Fréttablaðið - 27.10.2022, Side 17
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FIMMTUDAGUR 27. október 2022
Þægilegur og fallegur fatnaður
veitir vellíðan hjá Belladonna
Fötin skapa manninn, segir máltækið, og má með sanni segja að það sé rétt. Verslunin
Belladonna er þekkt fyrir að vera með fallegan og vandaðan klæðnað sem hentar öllum
tilfellum. Stella Ingibjörg Leifsdóttir hefur rekið verslunina Belladonna frá árinu 2004. 2
Stella Ingibjörg Leifsdóttir, stofnandi og eigandi verslunarinnar Belladonna, leggur mikla áherslu á að allar eigi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í versluninni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
HEILAÞOKA?
Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is
AUKIN ORKA
OG FÓKUS
Ella Bleu ber sterkt svipmót Johns
Travolta, föður síns. FRÉTTABLAÐIÐ/
thordisg@frettabladid.is
Ella Bleu Travolta, dóttir banda-
ríska leikarans John Travolta og
leikkonunnar Kelly Preston sál-
ugu, stal senunni í partíi Neiman
Marcus í Los Angeles í vikunni.
Þessi 22 ára fegurðardís og söng- og
leikkona er nefnilega við það að
feta í fótspor foreldra sinna.
Ella Bleu undirbýr sig nú fyrir
sitt fyrsta stóra aðalhlutverk í
bíómyndinni Get Lost. Hún sýndi
fyrst leikhæfileika sína þegar hún
lék á móti foreldrum sínum í kvik-
myndinni Old Dogs árið 2009. Tíu
árum seinna, eða 2019, lék hún
hlutverk á móti pabba sínum og
stórleikaranum Morgan Freeman í
myndinni The Poison Rose.
Hæfileikarík á mörgum sviðum
Ella Bleu hefur að mestu haldið sig
frá sviðsljósinu í gegnum tíðina
en er nú ekki aðeins komin með
annan fótinn inn í tónlistarheim-
inn og Hollywood því hún er líka
að setja mark sitt á tískuheiminn
og gekk í haust rauða dregilinn
í partíi fyrir Cara Loves Karl
Capsule Collecton í New York og
vakti þá líka verðskuldaða athygli
á kynningu Kate Spade á tísku-
vikunni í New York.
Hún vinnur líka hörðum
höndum að tónlistarferli sínum og
gaf út sitt fyrsta lag, Dizzy, fyrr á
árinu á Spotify. n
Í fótspor feðranna