Skessuhorn - 07.09.2022, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 20228
Tilkynnt um
skothvelli
AKRANES: Hringt var í
Neyðarlínuna skömmu eftir
miðnætti á laugardaginn og
tilkynnt um skothvelli sem
kæmu frá Jaðarsbökkum
á Akranesi. Enginn sást á
ferðinni þegar farið var á
vettvang en óskað var eftir
aðstoð sérsveitar sem kom á
Akranes. Talsverður tími fór
í það að kanna málið en ekk
ert kom út úr því þrátt fyrir
hjálp sérsveitar. -vaks
Voru látnir
blása
HVALFJ.SV: Fjölmargir
ökumenn voru stöðvaðir síð
asta sunnudagsmorgunn við
Hvalfjarðargöngin við eftir
lit með ölvunarakstri. Voru
ökumenn látnir blása og
var aðeins einn ökumaður
sem blés undir mörkum
og tók farþegi í bílnum við
akstrinum. -vaks
Bílvelta endaði
á toppnum
NORÐURÁRD: Hringt
var í Neyðarlínuna síðdegis á
mánudaginn og tilkynnt um
bílveltu sem varð á Vestur
landsvegi á móts við Sveina
tungu. Þegar lögreglan
kom á vettvang voru öku
maður og farþegi komnir út
úr bílnum. Sátu þar skammt
frá og bifreiðin á hvolfi utan
vegar. Ökumaður hafði
misst stjórn á bílnum, fór
eina til tvær veltur og end
aði á toppnum. Þeir voru
eftir atvikum í uppnámi eftir
velturnar og voru fluttir á
heilsugæslustöðina í Borgar
nesi með sjúkrabifreið til
nánari skoðunar. Kranabif
reið kom síðan á staðinn og
fjarlægði ökutækið. -vaks
Skessuhorn er á
Instagram
Instagramsíða Skessuhorns
heitir skessuhorn.is og eru
lesendur hvattir til að fylgja
henni. Þegar líður á haustið
verða settar þar inn nýjar
fréttir, myndir og mynd
bönd. Skessuhorn er líka
með Facebooksíðu, hægt
er að líka við hana og fá
þá fréttir af skessuhorn.is í
fréttaveituna. -gbþ
Vetraropnun í
vita og laug
Um mánaðamótin tók í gildi
vetraropnun í Akranesvita
en á Breið er jafnframt upp
lýsingamiðstöð ferðamanna
á Akranesi. Einnig breytist
opnunartími baðlaugarinnar
Guðlaugar við Langasand.
Opið verður í vitanum á
mánudögum kl. 1014 og á
þriðjudögum til föstudaga
frá klukkan 10 til 16. Lokað
verður um helgar. Guðlaug
verður opin fjóra daga í viku;
miðvikudaga og föstudaga
klukkan 1620, en laugar
daga og sunnudaga klukkan
1018. -vaks
Aflatölur fyrir
Vesturland
27. ágúst – 2. september
Tölur (í kílóum) frá Fiski-
stofu
Akranes: 4 bátar.
Heildarlöndun: 28.476 kg.
Mestur afli: Ebbi AK:
24.784 kg í þremur
löndunum.
Arnarstapi: 0 bátar.
Engin löndun á tímabilinu.
Grundarfjörður: 6 bátar.
Heildarlöndun: 675.042 kg.
Mestur afli: Helga María
RE: 151.531 kg í einum
róðri.
Ólafsvík: 14 bátar.
Heildarlöndun: 217.863 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarna
son SH: 50.442 kg í fjórum
róðrum.
Rif: 5 bátar.
Heildarlöndun: 179.860 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
90.209 kg í einni löndun.
Stykkishólmur: 3 bátar.
Heildarlöndun: 17.465 kg.
Mestur afli: Bára SH: 15.742
kg í fjórum löndunum.
1. Helga María RE –
GRU: 151.531 kg. 28.
ágúst.
2. Viðey RE – GRU:
137.791 kg. 30. ágúst.
3. Tjaldur SH – RIF:
90.209 kg. 29. ágúst.
4. Áskell ÞH – GRU:
76.730 kg. 30. ágúst.
5. Vörður ÞH – GRU:
64.666 kg. 31. ágúst.
-sþ
Eftir að gjaldskylda var tekin upp á
nýja bílastæðinu við áningarstaðinn
Kirkjufell í Grundarfirði hafa ferða
menn gert ýmislegt til að spara sér
gjaldtökuna. Flestir ferðamennirnir
leggja nú á bílastæðinu en svo er
alltaf einn og einn sem freistast til
að finna sér bílastæði utan við hið
hefðbundna stæði. Þá fylgja oft
fleiri í kjölfarið og myndast ein
hvers konar hjarðhegðun við uppá
tækið. Fréttaritara blöskraði þó
ástandið á dögunum þegar hann átti
leið þarna framhjá. Fleiri bílar voru
þá á afleggjaranum að bænum Hálsi
heldur en á bílastæðinu sjálfu. Þetta
veldur eflaust óþægindum fyrir
landeigendur á Hálsi sem reka þar
ferðaþjónustu og smá geita og fjár
búskap. Hátt í tuttugu bílar voru á
afleggjaranum en ellefu á sama tíma
á bílastæðinu.
tfk
,,Við vorum að koma úr Hítará og
það var rólegt. Það veiddust nokkrir
laxar í hollinu. Í fyrra á sama tíma
fengum við fína veiði,“ sagði Axel
Ingi Viðarsson sem var við veiðar
í Hítará á Mýrum. Áin hefur nú
gefið sömu veiði, nánast upp á fisk,
og fyrir ári, eða í kringum 550 laxa.
Vatnið hefur ekki vantað í sumar
en fiskurinn hefur verið fremur
tregur þegar liðið hefur á veiðitím
ann. ,,Við vorum í Haukadalsá og
Langá um daginn en fiskurinn tók
bara alls ekki hjá okkur, hann var
helvíti tregur,“ sagði veiðimaður og
bætti við: „Það var sama hvað þeim
var boðið, sérstaklega í Langá, þeir
höfðu bara engan áhuga,“ sagði
veiðimaðurinn ennfremur.
Já, ballið er að vera búið, þrátt
fyrir að veiðin hafi verið góð á
tímabili í sumar, eru nokkrar lax
veiðiár varla að ná veiðinni í fyrra.
Norðurá er nú í kringum 1300 laxa,
í fyrra gaf hún 1431 lax. Haffjarðará
vantar ennþá 100 laxa upp á veiðina
í fyrra og svona mætti áfram telja.
Mikið vatn er í ánum en færri fiskar
og þeir eru tregir að taka. gb
Stefnt er að því að hefja fram
kvæmdir við lagningu Sundabrautar
árið 2026 og að hún verði tekin í
notkun árið 2031. Þetta kemur fram
á vefsíðu Vegagerðarinnar. Mikil
tímamót urðu í síðustu viku þegar
verkefnisstjórn Sundabrautar hélt
sinn fyrsta fund. Sá fundur setur
ákveðinn tón og gefur fólki von um
að Sundabrautin verði að lokum að
veruleika. Í verkefnisstjórninni sitja
tveir fulltrúar frá Vegagerðinni auk
fulltrúa frá innviðaráðuneytinu,
Reykjavíkurborg og Sambandi
íslenskra sveitarfélaga. Hlutverk
verkefnisstjórnarinnar er einkum
að hafa umsjón með og fylgja eftir
undirbúningi framkvæmda við
Sundabraut. Þá hefur Vegagerðin
auglýst eftir verkefnastjóra sem
mun vinna fyrir verkefnisstjórnina
að margþættum undirbúningi þessa
stóra verkefnis.
Lagning Sundabrautar styttir
ferðatíma vegfarenda til og frá
höfuð borgarsvæðinu og er sam
kvæmt niðurstöðum félagshag
fræðilegrar greiningar, metin þjóð
hagslega hagkvæm. Útdrátt úr
þeirri greiningu má finna á vef
Vegagerðarinnar. Þá feli Sunda
braut í sér mikinn samfélagslegan
ávinning, hvort sem hún verði lögð
með brú eða jarðgöngum undir sjó.
Mestur ábati við opnun Sunda
brautar felst í minni akstri, útblæstri
og mengun en heildarakstur á höf
uðborgarsvæðinu gæti minnkað um
150 þúsund kílómetra á hverjum
sólarhring.
gbþ
Ferðamenn freistast til
að spara stöðugjaldið
Verkefnisstjórn Sundabrautar á sínum fyrsta fundi. Frá vinstri. Bryndís Frið
riksdóttir frá Vegagerðinni, Árni Freyr Stefánsson fulltrúi innviðaráðuneytis,
Sævar Freyr Þráinsson fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðbjörg Lilja
Erlendsdóttir fulltrúi frá Reykjavíkurborg og Guðmundur Valur Guðmundsson frá
Vegagerðinni. Ljósm. Vegagerðin.
Verkefnisstjórn Sundabrautar
hélt sinn fyrsta fund
Brynjar Þór Hreggviðsson með lax úr Norðurá í Borgarfirði.
Skrýtnu veiðisumri að ljúka