að allir áhorfendur þyrftu að framvísa neikvæðu sýni í snjallsímaforriti á leikjum. Með því þarf ekki lengur að fram- vísa neikvæðu prófi við komuna til landsins en heilbrigðisyfirvöld minntu um leið á mikilvægi þess að huga að sóttvörnum ef veikindi koma upp. n Ekki krafist neikvæðra sýna á HM kristinnpall@frettabladid.is ÞÝSKALAND Heilbrigðisráðherra Þýskalands, Karl Lauterbach, kynnti í gær áform þýsku ríkisstjórnarinn- ar um lögleiðingu kannabisefna. Samkvæmt því verður löglegt að neyta kannabis sem og að vera með tuttugu til þrjátíu grömm af kanna- bis í vörslu sinni. Þetta er í takt við fyrri loforð ríkisstjórnarinnar um að gefa grænt ljós á notkun kanna- bisefna á yfirstandandi kjörtíma- bili. Áður var búið að veita undan- þáguheimild vegna kannabis- notkunar að læknisráði en ef laga- breytingin verður samþykkt verður Þýskaland annað Evrópulandið til að lögleiða kannabis á eftir Möltu. Með því verður hægt að kaupa kannabis úr þar til bærum versl- unum en í könnun á síðasta ári var fullyrt að með lögleiðingu myndu skapast um 27 þúsund störf. n Þjóðverjar gefa grænt á kannabis benediktboas@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Samkvæmt upplýsing- um frá Hafrannsóknastofnun hefur erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum ekki verið stað- fest. Þetta segir í svari Svandísar Svav- arsdóttur matvælaráðherra við fyr- irspurn um laxeldi frá Brynju Dan Gunnarsdóttur, varaþingmanni Framsóknarf lokksins. Þar segir enn fremur að þó að ekki liggi fyrir staðfestar upplýsingar um erfða- blöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum sé brýn þörf á því, í samræmi við varúðarregluna, að vakta og tryggja skýrt eftirlit til að fyrirbyggja erfðablöndun. Svandís bendir á að rafræn vökt- un laxveiðiáa hafi verið sett upp á ýmsum stöðum og fáir fiskar úr fiskeldi hafa verið greindir frá því að kerfið var sett upp og fáir fiskar úr eldi hafa veiðst í öðrum laxveiðiám. Samsvarandi vöktun sé áformuð í Breiðdalsá í Breiðdal, Skjálfanda- f ljóti, Blöndu, Víðidalsá, Laxá í Dölum, Langá, Úlfarsá og Elliðaám. Þá segir að aðeins þrjú tilvik um strok úr kvíum teljist stór. Eftir sam- töl við starfsmenn Hafrannsókna- stofnunar, Matvælastofnunar og Fiskistofu hafa komið fram ábend- ingar um að skerpa þurfi á regluverki í tengslum við strok og veiði á eldis- laxi. Ráðherra stefnir að því að skipa starfshóp með einum fulltrúa frá hverri stofnun fyrir sig ásamt einum fulltrúa frá skrifstofu matvæla. Hóp- urinn mun yfirfara gildandi reglur um máliðs og þá ferla og framkvæmd sem sé til staðar. Einnig eigi að afla gagna um reglur og framkvæmd í Noregi og Færeyjum. Loks mun hópurinn gera tillögur að endur- skoðuðum reglum og verkferlum. n Ekki staðfest erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum Ríkisstjórn Olaf Scholz lofaði því að leyfa kannabisefni á þessu kjörtímabili. bth@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Ef g ja ldt a k a vegna nagladekkja verður að veruleika í Reykjavík er líklegt að notkun nagladekkja myndi þverra mjög með jákvæðum áhrifum á umhverfi. Þetta er mat Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur. „Í Noregi hefur náðst mjög góður árangur. Hlutfall bifreiða á nagla- dekkjum hefur snarminnkað eftir gjaldtöku sveitarfélaga,“ segir Svava Svanborg Steinarsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja- víkur. Fréttablaðið sagði frá því í gær að í uppfærðri loftgæðaáætlun Umhverfisstofnunar verður lagt til að sveitarfélög fái heimild til að leggja á skatt vegna nagladekkja. Í Noregi er gjaldið um 20.000 íslensk- ar krónur. Brýnt er að bæta loftgæði auk þess sem viðhaldið á götum stóreykst með nöglum. Þá eykst umferðar- hávaði mjög á veturna vegna nagla- dekkja að sögn Svövu. „Að fækka nöglum myndi bæta lífsgæði borgarbúa á margan hátt.“ Reykjavíkurborg hefur árum saman staðið fyrir herferðum til að draga úr notkun nagladekkja. Rannsóknir sýna að ýmsir kostir eru í boði sem gera sama gagn og naglar í ákveðnum aðstæðum að sögn Svövu. Til að Reykjavík komi á naglagjaldi þarf fyrst breytingu á umferðarlögum á Alþingi. „Við höfum í viðbragðsáætlun ávarpað mikilvægi þess að koma á gjaldi en það skortir heimild til þess í umferðarlögum,“ segir Svava. „Það væri mjög jákvætt ef Alþingi myndi setja lög um þetta. Þá væri sveitarfélögum í sjálfsvald sett hvort þau koma þessu gjaldi á.“ n Gjaldtaka stórminnki nagladekkjanotkun Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill að Reykjavík fái heimild til að leggja á skatt vegna nagladekkja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 6 Fréttir 27. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.