Skessuhorn - 07.09.2022, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2022 23
Kári og Vængir Júpiters áttust við í
3. deild karla í knattspyrnu á föstu
dagskvöldið og fór viðureignin
fram í Akraneshöllinni. Vængir
Júpiters komust yfir á 13. mínútu
þegar Bjarki Fannar Arnþórsson
skoraði fyrir gestina og þó að Kári
væri meira með boltann það sem
eftir lifði af hálfleiknum sköpuðu
þeir sér lítið sem ekkert af færum,
staðan 01 fyrir Vængina í hálfleik.
Kári hélt áfram að leita að
jöfnunar markinu í seinni hálf
leik en gekk lítið. Það var síðan
varamaðurinn Franz Bergmann
Heimis son sem bjargaði stigi fyrir
Kára á 76. mínútu þegar hann fékk
stungusendingu inn fyrir vörn gest
anna og kláraði færið afbragðsvel.
Lítið markvert gerðist eftir þetta
í frekar daufum leik sem ekki fer
í sögubækurnar fyrir skemmtana
gildi, lokatölur 11.
Næsti leikur Kára í deildinni
er gegn ÍH næsta laugardag í
knattspyrnuhöllinni Skessunni í
Hafnarfirði og hefjast leikar stund
víslega klukkan 14. vaks
ÍA tók á móti ÍR í úrslitakeppni
sex efstu liða í 2. deild kvenna í
knattspyrnu á laugardaginn og var
leikurinn á Akranesvelli. Skaga
konur mættu vel stemmdar til leiks
og voru ívið hættulegri í fyrri hálf
leiknum og fengu nokkur góð
færi sem þær náðu ekki að nýta.
Fyrsta mark leiksins kom sex mín
útum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar
Unnur Ýr Haraldsdóttir sem var
búinn að vera ansi hættuleg til
þessa í leiknum fékk boltann á
vinstri kantinum. Hún átti frábæra
sendingu beint á kollinn á Sam
iru Suleman sem stangaði boltann
í netið. Glæsilega gert hjá heima
konum og þannig var staðan í hálf
leik, 10 fyrir ÍA.
Í byrjun seinni hálfleiks létu
Skagakonur sverfa til stálsins á ný
þegar Nikolina Musto átti fyrir
gjöf fyrir mark ÍR sem markvörður
gestanna ætlaði að grípa en missti
boltann klaufalega yfir sig. Þar var
Erla Karitas Jóhannesdóttir mætt á
hárréttum stað, ýtti boltanum nán
ast yfir línuna og kom Skagakonum
í tveggja marka forystu. Eftir þetta
skiptust liðin á að sækja og jafn
ræði var með liðunum þó að sókn
ÍR kvenna þyngdist nokkuð þegar
líða tók á leikinn. Þær náðu síðan
að minnka muninn níu mínútum
fyrir leikslok þegar Lovísa Guðrún
Einarsdóttir skoraði glæsilegt mark
með þrumuskoti upp í vinkilinn.
Skagakonur hengdu ekki haus eftir
markið heldur spiluðu skynsam
lega, tóku sinn tíma í allar aðgerðir
og skoruðu mark fimm mínútum
fyrir leikslok sem var dæmt af
vegna rangstöðu sem var þó frekar
tæp. Heimakonur héldu þetta út
og fögnuðu mikilvægum sigri og
eiga enn möguleika á sæti í Lengju
deildinni á næsta tímabili.
Staðan í deildinni er afar spenn
andi en þar er Fram efst með 32
stig, Völsungur er með 30 stig, ÍR
með 29 stig, Grótta 28 stig og ÍA
með 25 stig. Það er ljóst að lítið má
út af bregða hjá ÍA í þeim þremur
leikjum sem eftir eru og ljóst að þær
þurfa sigur í þeim öllum til að eygja
möguleika á sæti í Lengjudeildinni.
Næsti leikur ÍA í úrslitakeppninni
er gegn toppliði Fram næsta föstu
dag á Framvellinum í Úlfarsárdal
og hefst klukkan 18. vaks
Hið rómaða árgangamót ÍA fer nú
fram að nýju eftir langt Covid hlé en
síðast var mótið haldið árið 2019.
Fresta varð mótinu síðustu tvö ár
vegna kórónufaraldursins. Komin
er dagsetning á mótið og verður
það laugardaginn 12. nóvember
eftir hádegi. Þar munu etja kappi
knattspyrnumenn og konur sem
eru 30 ára og eldri. Fyrsta árganga
mót ÍA var haldið árið 2011 og það
er ljóst að gamlir knattspyrnumenn
og konur af Skaganum þurfa að fara
að setja sig í startholurnar, pússa
skóna og koma sér í form. vaks
Skagamenn tóku á móti KR í
20. umferð Bestu deildar karla í
knattspyrnu á sunnudaginn og fór
leikurinn fram í blíðskaparveðri
á Akranesvelli. Það blés þó ekki
byrlega fyrir ÍA í byrjun leiksins
því eftir tæpan hálftíma leik voru
gestirnir komnir með þriggja marka
forystu. Fyrst skoraði fyrrum leik
maður ÍA Aron Kristófer Lárusson
með hörkuskoti eftir hornspyrnu,
Sigurður Bjartur Hallsson skoraði
síðan annað mark KR eftir klaufa
gang í vörn ÍA áður en Atli Sigur
jónsson kom KR í 03 með góðu
skoti úr teignum. Skagamenn voru
þó ekki á þeim stuttbuxunum að
gefast upp því á 36. mínútu minnk
aði Eyþór Aron Wöhler muninn
fyrir heimamenn með góðum skalla
eftir fyrirgjöf frá Jóni Gísla Eyland.
Skömmu síðar beið Jón Þór Hauks
son ekki boðanna þó stutt væri í
hálfleik og gerði fjórfalda skiptingu
sem ekki hefur sést áður í fyrri hálf
leik í íslenskri knattspyrnu. Það var
ekki lengi að bera árangur því rétt
fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Gísli
Laxdal Unnarsson annað mark ÍA
þegar hann fékk boltann í teignum
eftir að markvörður KR hafði varið
skot Eyþórs Arons beint fyrir fætur
Gísla sem lagði hann í markið og
staðan orðin 23 þegar menn gengu
til búningsherbergja.
Seinni hálfleikur var rétt
nýhafinn þegar Benedikt V. Waren
jafnaði leikinn fyrir ÍA þegar hann
fékk sendingu frá Eyþóri Aroni út í
teiginn og negldi boltanum í fjær
hornið. KRingar vöknuðu loks
ins af værum blundi sex mínútum
síðar þegar fyrrnefndur Atli þrum
aði boltanum í þaknetið eftir gott
spil gestanna. Fjörinu var hins
vegar ekki lokið því tíu mínútum
síðar komst Gísli Laxdal af harð
fylgi upp að endamörkum og sendi
boltann á mann leiksins, Eyþór
Aron, sem setti hann snyrtilega í
netið. Eftir þetta róaðist leikurinn
nokkuð, lítið var um færi og eins og
að menn hefðu fengið nóg af hama
ganginum. KRingar voru líklegri í
því að ná að bæta við marki en jafn
tefli var lokaniðurstaðan, 44.
Staðan í neðri hlutanum breytt
ist lítið eftir viðureignir helgar
innar því liðin sem eru í bar
áttu við ÍA gerðu einnig öll jafn
tefli í umferðinni. Staðan er nú
þannig að ÍBV er í níunda sæti
með 19 stig, FH með 16 stig, ÍA
með 15 stig og neðstir eru Leiknir
Reykjavík með 14 stig. Næsti
leikur Skagamanna er fallbaráttu
slagur gegn FH næsta sunnudag
á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði og
hefst klukkan 14.
vaks
Víkingur Ólafsvík og Reynir Sand
gerði mættust á laugardaginn í 2.
deild karla í knattspyrnu á Ólafs
víkurvelli og lauk leiknum með
naumum sigri heimamanna, loka
tölur 21 fyrir Víking. Luke
Williams kom Víkingi yfir á 23.
mínútu með sínu fyrsta marki í
sumar og síðan var það fyrirliðinn
Bjartur Bjarmi Barkarson sem bætti
við öðru marki úr vítaspyrnu eftir
rúmlega hálftíma leik, staðan 20 í
hálfleik.
Magnús Magnússon minnk
aði muninn fyrir Reyni á 68. mín
útu og hleypti smá spennu í leik
inn. Þremur mínútum fyrir leikslok
fékk Adrian Sanchez í liði Víkings
beint rautt spjald og samherji hans,
Andri Þór Sólbergsson, fékk síðan
tvö gul spjöld í uppbótartíma með
tveggja mínútna millibili og þar
með rautt en það kom ekki að sök.
Víkingur náði mikilvægum þremur
stigum því liðið tryggði sér sæti sitt
í deildinni á næsta tímabili með
þessum sigri og skildi Reynismenn
eftir í erfiðri stöðu. Víkingur er í
níunda sæti með 22 stig, KFA með
20 stig í tíunda sæti, Reynir með
14 stig nánast fallinn og neðstur
er Magni með aðeins ellefu stig og
fallinn í 3. deild.
Næsti leikur Víkings í deildinni
er á móti KFA í Fjarðabyggðarhöll
inni á Reyðarfirði næsta laugardag
og hefst klukkan 15.15. vaks
Franz Bergmann skoraði jöfnunarmarkið fyrir Kára. Ljósm. vaks
Kári gerði jafntefli við Vængi Júpiters
Skagakonur unnu sigur á
ÍR og eiga enn möguleika
Víkingur Ó. hafði betur
gegn Reyni Sandgerði
ÍA er enn með í baráttunni um að komast upp í Lengjudeildina. Ljósm. sas
Andri Þór Sólbergsson fékk rautt spjald gegn Reyni Sandgerði. Hér í leik á móti KF
fyrr í sumar. Ljósm. af
Árgangamót ÍA í
knattspyrnu haldið á ný
Jafntefli hjá ÍA
og KR í miklum
markaleik
Eyþór Aron Wöhler skoraði tvö mörk og átti þátt í öllum mörkum ÍA gegn KR.
Ljósm. Lárus Árni Wöhler