Fréttablaðið - 27.10.2022, Síða 16

Fréttablaðið - 27.10.2022, Síða 16
Í C-riðli Heimsmeistara- mótsins munu augu allra vera á Lionel Messi leikmanni Arg- entínu. Eftir magnaðan feril er Messi líklega á leið á sitt síðasta Heimsmeistaramót. Til að fá goðsagnarstimpil í heimalandinu þarf hann að færa þessari knattspyrnuþjóð bikarinn eftirsótta sem fæst fyrir að vinna þetta stærsta íþróttamót í heimi. hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI Það eru í raun bara örfáir dagar í að það verði flautað til leiks á Heimsmeistaramótinu í Katar. Í C- riðli má búast við spennandi keppni en þar má finna lið Argentínu sem líklegt er til afreka í Katar. Í riðl- inum eru einnig f leiri sterk lið en búast má við að Mexíkó og Pólland berjist um að komast áfram með Argentínu upp úr riðlinum. Þarna má einnig finna Sádi-Arabíu sem mun hita upp fyrir Heimsmeistara- mótið með því að spila æfingaleik við Ísland. Pressa á Messi Lionel Messi er á leið inn á sitt fimmta Heimsmeistaramót með Argentínu en árangurinn hingað til er undir væntingum. Í Katar er pressa á Messi að færa þessari knattspyrnóðu þjóð titilinn sem hún þráir. Í raun verður Messi aldr- ei goðsögn í Argentínu nema að hann færi þjóðinni bikarinn eftir- sótta, hann dreymir um að komast á stall með Diego Maradona og til þess þarf hann að vinna þann stóra. „Argentínumenn ætla að vinna þetta, þeir eru með hörkulið. Það er langt síðan þeir voru með svona sterka miðverði og þeir eru nokkrir þarna sem koma til greina. Þeir eru líka með fína bakverði, í tíð Messi er þetta í raun í fyrsta sinn sem vörnin er í lagi. Miðsvæðið er eitthvað sem væri hægt að hafa áhyggjur af, þar er stóra spurningin hver verður með Leandro Paredes og Rodrigo De Paul á miðjunni. Ég væri til í að sjá Alexis Mac Allister, kraftaverkamanninn í Brighton, þarna. Lautaro Martinez hefur virkað vel með Messi í fremstu víglínu og þeir tengja vel, þeir eru með Julian Alvarez hjá City þar líka en það stefnir allt í að Paulo Dybala verði ekki með. Argentína getur alveg unnið þetta mót. Ef þeir vinna riðilinn þá gætu þeir farið alla leið. Það er langt síðan Messi var í svona miklu stuði innan vallar, þeir koma brattir inn í þetta og munu keyra á þetta,“ segir Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Frétta- blaðsins, um stöðuna eins og hún horfir við honum í C-riðli. Besti framherji í heimi Lið Póllands hefur marga öf luga leikmenn í sínum röðum en enginn er öflugri en Robert Lewandowski. Hrafnkell Freyr segir hann líklega einn besta framherja í heimi en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Barcelona eftir að hafa gert slíkt hið sama hjá FC Bayern í mörg ár. Þjálf- ari liðsins er Gerardo Martino sem hefur stýrt Barcelona á ferli sínum. „Aðalmaðurinn er auðvitað Lewandowski sem þetta snýst allt um. Þeir eiga ótrúlega marga góða markverði, þetta eru fimm alvöru markverðir sem þeir geta valið úr. Pólland hefur oft komið inn í þessi stórmót með smá væntingar en Í tíð Messi er þetta í raun í fyrsta sinn sem vörnin er í lagi. Hrafnkell Freyr Ágústsson, sparkspekingur 22 HM KARLA Í FÓTBOLTA DAGAR Í Síðasti séns Lionel Messi til að verða goðsögn © GRAPHIC NEWS Heimsmeistaramótið 2022: C-riðill Innbyrðis viðureignir 22. nóv. 26. nóv. 26. nóv. 22. nóv. 30. nóv. 30. nóv. Leikjadagskrá Heimild: FIFA Mynd: Getty Images Leikmaður til að fylgjast með: 022 004 323 014 51416 326 Sádi-Arabía Mexíkó Pólland Argentína Pólland Mexíkó Tap Jafnt.Sigur Lionel Messi ARG Á síðasta Heims- meistaramóti lenti Lionel Messi á íslenska varnarveggnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR lendir á vegg og veldur vonbrigðum. Það verður gaman að fylgjast með þeim og þá sérstaklega Matty Cash sem verður með áætlunarferðir upp hægri vænginn,“ segir Hrafnkell. Léttleikandi Mexíkóar Það hefur orðið breyting í fótbolt- anum í Mexíkó en leikmennirnir spila flestir þar í landi. Peningarnir í fótboltanum þar hafa aukist hratt síðustu ár en Raúl Jiménez, fram- herji Wolves, er líklega þekktasta stærðin í liði Mexíkómanna. „Þetta er mikið af leikmönnum sem hafa verið í Evrópu síðustu ár og eru komnir heim. Því það eru bara miklir peningar í fótboltanum, þeir þurfa að ná Raul Jimenez í gang en þar er mikil endurhæfing í gangi fyrir mótið. Það er langt síðan ég hef séð jafn óspennandi lið frá Mexíkó, margir af öf lugri leikmönnunum eru komnir á aldur og má þar nefna Andrés Guardado sem dæmi. Þeir verða góðir og fótboltinn er þeirra ástríða en liðið er ekki spennandi.“ Grænu fálkarnir Hver og einn einasti leikmaður Sádi-Arabíu leikur í heimalandinu en þjálfari liðsins er hinn reyndi Hervé Renard sem hefur marga fjöruna sopið í leiknum. Ekki er búist við miklu af Sádum á mótinu en liðið mætir Íslandi 6. nóvember til að undirbúa sig fyrir mótið. „Ég er ekki djúpur þarna, þeir eru allir í heimalandinu en það hefur verið uppbygging í fótboltanum þarna. Þeir ákveða að velja auðvelda leið í aðdraganda mótsins, að fara í C-liðið hjá Íslandi til að undirbúa sig,“ segir Hrafnkell. n helgifannar@frettabladid.is FÓTBOLTI Í kvöld halda Hagsmuna- samtök knattspyrnukvenna mál- stofu um framtíð kvennaknatt- spyrnu. Áhersla verður lögð á það hvernig hægt er að auka hlutfall kvenna í stjórnum knattspyrnu- deilda hér á landi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Artic Advent- ures, og Helena Jónsdóttir, sem skrif- aði meistararitgerð um málefnið, munu flytja erindi á málstofunni. „Það þekkja það allir að knatt- spyrnan er karllægur heimur. Sem kona í íþróttum upplifir maður að það er eitthvert óréttlæti í gangi. Það getur verið allt frá því að fá slæma æfingatíma í það að fá engin laun fyrir að gera það sama og karlarnir,“ segir Helena. Hún segir margar konur vilja vera í stjórnum knattspyrnudeilda. „Þær hafa áhuga á að komast þarna inn og starfa í kringum knatt- spyrnuna, en einhverra hluta vegna haldast þær ekki þarna. Það hljóta að vera einhverjar ástæður fyrir því.“ Kynjakvóti verður til umræðu Á málstofunni verður meðal annars til umræðu hvort nauðsynlegt sé að taka upp kynjakvóta í stjórnum knattspyrnudeilda, líkt og þekkist í fyrirtækjum. „Það getur farið á báða vegu. Við viljum hafa einstaklinga sem hafa áhuga á að vera þarna og hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum fyrir íþróttafélagið sitt, ekki setja kynja- kvóta bara til að vera með einstakl- inga sem fylla upp í einhvern kvóta.“ Hún telur þó jafnframt að ein- hverjar reglur um hlutfall kynja gætu hjálpað. „Ef við myndum setja einhvers konar viðmið um að það þyrftu að vera ákveðið margir frá báðum kynjum tel ég að það myndi gera knattspyrnunni ótrúlega gott. Þá fáum við sjónarmið bæði karla og kvenna, sem er það sem þarf.“ Sem fyrr segir mun Helena sjálf flytja erindi á málstofu kvöldsins. „Ég mun koma inn á fjármagn og launamun kynjanna. Það er áherslan mín. Það verða svo mismunandi sjónarhorn kynnt,“ segir Helena. Málstofan hefst klukkan 17.30 í Veröld – húsi Vigdísar. Bogi Ágústs- son mun stýra henni. n Framtíð kvennaknattspyrnunnar til umræðu í málstofu Íslensk kvennaknattspyrna er í miklum vexti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 16 Íþróttir 27. október 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 27. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.