Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 202210 Alþingi samþykkti í júní 2021 laga- frumvarp sem felur í sér breytingu á lögum nr. 55/2003 með inn- leiðingu Evróputilskipana sem eiga að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Markmiðið með hringrásarhagkerfi er að draga úr auðlindanotkun, auka líftíma auðlinda jarðar og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerf- inu sem úrgangur. Frumvarp þetta til breytingar á lögunum tekur gildi 1. janúar 2023 og skyldar heimili og fyrirtæki til sértækari flokkunar á heimilisúrgangi. Sömuleiðis skylda lögin sveitarfélög til sérstakrar söfnunar á fleiri úrgangstegundum en verið hefur, svo sem lífrænum úrgangi, textíl og spilliefnum. Þá verður úrgangur við heimili flokkaður sem hér segir: • Pappír og pappi • Plast • Lífrænn úrgangur • Almennt/ blandað sorp Auk þess eru heimili og fyrirtæki skylduð til þess að flokka málm, gler, textíl og spilliefni en þurfa þá að koma þeim í endurvinnslu á grenndar- eða gámastöð. Í lögunum segir að sérstök söfnun á pappír og pappa, plasti og lífúrgangi skuli fara fram á sem aðgengilegastan hátt við íbúðarhús og hjá lögaðilum í þéttbýli og skuli fara fram innan lóðar viðkomandi íbúðarhúss eða lögaðila. Það þýðir að sveitarfélögin eru skyldug til þess að setja upp þar til gert flokk- unarkerfi við öll heimili sem gerir íbúum kleift að flokka þessi þrjú úrgangsefni sérstaklega auk bland- aðs úrgangs sem er almennt heim- ilissorp. Við hvert heimili verður þá fjórþætt flokkunarkerfi og hafa sveitarfélögin nokkuð frjálsar hendur til þess að útfæra það. Hvað varðar sérstaka flokkun á gleri, málmum og textíl er sveitarfé- lögum heimilt að uppfylla þá skyldu með söfnun í grenndargáma, að því tilskildu að það fyrirkomulag söfn- unar stuðli að því að markmiðum þessara laga verði náð. Þá þarf lík- lega að horfa til þess að þetta nýja samræmda flokkunarkerfi sé ekki of flókið því markmiðið með því er að auka endurvinnslu ásamt því að draga úr úrgangslosun. Þá kveða lögin á um að sérstök söfnun á spilliefnum skuli fara fram í nærumhverfi íbúa og sveitarfélög útfæri nánara fyrirkomulag hvað það varðar í samþykkt um með- höndlun úrgangs. Sveitarfélögin á Vesturlandi eru misjafnlega vel á veg komin hvað þetta varðar, en sem fyrr segir taka lögin gildi 1. janúar næstkomandi. Hér verður gerð grein fyrir mis- munandi stöðu þriggja sveitarfé- laga í landshlutanum. Akraneskaupstaður Á Akranesi eru nú tvær sorptunnur við hvert heimili, ein er fyrir bland- aðan heimilisúrgang en hin er græn og í hana má setja plast, pappír, pappa og málma. Allt skal þetta vera hreint og þurrt áður en það fer í tunnuna. Fimmtudaginn 22. september síðastliðinn birti Akra- neskaupstaður frétt á vef sínum um að til stæði að breyta fyrir- komulagi á sorptunnum og flokkun á heimilum. Þá var íbúum sem íhuga byggingu skýla fyrir sorp- ílát við heimili sín bent á að gott væri að fresta þeirri framkvæmd enn um sinn. Það sé vegna þess að ekki liggur enn fyrir hvernig sorp- hirðumálum verði háttað í sveitar- félaginu en það hefur nú tæpa þrjá mánuði til að útfæra það og setja í verk áður en nýjar flokkunarreglur taka gildi um áramót. Þó segir í til- kynningunni að málmi og gleri verði hægt að skila af sér á þar til gerðum grenndarstöðvum en ein- hvers konar sorpílát verði við hvert heimili fyrir plast, pappa/pappír, lífrænan úrgang og blandað sorp. Borgarbyggð Frá 1. apríl 2020 hefur verið þriggja tunnu kerfi í Borgarbyggð; græn endurvinnslutunna fyrir pappír/ pappa, málm og plastumbúðir, brún tunna fyrir lífrænan eldhúsúr- gang og grá tunna fyrir sorp sem fer í urðun. Á fundi sínum í ágúst síðast- liðnum lagði umhverfis- og land- búnaðarnefnd Borgarbyggðar til að stefnt yrði að innleiðingu fjögurra tunnu flokkunarkerfis við heimili í sveitarfélaginu. Þá muni bætast við ein tunna við hvert heimili svo hægt sé að flokka pappa/pappír og plast sér. Í fundargerð segir að nefndin telji mikilvægt að afla frekari gagna, m.a. um möguleika á frekari flokkun á grenndarstöðvum, o.fl. Nefndin vísaði því næst erindinu til byggðaráðs sem tók málið fyrir á fundi sínum 15. september sl. og fól í kjölfarið sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga „ekki síst til að tryggja að vel verði gætt að áhrifum komandi lagabreytinga við gerð fjárhagsáætlunar.“ Almennt eru 240 lítra sorpílát við heimili í þéttbýli en brúna tunnan undir lífrænan úrgang er alltaf 140 lítrar. Ljóst er að fjórar tunnur í slíkri stærð fyrir utan hvert heimili taka verulegt pláss og segir Hrafn- hildur Tryggvadóttir, deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála, í skriflegu svari til Skessuhorns í ágúst síðastliðnum að verði ákveðið að fara þessa leið þurfi að skoða sér- staklega hvernig leysa eigi málin í eldri hverfum þar sem pláss er tak- markað. Stykkishólmsbær Í Stykkishólmi er þriggja tunnu flokkunarkerfi fyrir heimilisúr- gang. Brún tunna fyrir lífrænan eld- húsúrgang, græn tunna fyrir endur- vinnanlegan úrgang (plast, pappír/ pappa og málmur) og svört tunna fyrir blandaðan almennan úrgang. Þetta fyrirkomulag hefur verið frá árinu 2008 og var Stykkishólms- bær fyrsta sveitarfélagið á landinu sem hóf svona flokkun við heim- ili. Lífræni úrgangurinn er unn- inn í bæjarfélaginu þar sem hann er moltaður og íbúar geta ef þeir vilja sótt sér fullunna moltu til afnota. Guðrún M. Magnúsdóttir, verk- efnastjóri Umhverfisvottunar Snæ- fellsness, segir í skriflegu svari til Skessuhorns að ekkert hafi verið ákveðið um útfærslu á fjögurra flokka flokkunarkerfi við heimili. Allt sé á viðræðustigi. Einungis eitt ílát þarf í viðbót við hvert heimili til þess að geta flokkað í sundur pappa/ pappír og plast en Guðrún segir að ekki sé orðið ljóst hvort það verði fjórar 240L eða 140L tunnur við hvert heimili eða hvort tunnurnar verði skiptar, eða hólfaðar niður svo hver tunna geti tekið á móti tvenns konar flokki. Þar sem að málmar mega ekki lengur fara í flokkunartunnu við heimili eins og verið hefur í Stykk- ishólmi síðustu 14 ár þarf sveitar- félagið að gera ráðstafanir fyrir íbúa til þess að koma málminum til endurvinnslu á grenndarstöð eða á nærliggjandi gámasvæði og eru þær til skoðunar. gbþ Sjálfboðaliðar Slysavarnafélags- ins Landsbjargar á suðvesturhorni landsins tóku á laugardaginn þátt í hópslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Reykjavíkurflugvelli. Æfingar af þessu tagi eru haldnar á hverjum áætlunarflugvelli á fjögurra ára fresti með þátttöku allra viðbragðsaðila á hverju land- svæði fyrir sig. „Hópslys kalla á aukið viðbragð í almannavarnakerfinu því slíkir atburðir leggja meira álag á daglegt viðbragð en kerfinu er ætlað að ráða við. Þar koma sjálfboðaliðar sterkir inn því þeir eru sérþjálfaðir til þess að vinna samhliða öðrum viðbragðs- aðilum og taka því kúfinn af því sem er umfram viðbragðsgetu kerfis- ins,“ segir í tilkynningu frá Lands- björgu. Alls tóku á fjórða hundrað manns þátt í æfingunni. Mikil vinna var lögð í uppsetningu vettvangs til að gera æfinguna sem raunveruleg- asta. „Fengu allir þátttakendur því góða æfingu og var samvinna allra aðila með mestu ágætum,“ að sögn Landsbjargarfólks. mm/ Ljósm. Þorsteinn Jónas Sigurbjörnsson Heimilisúrgangur skal flokkaður í fernt frá og með áramótum Sviðsettu Fokkerslys á Reykjavíkurflugvelli Greinarhöfundur með poka sem inniheldur flokkað endurvinnanlegt sorp. Í janúar 2023 verður söfnun úrgangs um allt land á þennan veg. Grafík. Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.