Skessuhorn - 07.09.2022, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 202222
Hver er uppáhalds mánuður
ársins og af hverju?
Spurning
vikunnar
Spurt á Akranesi
Gunnlaugur Pálmason
„Mars af því þá á ég afmæli.“
Birkir Guðjónsson
„Júlí því þá er hásumar og aðal
tíminn.“
Sigmundur Lýðsson
„Ágúst vegna þess að það er
dásamlegasti mánuðurinn.“
Þorgerður Benónýsdóttir
„September því þá er hægt að
fara út á sjó og í berjamó.“
Jóhannes Hreggviðsson
„Júní af því sumarið er að koma
ef það þá kemur.“
Í þessum lið leggjum við fyrir tíu
spurningar til íþróttamanna úr
alls konar íþróttum á öllum aldri
á Vesturlandi. Íþróttamaður vik
unnar að þessu sinni er golfarinn
Margeir Ingi frá Stykkishólmi.
Nafn: Margeir Ingi Rúnarsson
Fjölskylduhagir? Í sambúð með
Gerði Silju Kristjánsdóttur.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Golf, pílukast og enski boltinn.
Hvernig er venjulegur dagur
hjá þér um þessar mundir? Er í
vinnunni frá klukkan 718. Fæ mér
kvöldmat fljótlega eftir að ég kem
heim svo ég hafi tíma til að gera
eitthvað um kvöldið.
Hverjir eru þínir helstu kostir
og gallar? Er alltaf frekar rólegur.
Held að það sé frekar gott. Galli
get verið smávegis þverhaus annað
slagið.
Hversu oft æfir þú í viku? Hef
ekki æft í langan tíma en reyni að
fara reglulega níu holur.
Hver er þín fyrirmynd í
íþróttum? Pabbi, slær langt og
góður í að pútta.
Af hverju valdir þú golf? Pabbi
var í golfi og ég fékk að fara með.
Þá kviknaði áhuginn.
Hver er fyndnastur af þeim sem
þú þekkir? Birkir Freyr, vinnufé
lagi minn. Ótrúlegur brandarakall.
Hvað er skemmtilegast og
leiðinlegast við þína íþrótt?
Skemmtilegast er að horfa á eftir
góðu upphafshöggi sem flýgur
nógu langt og helst nokkuð beint.
Leiðinlegast er að spilla illa í vondu
veðri. Þá fer manni að hlakka til að
komast heim.
Get verið smávegis þverhaus
Íþróttamaður vikunnar
Prjónamenning virðist lifa góðu lífi
milli kynslóða á Íslandi en nýverið
hófust prjónakvöld fyrir ungar
konur í Borgarnesi. Þær Dagbjört
Birgisdóttir, Kolbrún Tara Arnar
dóttir og Erla Katrín Kjartans
dóttir stofnuðu prjónahóp á Face
book en þær segja mikinn prjóna
áhuga ríkja hjá sinni kynslóð. ,,Við
sendum út tilkynningu því okkur
langaði í prjónaklúbb en við vorum
búnar að heyra svo margar á okkar
reiki nefna hvað það væri gaman
að stofna prjónahóp. Það er klár
lega mikill áhugi hjá okkar aldurs
hópi fyrir að prjóna. Við stofn
uðum bara hóp á Facebook og
hittumst núna öll mánudagskvöld
á Kaffi Kyrrð. Við sáum fyrir
okkur að skiptast á að halda þetta
í heimahúsi en svo sprakk hópur
inn svolítið og nú erum við komnar
með rúmlega 40 stelpur í hópinn.
Við erum svo heppnar að fá þessa
aðstöðu en Kaffi Kyrrð er með opið
lengur fyrir okkur þessa mánudaga
og stefnum við á að halda því áfram
í vetur. Fyrsta kvöldið sem við hitt
umst vorum við að kenna einni að
fitja upp svo það eru bæði stelpur
að koma til að læra að prjóna en
líka lengra komnir prjónarar. Þetta
er engin keppni, bara afsökun til að
hittast og eiga notalegt kvöld, fá
sér kaffi og köku og spjalla saman,“
segja þær Erla Katrín og Kolbrún
Tara í samtali við Skessuhorn. sþ
Ungar konur prjóna saman í Borgarnesi
Notaleg stemning hjá hópnum á Kaffi Kyrrð.
Kolbrún Tara og Erla Katrín.
Mánaðarlega eru haldnar messur í
samkomusal hjúkrunar og dvalar
heimilisins Höfða á Akranesi og
eru þær yfirleitt vel sóttar af heim
ilisfólki. Nú er búið að setja upp
altarismynd í salnum sem hentar
þessari notkun hans vel. Það er
eftirmynd Bjarna Skúla Ketils
sonar, Baska, af altaristöflunni í
Dómkirkjunni í Reykjavík. Eftir
mynd Dómkirkjumyndarinnar er
í Akraneskirkju en þá mynd lag
færði Baski fyrir tveimur árum.
Hans verk kom þá tímabundið í
stað upprunalegu altaristöflunnar
á meðan á viðgerð hennar stóð.
Því hlutverki er nú lokið svo þá lá
vel við að fá myndina að Höfða.
Sómdi hún sér afar vel í guðsþjón
ustu sem Sr. Þóra Björg Sigurðar
dóttir hélt þar í gær.
Þar sagði Baski frá tilurð verks
ins, sem var átta mánuði í vinnslu,
enda vandað til verka og unnið
með þeim aðferðum sem notaðar
voru á öldum áður við gerð slíkra
mynda. Upprunalegu altaristöfl
una í Akraneskirkju málaði Sig
urður Guðmundsson árið 1865
sem eftirmynd af altaristöflunni
sem í dag prýðir Dómkirkjuna og
er eftir danska listamanninn G.T.
Wegener.
gj
Altaristafla komin á Höfða
Margir voru
viðstaddir guðs
þjónustuna.
Baski segir frá tilurð myndarinnar. Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir er hægra megin við hann.