Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2022, Side 19

Skessuhorn - 07.09.2022, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2022 19 Kristrún Frostadóttir alþingis­ maður (S) hefur boðað framboð sitt til formennsku Samfylkingarinnar, en ný forysta verður kosin í haust. Af því tilefni hóf hún á mánudaginn fundaferð um landið og var fyrsti viðkomustaður hennar Frístunda­ miðstöðin Garðavellir á Akranesi. Fundir hennar í þessari herferð eru öllum opnir og fyrirkomulag þeirra með þeim hætti að Kristrún heldur framsögu og svarar hún síðan fyrir spurnum úr sal og tekur við ábendingum gesta. „Samfylkingin á að taka for­ ystu í að breyta samfélaginu til baka. Við þurfum að boða áherslu­ breytingar og stunda jákvæða póli­ tík,“ sagði hún í upphafi erindis síns. „Við þurfum að fara aftur í kjarna jafnaðar mennsku. Okkar verkefni verður að boða trúverð­ ugleika og setja ákveðin mál á oddinn og standa með þeim,“ sagði Kristrún og nefndi sérstaklega heil­ brigðismál, kjaramál, velferðarmál almennt og fjármál ríkisins. Hún er t.d. andvíg skattalækkunum meðan heilbrigðiskerfið er vanfjármagnað. „Við þurfum að skapa í sam félagi okkar fjárhagslegan grunn til að kosta velferðarkerfið þannig að allir landsmenn geti lifað sómasam­ legu lífi. Við þurfum sömuleiðis að setja á oddinn þau mál sem við viljum standa fyrir í fjölflokka ríkis­ stjórn þegar þar að kemur,“ sagði Kristrún. Sagði hún að flokkur hennar þurfi að tala skýrt þannig að fólk viti fyrir hvað hann stendur. Vísaði hún þar til samtakamáttar jafnaðarmannafólks í landinu. Gat hún þess að flokkurinn þyrfti að bæta við sig auknu fylgi til að ná fram breytingum í ríkisstjórn og kvaðst bjartsýn um að það muni takast. Á fundinum sköpuðust líflegar umræður og voru margir sem lögðu orð í belg af þeim fjörutíu gestum sem mættu. Vilhjálmur Birgis­ son formaður VLFA hélt ræðu og vísaði þar til kjarasamninga sem eru lausir í haust. Fór hann m.a. í tölum yfir hvað greiðslubyrði lána almennings hefur hækkað vegna hækkandi 3,75% hækkunar stýri­ vaxta á síðustu mánuðum. Brýndi hann formannsefni Samfylkingar­ innar til dáða í þeim efnum að koma almenningi í landinu til hjálpar. Auk þess var á fundinum rætt um sjávarútvegsmál, skatt af auðlindum, evrópusambands­ og gjaldmiðilsmál, húsnæðismarkað­ inn og fjölmargt fleira. mm Á fundi byggðarráðs Borgar­ byggðar síðastliðinn fimmtudag var lokaliður á dagskrá dýravelferðar­ mál í sveitarfélaginu. Þar segir orð­ rétt: „Eftirlit með dýravelferð er á hendi Matvælastofnunar (MAST). Byggðarráð Borgarbyggðar leggur til að umhverfis­ og landbúnaðar­ nefnd eigi samtal við MAST um framkvæmd eftirlitsheimsókna og eftirfylgni með ábendingum. Í Borgarbyggð er mikill fjöldi íbúa sem heldur húsdýr og landbúnaður er einn af hornsteinum atvinnulífs. Undantekningarlítið er sú starf­ semi til fyrirmyndar og vel gætt að velferð dýra. Íbúar Borgarbyggðar geta ekki unað því ef pottur er brot­ inn í eftirliti MAST og ákvarðana­ taka og framkvæmd samkvæmt eigin reglum er hæg og óskilvirk. Málleysingjar eiga að geta treyst á að farið sé eftir ábendingum og reglum fylgt við eftirlit og rann­ sókn mála. Mál er varða velferð þeirra þurfa að vera unnin hratt og vel. Það er mikilvægt að íbúar hafi vakandi auga með velferð dýra og þakkarvert að slíkum ábendingum sé komið í farveg til MAST,“ segir í bókun byggðarráðs Borgarbyggðar. mm Haustið er nú að ganga í garð með tilheyrandi uppskerutíma, en lambakjöt, kartöflur, ber og sveppir lita undirbúning margra fyrir komandi vetur. Berjaupp­ skeran hefur þó á flestum stöðum brugðist en annað er að segja af sveppauppskeru ársins. Skóg­ ræktarfélag Borgarfjarðar stóð fyrir þremur sveppagöngutúrum í lok ágúst þar sem í boði var kennsla og fræðsla í að finna, greina og geyma sveppi. Helgi Guðmundsson skóg­ fræðingur leiðbeindi göngu­ hópnum og fræddi áhugasama um sveppi sem á vegi þeirra urðu en hann segir Vesturland vera eitt besta sveppasvæði landsins, bæði í formi magns og fjölbreytileika tegunda. ,,Það var vel mætt miðað við stuttan fyrirvara en þarna kom fólk sem hafði aldrei tínt sveppi áður, líka einhverjir sem höfðu verið að tína í nokkur ár en vildu læra að greina fleiri sveppi. Uppskeran í ár virðist vera misjöfn eftir land­ svæðum. Það eru engin töluleg gögn til um sveppauppskeruna svo þetta er svolítið bara hvað fólki finnst. Sjálfur hef ég lítið komist á sveppaveiðar en sé mikla aukningu af fólki í sveppamó við vinnu mína í skógunum,“ segir Helgi. Hann vill meina að mikil vitundarvakning hafi orðið í sveppatínslu á Íslandi en sjálfur fór hann á fræðslunámskeið um sveppi fyrir nokkrum árum. ,,Sveppirnir vaxa allan sólarhringinn en það fer svoldið eftir hvaða svepp þú ert að leita að hversu lengi aldinið er sýnilegt og ætt. Hann getur verið ósýnilegur í byrjun dags og skartað svo sínu fegursta í lok dags, allt eftir veðurfari og umhverfisaðstæðum. Maður þarf helst að finna hvar svepprótin er og fara öðru hvoru að kíkja á staðina. Fólk sem stundar þetta mikið er jafnvel með GPS hnit á leynistöðunum. Stundum þarf að grafa aðeins eftir þeim og lyfta upp mosa og lyngi til að finna sveppi eins og Kantarellur og Gulbrodda. Þetta er reynsla og fræðsla en það finnast þó nokkrir eitraðir og baneitraðir sveppir á Íslandi, sem dæmi um það þá eru bara í garðinum heima hjá mér þriggja stjörnu matsveppir og líka baneitraðir sveppir og allt þar á milli. Allir pípusveppir á Íslandi eru til dæmis ætir en þeir eru með eins og svamphúð undir hattinum. Það er til einn pípusveppur sem er kannski hálfóætur en hann heitir Pipar­ sveppur og getur verið sterkari en chili og sumir nota hann sem krydd. Ég hvet áhugasama til að mæta á námskeið og í fræðslugöngur og læra að greina einn ætan svepp á ári til dæmis. Við Íslendingar erum að byrja að uppgötva þetta hnossgæti sem er út um allt í umhverfi okkar. Einnig er þetta yndislegt fjölskyldu­ útivera, fræðandi og nærandi. Ég vil þakka öllum sem hafa mætt í sveppa­ tínsluna hjá okkur í Skógræktinni en það verður svo ein ganga í septem­ ber sem verður auglýst á Facebook­ síðu okkar innan tíðar.“ Helgi segir um að gera að hugsa um sveppina sem fersk matvæli og fagnar vaxandi áhuga Íslendinga á sveppatínslu. sþ Málleysingjar eiga að geta treyst því að farið sé eftir ábendingum Áhugi á sveppamó fer vaxandi Úr sveppagöngutúr í Reykholti sem haldinn var af Skógræktarfélagi Borgarfjarðar í síðustu viku. Ljósm. aðsend. Kristrún hóf fundaferð sína á Akranesi Hópur fermingarbarna úr Grundar­ firði og Ólafsvík hefur síðustu daga dvalið í Vatnaskógi í fermingar­ búðum. Með þeim er Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur í Grundarfirði og Snæfellsbæ, og segir hann dvölina í Vatnaskógi einkum snúast um að kynnast, fræð­ ast og gera alls konar skemmtilegt. Mikil veðurblíða hefur verið síðustu daga og hafa krakkarnir meðal annars leikið sér á bátum á Eyrar­ vatni og tekið þar stutta sundspretti. gbþ/ Ljósm. af Bongóblíða í Vatnaskógi Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur í Grundarfirði og Ólafsvík, er hér með hressum krökkum. Sannkölluð bongóblíða hefur verið í Vatnskógi síðustu daga.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.