Fréttablaðið - 27.10.2022, Síða 23

Fréttablaðið - 27.10.2022, Síða 23
Spennandi störf í boði hjá HMS á Akureyri Laus störf hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Störf í boði hms.isBorgartúni 21, 105 Reykjavík - Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki - Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Teymisstjóri brunabótamats Starfs- og ábyrgðarsvið: • Faglegur leiðtogi teymis sem ber ábyrgð á þróun og framkvæmd brunabótamats. • Leiða viðhald og þróun kostnaðarútreikninga, gagnaöflun og tölfræðiúrvinnslu við gerð brunabótamats. • Þjónusta við fasteignaeigendur, sveitarfélög og tryggingarfélög. • Önnur verkefni í samráði við framkvæmdastjóra. Sérfræðingar í brunabótamati Starfs- og ábyrgðarsvið: • Framkvæmd kostnaðar- og brunabótamats og úrvinnsla athugasemda vegna brunabótamats. • Þátttaka í þróun útreikninga á byggingarkostnaði. • Gagnasöfnun og skoðun eigna. • Þjónusta við fasteignaeigendur, sveitarfélög og tryggingarfélög. • Önnur verkefni í samráði við teymisstjóra. Sérfræðingur í fasteignaskráningu Starfs- og ábyrgðarsvið: • Yfirferð og skráning fasteigna á grundvelli eignaskiptayfirlýsinga. • Þátttaka í ákvörðun fasteignamats. • Önnur verkefni í samráði við teymisstjóra. Sérfræðingur í afmörkun eignamarka jarða Starfs- og ábyrgðarsvið: • Afmörkun eignamarka jarða í landeignaskrá. • Samskipti við landeigendur. • Önnur verkefni í samráði við teymisstjóra. Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, miðlun og stafræna þróun? Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitar að öflugu fólki til að taka þátt í uppbyggingu þjónustu HMS á starfsstöð okkar á Akureyri. Fjölbreytt og krefjandi verkefni eru framundan við þróun á framkvæmd brunabótamats og fasteignaskráningar í takt við hlutverk og framtíðarsýn stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember Nánari upplýsingar um hæfniskröfur má sjá á starfatorg.is og alfred.is. Um er að ræða full störf og æskilegt er að umsækjendur geti byrjað sem fyrst. Lögð er rík áhersla á fjölbreytni og við hvetjum alla áhugasama einstaklinga til að sækja um, óháð kyni. Sendið umsóknir í gegnum alfred.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sem lýsir hæfni og skýrir áhuga á starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að frestur rennur út. Kjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember Nánari upplýsingar Soffía Guðmundsdóttir, teymisstjóri Innri þjónustu, soffia.gudmundsdottir@hms.is Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri Fasteigna, tryggvi.ingvarsson@hms.is Einnig í 440 6400 eða á hms.is Brunabótamat Tilgangur brunabótamats er að finna vátryggingafjárhæð húseigna. Matið er kostnaðarútreikningur sem byggir á verðbanka HMS. Áhersla er lögð á að brunabótamat sé tímanlega sett á, að í upplýsingagjöf sé skýrt til hvers matið nær og að það endurspegli sem best endurstofnvirði mannvirkis.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.