Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 20222 Fjórtán ára á ofsahraða BORGARFJ: Seinni part síð- asta síðasta föstudags var til- kynnt um ofsaakstur öku- manns á suðurleið yfir Holta- vörðuheiði. Lögreglan úr Borgarnesi fór til móts við bílinn og mætti honum við Baulu þar sem hún gaf honum merki um að stoppa með for- gangs- og blikkljósum. Öku- maðurinn stöðvaði ekki bif- reiðina heldur jók hraðann og hvarf sjónum. Lögregla kom síðan að bæ í nágrenninu þar sem ábúandi tók á móti henni nokkuð skelkaður og benti þeim á bílinn þar sem honum hafði verið lagt við skemmu. Þar sást jafnframt í iljarnar á tveimur krökkum sem hurfu sjónum inn í skóg og missti lögreglan af þeim. Hafin var leit að þeim við Borgir og norður af Munaðarnesi en án árangurs. Bíllinn var færður með kranabíl á lögreglustöð- ina í Borgarnesi og skömmu síðar komu ungmennin þangað til að vitja bílsins. Kom þá í ljós að ökumaður var einungis 14 ára gam- all og farþeginn á svipuðum aldri. Ökumaðurinn kvaðst að eigin sögn hafa fengið bílinn að láni og var bíllinn ekki til- kynntur stolinn. Ökumaður- inn á meðal annars von á kæru fyrir að aka án réttinda og að virða ekki fyrirmæli lögreglu. Barnaverndarnefnd var til- kynnt um málið og haft var samband við foreldra. -vaks Fyrsta snjófölin LANDIÐ: Búist var við fyrsta snjónum á fjallvegum í landshlutanum síðustu nótt, aðfararnótt miðvikudags, þótt dagatalið segi að enn séu rúmar tvær vikur í vetrar- byrjun. Varað var við snjóföl á fjallvegum á borð við Holta- vörðuheiði, Bröttubrekku og Steingrímsfjarðarheiði. Tími vetrardekkjanna er því að lík- indum kominn í tilfelli þeirra bíleigenda sem eiga oft leið yfir fjallgarðanna. -mm Lækka veiðiráð­ gjöf í loðnu LANDIÐ: Hafrann- sóknastofnun ráðleggur að loðnuafli á næstu loðnuvertíð verði ekki meiri en 218.400 tonn. Ráðgjöfin kemur í stað upphafsráðgjafar upp á 400.000 tonn sem byggði á magni ókynþroska loðnu í haustmælingum 2021. „Ráð- gjöfin verður endurskoðuð að loknum mælingum Hafrann- sóknastofnunar á stærð veiði- stofnsins í janúar/febrúar eins og aflaregla strandríkja fyrir stofninn gerir ráð fyrir,“ segir í tilkynningu frá Hafró. -mm Á döfinni Nú fer að koma sá tími að setja vetrardekkin undir bílinn sinn og þá er spurningin hvað hentar. Sumir velja sér alltaf nagladekkin hvað sem á dynur þó þau séu ekki umhverfisvænn kostur en gefa fólki ákveðið öryggi. Aðrir prófa sig áfram með aðrar tegundir dekkja en allt fer þetta eftir því hvað fólk notar bílinn sinn í og hvar það ekur. Aðal málið er þó að aka miðað við aðstæður og fara varlega. Veðurhorfur Á fimmtudag eru líkur á norð- vestan og vestan 8-15 m/sek og rigningu eða slyddu á norðan- verðu landinu en yfirleitt hægari vindur og þurrt sunnan til. Hiti 2 til 7 stig. Á föstudag er útlit fyrir norðvestan og norðan 10-18 m/s með rigningu eða slyddu en skýjað með köflum á sunnan- verðu landinu. Hiti 1 til 7 stig, kaldast í innsveitum norðan- lands. Á laugardag gengur í stífa suðlæga átt með rigningu, en úrkomulítið um landið norð- austan vert. Hiti um frostmark norðaustan til, upp í 8 stig með suðurströndinni. Á sunnudag snýst í norðanátt með slyddu fyrir norðan en styttir smám saman upp á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 6 stig. Spurning vikunnar Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ætlar þú á jólatón- leika?“ Meira en helmingur eða 62% ætlar ekki á jólatónleika. Þá er um fimmtungur eða 21% sem ætlar kannski og aðeins 17% svarenda eru ákveðnir í að skella sér á tónleika. Í næstu viku er spurt: Hvernig dekk ætlar þú að hafa á bílnum þínum í vetur? Vestlendingur vikunnar Skagamaðurinn Helgi Laxdal Aðalgeirsson er einn af fremstu fimleikamönnum landsins og keppti nýlega á Evrópumótinu í fimleikum. Hann er í viðtali í Skessuhorni í dag og er Vest- lendingur vikunnar að þessu sinni. Vegagerðin í samvinnu við Sæferðir og Stykkishólmsbæ hefur tekið á leigu dráttarbát- inn Gretti Sterka. Báturinn lagð- ist að bryggju í Stykkis hólmi á mánudaginn og mun verða til taks á Breiðafirði meðan beðið er eftir nýrri Breiðafjarðarferju í stað Baldurs. Það eru Sæferðir sem sjá um mönnun dráttarbátsins en með því á að tryggja að fyrsta viðbragð við atvikum á Breiðafirði verði eins og best verður á kosið miðað við aðstæður. Sigurður Ingi Jóhannsson inn- viðaráðherra sagði í pistli á vefnum bb.is 5. september síðastliðinn að ný Breiðafjarðarferja væri væntan- leg til landsins um áramót og að; „tímabært sé að nýtt skip taki við þjónustunni þar sem núverandi skip er barn síns tíma. Á meðan beðið er eftir nýju skipi verður tryggt að dráttarbátur verði til staðar í Breiðafirði,“ sem varð svo raunin í byrjun vikunnar þegar Grettir Sterki kom til Stykkishólms. Siglingar yfir Breiðafjörð falla undir þjónustu Vegagerðarinnar og hefur hún nú um nokkurt skeið haft öll sín spjót úti við leit að „nýjum Baldri“. Skessuhorn kallaði eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðuna, hvort búið væri að finna skip og hvort sá tímarammi sem innviðaráðherra gaf upp stæðist. Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur á samskiptadeild Vegagerðarinnar, segist ekki geta staðfest að nýtt skip væri væntanlegt um áramót. Verið sé að undirbúa útboð sem verði auglýst á næstu vikum. „Í útboðinu er óskað eftir öðru skipi til þess að leysa Baldur af og það eru þá líklega einhver tímamörk á því sem gæti passað að séu öðru hvorum megin við áramót,“ segir Sólveig. Þá feng- ust ekki upplýsingar um hvort horft sé til leigu eða kaups á nýrri ferju. Nú nýlega hafa með stuttu milli- bili komið upp tvær alvarlegar bilanir í vél Baldurs sem olli því að skipið varð vélarvana. Þá hefur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafells- sveitar síðustu misseri ítrekað lagt áherslu á að annað skip hefji sigl- ingar yfir Breiðafjörð sem allra fyrst þar sem núverandi ferja standist ekki nútímakröfur. Bæjarstjórnin fagnar því að nú sé búið að bregðast við ákallinu og bæta viðbúnað. gbþ Heiða Björg Hilmisdóttir, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, ávarpaði Landsþing sam- bandsins sem fram fór í Hofi á Akureyri í síðustu viku. Í ræðu sinni sagði hún eitt brýnasta verk- efni sveitarstjórna á komandi kjör- tímabili vera tekjustofnar þeirra þar sem þeir standi ekki lengur undir þeim verkefnum sem sveitar- félögum ber að sinna en á sama tíma kalla íbúar í mörgum tilfellum eftir meiri þjónustu. Þetta gerist á sama tíma og rekstur sveitarfélaga hefur þyngst til muna. „Vanfjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks, hjúkrunarheimila og í málefnum barna með fjölþættan vanda er grafalvarleg og þannig er ekki hægt að halda áfram. Drög að skýrslu tekjustofnanefndar er komin í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar má finna tillögur sambands- ins og sveitarstjórnir þurfa að taka afstöðu til þeirra,“ sagði Heiða Björg. „Það er ljóst að það þarf ein- faldlega að gefa upp á nýtt og það verður eitt helsta verkefni þessa kjörtímabils. Það er mikilvægt að samstarf ríkis og sveitarfélaga sé traust og með skýrum leikreglum, þarna þurfum við að bakka og ná betra samtali og ég er sannarlega tilbúin í það fyrir okkar hönd. Þessi endalausa umræða um hvað er á ábyrgð hvers og hver á að borga hvað er nauðsynleg en ef hún leiðir ekki til niðurstöðu - er hún niður- brjótandi. Hamlar framförum sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda,“ sagði Heiða Björg. Fjársveltur málaflokkur ógnar sjálfbærni Á landsþinginu var samþykkt ályktun er varðar málefni fatlaðs fólks: „Fjárhagsstaða sveitarfélaga á Íslandi er grafalvarleg. Frá árinu 2019 hefur sveitarfélögum sem ekki uppfylla lágmarksviðmið um fjár- hagslega sjálfbærni og eru undir eftirliti eftirlitsnefndar með fjár- málum sveitarfélaga fjölgað úr 12 í 30. Vanfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk er ein megin orsök fjárhagsvanda margra sveitarfélaga. Ítarleg greining starfshóps félags- málaráðherra um rekstur mála- flokks fatlaðs fólks sýnir að hall- inn á málaflokknum árið 2020 nam 8,9 milljörðum króna. Ætla má að hallinn nemi nú um 12 til 13 millj- örðum króna. Í yfirstandandi viðræðum sveitar- félaga og ríkisins leggur sambandið þunga áherslu á að fá fjárhags- lega leiðréttingu frá ríkinu til að standa undir útgjöldum sveitar- félaga vegna þjónustu við fatlað fólk, en gríðarlegur vöxtur útgjalda er einkum til kominn vegna auk- inna krafna í löggjöf og reglum um hærra þjónustustig. Mikilvægt er að niðurstaða viðræðna liggi fyrir eigi síðar en 1. desember 2022 og að sveitarfélögin fái þá strax leið- réttingu. Jafnframt lýsir sambandið þeim vilja að teknar verði upp við- ræður við ríkið um framtíðarfyrir- komulag og fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Sveitarstjórnarlög kveða á um skyldu stjórnvalda að kostnaðar- meta þau verkefni sem sveitar- félögum er falið að sinna. Þjónusta við fatlað fólk er stórlega vanfjár- mögnuð af hálfu ríkisins og vegur að möguleikum sveitarfélaga til að ná sjálfbærni í rekstri. Enginn ávinningur er af því fyrir ríkið og samfélagið í heild að sveitarfélög reki verkefni með halla eða taki að sér ný verkefni sem ekki eru fjár- mögnuð.“ Ný stjórn var kosin í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á þinginu. Fulltrúi af Vesturlandi í henni er Lilja Björg Ágústsdóttir sveitar- stjórnarfulltrúi (D) í Borgarbyggð. mm Segir að gefa þurfi spilin upp á nýtt Grettir Sterki til taks á Breiðafirði Dráttarbáturinn Grettir sterki við höfn í Stykkishólmi. Ljósm. jse/stykkisholmur.is Heiða Björg Hilmisdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ávarpar landsþingið. Ljósm. sís.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.