Fréttablaðið - 27.10.2022, Side 10

Fréttablaðið - 27.10.2022, Side 10
Ég ætla að binda vonir við það að þessi gjörn- ingur verði ekki fram- kvæmdur. Þórey S. Þórðar- dóttir, fram- kvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða Að veita aðstoð til Úkraínu er ekki bara réttlætanlegt, heldur snýst það um okkar eigin hagsmuni. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands helgisteinar@frettabladid.is Ríkisstjórnir og alþjóðleg fyrirtæki hafa verið hvött til að fjárfesta í nýrri Marshall-aðstoð sem myndi felast í því að endurbyggja innviði Úkraínu í kjölfar stríðsins. Alþjóðleg ráðstefna á vegum G7- ríkjanna og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem haldin var í Berlín á þriðjudaginn minnti á að fjárfesting í Úkraínu snérist ekki bara um mannúðaraðstoð, heldur líka um að vernda hagsmuni Evr- ópusambandsins. Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz, sagði á ráðstefnunni að þeir sem fjárfesta í enduruppbyggingu Úkra- ínu væru einnig að fjárfesta í fram- tíðar-meðlim Evrópusambandsins sem myndi verða hluti af lagalegu samfélagi Evrópu, sem og innri markaðnum. „Að veita aðstoð til Úkraínu er ekki bara réttlætanlegt, heldur snýst það um okkar eigin hagsmuni. Úkraína er ekki aðeins að berjast fyrir eigin landamæri og fullveldi, heldur er hún líka að verja alþjóð- legt regluverk,“ sagði Scholz. Rúmlega 2.000 þýsk fyrirtæki eru með starfsemi í Úkraínu og hafa fæst þeirra yfirgefið landið þrátt fyrir stríðsástand. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelenskyj, ávarpaði einnig ráðstefn- una í gegnum fjarfundarbúnað og lagði til að hægt væri að nýta frosnar Evrópsk Marshall-aðstoð til að byggja upp Úkraínu eftir stríð Þörf er á gríðar- legri uppbygg- ingu í kjölfar stríðsins í Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY rússneskar eignir til að borga fyrir uppbyggingarstarfsemina. Úkra- ínska ríkisstjórnin segir að þjóðin muni þurfi í kringum 750 milljarða evra til að gera við innviði þjóðar- innar, en Alþjóðabankinn áætlar þá tölu nær 349 milljörðum. Efasemdir eru hins vegar um t ímaset ning u áætlu nar innar. Byggðamálastjóri ESB, Johannes Hahn, hefur sagt að uppbygging Úkraínu geti aðeins hafist eftir að friði hefur verið komið á og erfitt gæti reynst að sannfæra fyrirtæki og skattgreiðendur um að fjárfesta í orku, járnbrautum og öðrum inn- viðum sem hætta er á að eyðileggist í sprengjuárásum. Framkvæmdastjóri Evrópusam- bandsins, Ursula van der Leyen, benti á að verið væri að ráðast á borgaralega innviði og ekki væri hægt að bíða til stríðsloka til að hefja endurbyggingarstarfsemi. Mikilvægt sé að skoða hvað hægt er að endurbyggja strax, eins og til dæmis skóla. Heildarframlög Íslands til mann- úðaraðstoðar vegna Úkraínu nema nú einum milljarði króna með meg- ináherslu á mannúðarmál, stuðning við fólk á flótta og viðkvæma hópa. Á framlagsráðstefnu til stuðnings Úkraínu sem fór fram í Varsjá 5. maí tilkynnti forsætisráðherra einnig um 425 milljóna viðbótarfram- lag og af þeirri upphæð færu 295 milljónir í mannúðarstarf og 130 milljónir í sérstakan sjóð Alþjóða- bankans. Varaforseti Evrópu- og Mið-Asíu- deildar Alþjóðabankans, Anna Bjerde, sagði um aðstoðina til Úkraínu að mikilvægt væri að við- halda uppbyggingarstarfseminni: „Reynsla okkar er sú að ef það er ekki gert, þá munum við enda með meiri fátækt, minni lífsgæði og á endanum munu endurbæturnar verða bæði erfiðari og dýrari.“ n Ekki kemur til greina að lífeyrissjóðirnir gefi eftir af kröfum sínum á ÍL-sjóð, sem ber ábyrgð á öllum skuld- bindingum gamla Íbúðalána- sjóðs, sem var lagður niður 2019. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða veltir fyrir sér hvort ríkið myndi reyna sama útspil gegn erlendum fjárfestum. olafur@frettabladid.is Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmda- stjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir í viðtali sem sýnt var í Mark- aðinum á Hringbraut í gærkvöldi að hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að beita löggjafarvaldinu til að grípa inn í og breyta eftir á bindandi samningum séu stórhættulegar og feli í sér pólitíska áhættu sem líf- eyrissjóðir verði að bregðast við og meta. „Ég ætla að binda vonir við það að þessi gjörningur verði ekki framkvæmdur. Það er alveg ljóst að lífeyrissjóðirnir gefa ekkert eftir í samningum. Þeir munu gæta hags- muna sinna sjóðfélaga. Þeir eru alveg traustsins verðir og ég átta mig á því að þeir taka þetta mjög alvarlega. Þegar er farin af stað mikil vinna til að skoða stöðuna, meta og huga að því hvernig hægt er að gæta hagsmuna sjóðfélaga,“ segir Þórey. Hún segir það vera skyldu líf- eyrissjóðanna að vera til staðar til að verjast svona pólitískri áhættu. „Það er mjög alvarlegt að setja fram svona sem hugsanlegan mögu- leika. Að ætla Alþingi að setja lög til að grípa inn í bindandi samninga. Þetta veikir traust almennings og allra á því að semja við ríkið. Er hægt að breyta bara reglunum ef ríkið gerir óhagkvæman samning? Ef samningurinn var svona óhag- stæður fyrir ríkið og kaupandinn, sjóðfélagar í íslenskum lífeyris- sjóði, vinnandi fólk í landinu, ætti að hagnast á gerðum samningi – er það ekki betra en ef þetta væru ein- hverjir erlendir aðilar? Lífeyrissjóðirnir gefa ekki þumlung eftir Þórey S. Þórðar- dóttir, fram- kvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir fyrirætl- anir ríkis- stjórnarinnar skapa pólitíska áhættu sem geti haft áhrif á fjárfestingar lífeyrissjóðanna í framtíðinni. MYND/HRINGBRAUT Ólafur Arnarson olafur @frettabladid.is Þegar upp er staðið þá sparast þessir fjármunir í gegnum almanna- tryggingakerfið af því að kerfið er orðið öflugt. Það þarf ekkert að gráta það að ríkið hafi gert þarna óhagstæðan samning. Íslenska ríkið hefur greiðan aðgang að bestu ráð- gjöfum og er með góða samnings- stöðu. Svo átta þeir sig á því að samningurinn var ekki hagfelldur þegar á að fara að nota löggjafar- valdið til að breyta gerðum samn- ingum,“ segir Þórey. Hún segir lífeyrissjóðina fram- vegis verða tortryggnari en áður gagnvart kaupum á ríkistryggðum skuldabréfum. Það sé óhjákvæmi- legt vegna þess að öll viðskipti bygg- ist á trausti. Þórey segir að skuldabréf ÍL-sjóðs og Íbúðalánasjóðs áður hafi verið verðlögð á markaði mjög svipað og skuldabréf gefin út af ríkissjóði Íslands. Ríkisábyrgðin hafi í raun gert ÍL-bréfin að ígildi ríkisskulda- bréfa. Markaðurinn hafi hins vegar strax brugðist mjög harkalega við og bréfin lækkað mikið í verði við tilkynningu fjármálaráðherra um mögulega slitameðferð ÍL-sjóðs. „Það sýnir hvaða orðspors áhættu þetta hefur í för með sér fyrir íslenska ríkið. Þarna virðist vera pólitísk áhætta sem þarf að fara að taka inn í við mat á viðskiptum við ríkið. Það að leikreglunum sé breytt í miðjum leik. Lífeyrissjóðirnir líta þetta mjög alvarlegum augum. Þeir eru núna að vinna heimavinnuna sína. Þeir eru að fá lögfræðiálit og meta sína stöðu vegna þess að á þeim hvílir mjög rík skylda til að gæta hagsmuna sinna sjóðfélaga. Það er alveg ljóst að við höfum enga heimild til að semja um afföll frá fullu verðmæti þessara eigna. Spurningin er hvort ríkið vill leysa vandann núna. Verðmætin eru þarna til staðar. Ég dreg verulega í efa að sama útspil væri uppi ef eig- endurnir væru erlendir aðilar. Þá myndi örugglega hrikta í og spurn- ing hvaða áhrif það hefði á lánshæf- ismat íslenska ríkisins. Ég get ekki svarað því en alls konar spurningar vakna og efasemdir,“ segir Þórey. n 10 Fréttir 27. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 27. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.