Fréttablaðið - 27.10.2022, Síða 8
Ég gæti trúað að það
gæti farið að styttast í
næsta gos í Gríms-
vötnum.
Magnús Tumi
Guðmundsson,
prófessor í jarð-
eðlisfræði við
Háskóla Íslands
Geldingadalir Hekla
Katla
Grímsvötn
Askja
Herðubreið
Grímsey
Meradalir
Brennisteinsfjöll
Órói er víða og eldstöðvar komnar á tíma
Undanfarin misseri hefur
skolfið bæði syðra og nyrðra
og gosið í tvígang á suðvestur
horninu. Virkar eldstöðvar
eru komnar á tíma sem og
stórir skjálftar.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Róstusamt hefur verið í jarðskorp
unni undanfarin ár. Gosið hefur á
Reykjanesskaga í tvígang og jörð
skolfið syðra og nyrðra, nú síðast
miklar hrinur við Herðubreið.
Þá eru eldfjöll og stórir skjálftar
„komnir á tíma“ eins og Katla og
Brennisteinsfjöll.
Magnús Tumi Guðmundsson, pró
fessor í jarðeðlisfræði við Háskóla
Íslands, segir að hræringarnar
undanfarið hafi verið frekar miklar,
sérstaklega á Reykjanesskaganum.
Í sjálfu sér sé það ekki óvenjulegt í
landi sem er að gliðna í sundur og
f lekarnir nuddast saman. Vestur
hluti landsins fjarlægist austurhlut
ann um tvo sentimetra á ári, en það
gerist ekki jafnt heldur í rykkjum.
Hvað varðar eldstöðvar segir
hann tímasetningu gosa ansi óvissa.
„Þegar ég var níu ára gamall og fór
fyrst að hafa áhuga á eldfjöllum
voru þrjár reglur. Að Grímsvötn
gysu á tíu ára fresti, Hekla á hund
rað ára fresti og Katla tvisvar á öld,“
segir Magnús. „Þrjátíu árum síðar
höfðu Grímsvötn gosið einu litlu
gosi, Katla ekkert gosið en Hekla
gosið þrisvar.“
Safnar í tankinn
Á laugardaginn hófst skjálftahrina
við Herðubreið, norðan Vatna
jökuls, og eru skjálftarnir nú taldir
í þúsundum. Þar á meðal einn upp
á 4,1 sem er það mesta sem mælst
hefur á svæðinu. Talið er að Herðu
breið sjálf hafi myndast í stöku gosi
og ekki er litið á hana sem virka eld
stöð.
Talið er að hræringarnar í Herðu
breið tengist spennulosun á mis
gengjum fleka en ekki kvikuinn
skoti. Vel er hins vegar fylgst með
stöðunni vegna nálægðar við eld
stöðina Öskju þar sem hafa verið
breytingar. Ekki sé hægt að útiloka
tengsl.
Magnús segir að Askja hafi skorið
sig úr meðal eldstöðva á Íslandi þar
sem hún hafi sigið undanfarna hálfa
öld. Á síðasta ári hafi þróunin hins
vegar snúist við og nú sé þar töluvert
mikið landris sem merkir að kvika
sé að safnast þar undir.
„Það er að safnast í hálftóman
tank,“ segir Magnús. Þessi tankur
þarf að fyllast áður en Askja fer að
bresta en hvar þau mörk liggja sé
ekki vitað. „Ef þetta heldur svona
áfram er það langlíklegast að það
endi með gosi.“
Öskjugosið árið 1875 er eitt af
mestu öskugosunum frá landnámi
þrátt fyrir að hafa ekki staðið yfir
lengi. Öskjuvatn myndaðist og
bændur í nágrenninu f læmdust
burt, sumir til Ameríku.
Magnús hefur hins vegar ekki
miklar áhyggjur af Öskju. Hún
sé langt frá byggð og f lest gos þar
séu ekki stór. Í íslenskum eld
fjöllum sé algengast að töluvert
langur tími líði milli stóratburða
eins og gosið 1875 var. Fyrra sam
bærilegt gos þar var fyrir 10 þús
und árum síðan. „Helsta hættan
í Öskju er að það hefjist gos mjög
snögglega og svæðið væri fullt af
túristum,“ segir hann.
Stóri skjálftinn
Annar staður sem hefur skolfið
duglega er Grímsey en í september
mældust þar tugþúsundir skjálfta.
Sá stærsti mældist 4,9.
Skjálftar á þessu svæði eru ekki
óvanalegir en árið 2020 varð skjálfti
upp á 5,8 milli Grímseyjar og Siglu
fjarðar sem olli skriðuföllum.
Margir af stærstu jarðskjálftum
sem mælst hafa, hafa orðið á
Norðurlandi. Svo sem í Skagafirði
árið 1963 og Kópaskeri 1976. Einnig
Húsavíkurskjálftinn stóri árið 1872
þegar 23 bæir hrundu. Hefur verið
Órói í jarðskorpunni
Á síðasta ári
byrjaði Askja að
rísa á ný eftir
áratugalangt sig.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Nýjustu gos í virkum
eldstöðvum
n Reykjanes 2022
n Grímsvötn 2011
n Hekla 2000
n Askja 1961
n Katla 1918
sagt að stór Norðurlandsskjálfti sé
kominn á tíma.
Annar skjálfti sem landsmenn
kvíða er næsti skjálfti í Brenni
steinsfjöllum á Reykjanesskaga. Þar
voru stórir skjálftar bæði árin 1929
og 1968, upp á 6,3 og 6,0, sem ollu
umtalsverðu tjóni á höfuðborgar
svæðinu.
Aðspurður segir Magnús slíka
skjálfta einfaldlega hluta af því að
búa á Íslandi. Gera þurfi ráð fyrir
því við byggingu húsa og innrétt
ingu lausamuna til að minni líkur
séu á að slys verði á fólki. „Við
getum aldrei forðast að það verði
skemmdir á mannvirkjum. En
með því að byggja skynsamlega og
ganga vel frá hlutum ættum við að
geta staðið af okkur þá jarðskjálfta
sem líklegt er að verði á Íslandi,“
segir hann.
Þögn á Reykjanesi
Umræðunni um stóran skjálfta í
Brennisteinsfjöllum var haldið á
lofti í tengslum við þær miklu jarð
hræringar sem orðið hafa á Reykja
nesi undanfarin ár. En síðan land
byrjaði að rísa nálægt Grindavík
árið 2019 hefur í tvígang gosið
við Fagradalsfjall, með miklum
skjálftahrinum sem aðdraganda.
Síðan seinna gosinu, í Mera
dölum, lauk í ágúst hefur hins
vegar verið mjög rólegt á Reykja
nesinu. „Það hlé gæti staðið yfir í
vikur, mánuði, ár eða áratugi,“ segir
Magnús. Óumdeilt sé hins vegar að
nýtt eldvirknitímabil sé hafið eftir
800 ára hlé.
Dulin Katla
Hekla gaus á tíu ára fresti seinni
hluta 20. aldar en hefur ekki gosið
síðan árið 2000. Katla gaus stórgosi
árið 1918, fyrir 104 árum síðan. Hafa
margir velt því fyrir sér hvort þessar
tvær frægu eldstöðvar séu ekki að
fara að vakna.
Magnús bendir á að 20 ár séu
ekki langur tími fyrir Heklu í sögu
legu ljósi. Fyrir stóra gosið þar árið
1947 hafi hléið verið 102 ár. Gos
hléið í Kötlu sé hins vegar orðið
það lengsta síðan á tólftu öld. Hún
sýni samt engin merki um að vera
að fara að gjósa og ekki sé hægt
að fullyrða að þetta langa hlé sé
óvenjulegt.
„Við þekkjum ekki svo vel lang
tímafyrirvara Kötlu,“ segir Magnús.
Í gosinu árið 1918 hafi engir mælar
verið til staðar. Hann segir hins
vegar að allar eldstöðvar geri ein
hver boð á undan sér og reglan sé
yfirleitt sú að eftir því sem lengra
er liðið frá gosi því lengri verði for
boðarnir. Nefnir hann til dæmis að
forboðarnir fyrir gosið í Eyjafjalla
jökli árið 2010 hafi hafist sextán
árum áður.
„Þegar kemur að Heklu verða
gosin öflugri þeim mun lengra sem
líður á milli. En í Kötlu er ekki hægt
að sjá sömu reglu. Frekar að það
komi lengra hlé á eftir öflugu gosi,“
segir Magnús.
Virkasta eldstöðin
Virkasta eldstöð landsins, Gríms
vötn, gæti einnig farið að láta á sér
kræla. Þar hefur ekki gosið í meira
en áratug en reglulega koma þar
goshrinur. Svo sem tíu gos á árun
um 1883 til 1910 og fimm til átta gos
á árunum 1922 til 1954.
„Ég gæti trúað að það gæti farið að
styttast í næsta gos í Grímsvötnum.
En þau eru nú yfirleitt ekki mjög
stór,“ segir Magnús. Hann bendir þó
á að síðasta gos, árið 2011, hafi verið
mjög öf lugt og stærsta öskugos á
Íslandi í nærri öld. Til að mynda hafi
öskumagnið verið þrisvar sinnum
meira en í Eyjafjallajökli, sem vakti
þó meiri athygli vegna rasks.
Túrisminn flækir
Aðspurður hvaða hugsanlegu gos
séu líklegust til að valda mestum
spjöllum nefnir Magnús þau sem
geti valdið stórum jökulhlaupum.
Til dæmis Kötlugos eða stórgos á
Grímsvatnasvæðinu. Þau geti tekið
út brýr og stóra vegarkafla.
Hraungos á Reykjanesskaga geti
skemmt innviði enda nálægt þétt
býlinu. „Það getur gerst og mun
sjálfsagt gerast á næstu áratugum
eða árhundruðum,“ segir hann.
Stór eldgos, með miklu hrauni og
gasi, sem verða á nokkur hundruð
ára fresti, séu einnig mikil nátt
úruvá og það gæti þurft að rýma
svæði vegna gasmengunar. „Við
getum ekki lokað augum fyrir því
að þetta er möguleiki. En það er
ekkert svona sem blasir við að sé
yfirvofandi,“ segir Magnús.
Nútíma aðstæður hafi bæði ein
faldað og flækt málið. Mælingar og
viðbragð sé betra en fólksfjöldinn
líka meiri. „Það verður að horfast
í augu við það að túrisminn hefur
valdið því að erfiðara er að vera
viss um að fólk sé ekki á röngum
stað þegar gos hefst,“ segir Magnús.
Eigi þetta við um svæðin við Heklu,
Kötlu og Öskju sem dæmi. „Áður
fyrr var aldrei neinn uppi við Heklu
þegar hún gaus. Í dag er fullt af
fólki að ganga á Heklu á góðviðris
dögum.“
Hann bendir þó á að Ísland sé
strjálbýlt og f lest gosin langt frá
byggð. Ísland standi því betur að
vígi en til dæmis lönd eins og Indó
nesía þar sem þéttbýlið er mikið og
fólki búi í hlíðum eldfjalla.
„Það er óþarfi að mála skrattann
á vegginn. Við höfum búið við jarð
hræringar frá landnámi og erum
betur í stakk búin til að takast á við
þær en nokkurn tímann fyrr.“ n
FRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 27. október 2022 FIMMTUDAGUR